Vísbending


Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 7

Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 7
VÍSBENDING 7 Gengismál _____________________________ Að búa við hátt gengi Bandaríkjadollara Lengst af frá því að gengi dollarans tók að hækka á árinu 1981 hafa legið fyrir spár um lækkun. Um síðustu áramót er settar voru fram spár um gengi doll- arans á árinu 1984 voru flestir sam- mála um að gengið yrði lægra í ár en í fyrra. Um 10. janúar sl. varð gengi doll- arans gagnvart flestum gjaldmiðlum þó hærra en það hafði verið um árabil. Þá tók að vísu við lækkun til 7. mars en í síðustu viku var gengi dollarans orðið enn hærra en það var þann 10. janúar. Taflan sýnir gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum í þessum helstu vendipunktum 1984. Hæsta gengi doll- arans í síðustu viku er hér talið með sem vendipunktur þótt of snemmt sé að segja fyrir um hvort svo verði. þýskt sterlings- mark pund 10. janúar 2,8434 1,3932 7. mars 2,5355 1,4853 Fáum hefur í fullri alvöru dottið í hug að gengi dollarans gæti enn hækkað og haldist þannig um sinn. í leiðara Financial Times voru nýlega settar fram forvitnilegar skoðanir um gengi dollarans og birtist hann hér á eftir í þýðingu, lítillega styttur. Leiðarinn var ritaður 4. júlí sl. Gjaldeyrismarkaður í Bandaríkj- unum er lokaður á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí, og þá gefst venju fremur tæki- færi til að íhuga það hversu traustur dollarinn hefur reynst, þvert ofan í það sem margirgerðu ráð fyrir. Hlutabréfa- viðsklpti í Wall Street hafa tekið við sér og gengi dollarans heldur áfram að hækka, þótt halli í viðskiptum Banda- ríkjamanna hafi aldrei verið meiri og fari hratt vaxandi. í Ijósi reynslunnar er þessi staða svo óvenjuleg að margir trúa varla sínum eigin augum og eyrum og halda því fram að hágengi dollarans geti engan veginn staðist til lengdar. Samt hefur það þegar verið afar hátt mjög lengi og fer enn hækk- andi. Því ereinnig haldið fram að mun- urinn á vöxtum í Evrópu og Bandaríkj- unum verði að minnka, - en hann vex samt. Svo þrálátur er misskilningur manna á því sem er að gerast í gjald- eyrismálum að jafnvel það að stjórn- völd virðast halda ró sinni velduróstöð- ugleika. Það auðveldar ekki greiningu á stöðu gjaldeyrismála nú að reyndustu mennirnir á þessu sviði hafa rótgrón- ustu hugmyndirnar, sem e.t.v. eru rangar. Flestir núverandi ráðamanna svissn. franskur franki franki yen 2,2612 8,6816 234,95 2,1040 7,8212 221,96 hlutu skólun sína á fastgengisskeiðinu er víðtækar hömlur voru á gjaldeyris- viðskiptum milli þjóða. Á þeim tímum var kenningin um kaupmáttarjöfnuð (Purchasing Power Parity)1> helsta við- miðun í gengismálum og margar alþjóðlegar stofnanir á sviði gjaldeyris- mála aðhylltust hana. Viðskipti hverrar þjóðar við útlönd áttu að vera í jafn- vægi ár hvert. Þá var erfitt að fjár- magna halla í viðskiptum við útlönd og gengisfelling var sú lækning sem almennt þótti sjálfsögð ef illa fór. Fljótandi gengi Vera kanna að þetta hafi verið skynsamiegar leikreglur og víst er að hagvöxtur hefur sjaldan verið meiri en 1> Sjá t.d. Vísbendingu 27. júlí 1983, bls. 2. á tímum fastgengiskerfisins. En í þeim felst þó ekkert náttúrulögmál - a.m.k. ekki nema þegar litið er til mjög langs tíma. Fjarskipti í heiminum fara nú í gegnum gervihnetti og þeir afsanna (nema þegarlitið er til mjög langs tíma) að það sem einu sinni hafi farið upp hljóti að koma aftur niður. Enn er þó erfitt að semja sig að þeirri hugmynd að heilt hagkerfi geti komist á spor- baug og svifið þar um hríð. Euromarkaðurinn og skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa haftsvo mikil áhrif á viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði að hann er nú nær óþekkjanlegur. i upphafi var Euromarkaður tilraun til að lækka kostnað, m.a. með því að komast undan skattlagningu og bindiskyldu. Þannig varð til samningsform sem virt- ist minnka áhættu fyrir fjármálastofn- anir. Brátt óx þessi markaður og um hann fara nú svo miklir fjármunir að óhugsandi virðist að hefta hann með boðum eða bönnum. Gengi gjaldmiðla er nú fljótandi og fjármagn getur flust í stórum stíl á milli landa. Gengi er ekki lengur hagstjórnartæki heldur verð sem ræðst á frjálsum markaði. Gjaldeyrismarkaður og þróun gengis leyfir nú að þjóðir geta haft afgang í viðskiptum með fullunnar vörur - til þess að greiða fyrir hráefni eða fjármagna útflutning fjármagns. Dæmi um þetta er svokallað lággengi japanska yensins. Önnur lönd flytja út hrávörur og laða til sín fjármagn frá öðrum þjóðum. Þessl ríki geta búið um langa hríð við mikinn halla í viðskiptum með fullunnar vörur. Gengi gjaldmiðla þeirra getur verið „of hátt" en stöðugt um langa hríð. Með þessar nýju leikreglur í huga er spurningin um það hversu lengi gengi dollarans geti haldist svo hátt ekki lengur merkileg. Það verður að kafa dýpra og spyrja þess hve lengi banda- rískt efnahagslíf geti laðað til sín erlent fjármagn. Eftir að spurningunni hefur verið breytt á þennan veg þarf ekki að koma á óvart að öflugt, auðugt og sveigjanlegt efnahagslíf Bandaríkj- anna, sem einkennist af festu og öryggi, skuli hafa mikið aðdráttarafl í augum sparifjáreigenda annars staðar. Og svo mun verða enn um sinn. Elstu lesendur kann að ráma í það að sterlingspundið skipaði svip- aðan sess um síðustu aldamót. Eftir Gengi dollarans gagnvart helstu myntum í vendipunktum janúar—júlí 1984 12. júl í______2,8532 I.SOOS1* 2,4115 8,7545 242,62 Meðalgengi 1983 2,5692 1,5121 2,1091 7,6750 237,69 ” 11. júlí 1948

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.