Vísbending


Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 28.2 18. JÚLÍ 1984 Danmörk___________________________________________ Vaxandi halli í utanríkisviðskiptum veldur áhyggjum Verri horfur í gjaldeyrismálum Stjórn Schluters, forsætisráðherra, setti sér það takmark er hún tók við völdum haustið 1982 að ná jafnvægi í utanríkisviðskiptum á þremurtil fjórum árum (sját.d. Vísbendingu 22. febrúar sl.) Erlendar skuldir Dana námu um 36% af landsframleiðslu í árslok 1983. Árið 1982 nam viðskiptahallinn 18,7 milljörðum danskra króna en á fyrsta heila ári sem stjórn Schluters sat að völdum lækkaði hallinn í 10,8 milljarða danskra króna. Ef dæma má af tölum fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs virð- ist ekki munu verða áframhald á bat- anum í ár. Vöruskiptahallinn í apríl sl. varð 1,07 milljarður danskra króna, en var 571 milljón í mars og 204 milljónir í apríl 1983. Vöruskiptahallinn á fyrstu fjórum mánuðum 1984 varð 3,13 mill- jarðar danskra króna en á sama tíma í fyrra varð 306 milljóna króna afgangur. Peningamálin Verðbólga í Danmörku árið 1981 var 11,8%, 9,8% árið 1982 og 6,6% í fyrra. Launahækkanir árið 1982 voru um 10% en eru nú um 4%. Þá hefur stjórn Schluters einnig tekist að lækka opinbera lánsþörf verulega. Fjárlaga- hallinn sem hlutfall af landsframleiðslu var 7,8% í fyrra en samkvæmt OECD- spám er búist við að hallinn verði um 6% af VLF í ár og um 5% árið 1985. Á hinn bóginn hefur gengið mun verr að hafa hemil á vexti peningamagns. Aukning peningamagns í umferð árið 1983 var um 25%. Útlán viðskipta- bankanna jukust um 14% á tólf mán- aða tímabilinu til aprílloka sl. en seðla- bankinn hafði gert ráð fyrir 8% aukn- ingu útlána á þessu tímabili. Helsta ástæða aukningar peningamagns í fyrra er talin að ríkið fjármagnaði halla- rekstur sinn með þvi að selja ríkis- skuldabróf í bönkum í stað þess að selja almenningi spariskírteini. Talið er að mikil útlánaaukning eigi sinn þátt í þeirri aukningu á innflutningi sem orðið hefur. Samanburöur viö Finnland, Noreg og Svíþjóð í nýlegri skýrslu fjögurra skandi- navískra banka, Svenska Handels- banken, Kansallis-Osake-Pankki, Den Norske Kreditbanken og Handels- banken í Kaupmannahöfn, er talið að hagvöxtur ( Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð verði meiri en að meðal- tali í vestrænum ríkjum. Búister við að hagvöxtum í ríkjunum fjórum verði 3,5% í áren I fyrra var2,7% hagvöxtur þar að meðaltali. Framleiðsluaukningin er mest í Finnlandi en þar gæti hagvöxtur orðið 5% í ár, hærri en í nokkru öðru ríki í Evrópu. Næst koma Danmörk og Sví- þjóð með um 3% hagvöxt í ár en Nor- egur rekur lestina með um 2,5%. I skýrslunni segir að Danmörk og Svi- þjóð hafi mjög bætt samkeppnisstöðu sína í alþjóðlegum markaði. Svíþjóð náði þessu marki eins og kunnugt er með gengisfellingu haustið 1982, en Danir hafa bætt samkeppnisstöðuna með þvi að halda aftur af launahækk- Efni: Danmörk 1 Myntskipti í Japan 2 Áhrif verðbólgu á skuldabyrði 3 Kostir og gallar hárra vaxta 6 Að búa við hágengi dollarans 7 Töflur: Innlend efnahagsmál 4-5 Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.