Vísbending


Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Verðbólga í Bandaríkjunum Hver eru áhrifin á greiðslubyröi skuldugra ríkja? Fjármagnsmarkaður án verðbindingar Verðbólga í Bandaríkjunum er um þessarmundirlág, aðeins4-5%. Þó er talið að verðbólga muni aukast á næst- unni, jafnvel síðar á þessu ári. Því er ekki óeðlilegt að sú spurning vakni, hver áhrifin af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum yrðu á skuldir og greiðslubyrði skuldugra ríkja. Verðbólgan getur að einhverju leyti rýrt raunvirði skuldanna. Þar sem bæði eignir og skuldir stærstu banka eru í dollurum hefði aukin verðbólga í Bandaríkjunum að líkindum ekki mikil áhrif á afkomu bankanna sjálfra. Sama gildir ekki um sparifjáreigendur sem eiga fé í bönkunum ef vextir hækka minna en verðbólga. Flest stóru löndin sem lánað hafa fé til skuldugra þjóða búa ekki við verðbindingu á fjármagns- markaði. Ekki leikur því vafi á því að miklir fjármunir flyttust til ef verðbólga í umheiminum færi snögglega vaxandi. Jafnvel þótt vextir hækkuðu eitthvað eru almennar fjárskuldbindingar ekki verðtryggðar. Ellilífeyrir og ýmsar tryggingabætur eru ekki verðtryggðar, spariskírteini ríkissjóðs eru óverð- tryggð í flestum löndum, o.s.frv. Ef vextir hækkuöu til jafns við verðbólgu þannig að raunvextir héldust áfram svipaðir hefði þó aukin verðbólga hugsanlega ekki mikil áhrif á hag spari- fjáreigenda. En að hve miklu leyti gæti aukin verðbólga rýrt erlendar skuldir skuldugu þjóðanna? Raunvirði endurgreiðslna flyst fram. Ljóst er að vaxandi verðbólga hefði aðallega áhrif á gamlar skuldir - þær skuldir sem nú þegar eru til. Hækkandi vextir gætu gert þeim sem taka þurfa ný lán mjög erfitt fyrir vegna aukinna vaxtagreiðslna. Háir nafnvextir hafa þau áhrif að endurgreiöslur skuldanna flytjast fram á lánstímanum. Meirihluti skuldarinnar að raunvirði greiðist á fyrri hluta lánstímans vegna hárra nafn- vaxta. Taflan sýnir áhrifin af 5%, 10% og 15% verðbólgu á skuldir í dollurum og miðað er við 5,1 % raunvexti. Hver tala í töflunni táknar þann hundraðshluta af raunvirði endurgreiðslna sem greiðist á hverju ári. Jafnvel þótt raunvextirséu hinir sömu í öllum þremur dæmunum kemur skýrt i Ijós að skuldabyrðin þyngist mikið með hækkandi verð- bólgu og nafnvöxtum. Sé miðað við 5,1% raunvexti eru 42,2% af raunvirði endurgreiðslna (þ.e. vaxta og afborg- ana) greidd á fyrstu þremur árunum þegar verðbólga er 5% (nafnvextir eru 10,3%), en 49,3% og 55,4% af raun- virði endurgreiðslna greiðast á fyrstu þremur árum lánstímans þegar verð- bólga er 10% og 15% (nafnvextir eru 15,5%.og 20,9%). Lakari hagur skuldugra ríkja Áður fyrr var mikill hluti almennra lána með föstum vöxtum og skuldir gátu þá rýrnað að raunvirði vegna verðbólgu. Mest af skuldum erlendra ríkja við bandariska banka eru með breytilegum vöxtum og þessir vextir eru mjög næmir fyrir væntingum og raunverulegum breytingum á verð- bólgu. Þannig er óhugsandi að vextir fari ekki hækkandi ef verðbólga hækkar. Eins og taflan sýnir greiðist Greiðslubyrði lána í 5,10 og 15% verðbólgu. Raunvextir eru 5,1 %. Hlutfallsleg skipting greiðslna, %, raunvirði Ár 5% verðbólga 1 15,5 2 14,2 3 12,5 4 11,4 5 10,2 6 9,1 7 8,0 8 7,2 9 6,4 10 5,5 Alls 100,0% 10% verdbólga 15% verðbólga 19,1 22,5 16,3 18,2 13,9 14,7 11,7 11,8 9,9 9,4 8,3 7,4 6,9 5,8 5,6 4,4 4,6 3,3 3,7 2,5 100,0% 100,0% Talið er að skuldir svokallaðra þró- unarríkja séu u.þ.b. 600 milljarðar Bandaríkjadollara en þar af munu um 400 milljarðar dollara vera skuldir við banka. Til þess að minnka þessar skuldir um helming að raungildi þyrfti um helmingur af raunvirði endur- greiðslna af 10 ára láni með 5,1% raunvöxtum á fyrstu þremur árunum þegar verðbólgan er 10%. Það sem skuldugar þjóðir þola einna síst er ein- mitt stytting lánstíma og það er einmitt Vextir og verðbólga p Dollaravextir \ LIBOR-vextir á 12 mánaöa lánum. S- X v \ V p Verðból \ 12 mána }a í Bandaríkjunum 5a breytingar ""••hihk. \ . 1981 1982 I I I I I I I I I I I I 1983 1 I 1 I 1 1 1 I I 1 1 1984 verðlag á vöru og þjónustu í dollurum að tvöfaldast. Að vissu leyti gæti þetta létt byrði skuldugu ríkjanna en slæmar afleiðingar af mikilli verðbólgu gætu meira en vegið upp þann bata. greiðslubyroi a næstu misserum sem er erfiðust. Mjög vafasamt virðist þvl að hagur skuldugra ríkja batni ef verð- bólga á vesturlöndum eykst á nýjan leik.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.