Vísbending


Vísbending - 18.07.1984, Side 6

Vísbending - 18.07.1984, Side 6
VÍSBENDING 6 Vaxtamál_____________________________ Hversu skaðlegir eru háir raunvextir? Vaxtahækkanir síðustu vikna Vart líöur sá dagur að ekki berist fréttir um hækkun vaxta í nálægum eða fjarlægum löndum. Grunnvextir í Bandaríkjunum (Prime Rate) hafa hækkað um hálf prósent mánaðarlega síðan í mars sl. úr 11 % í 13%. Þessir vextir höfðu verið 11 % síðan I ágúst í fyrra og almennt mun enn gert ráð fyrir hækkun vaxta í Bandaríkjunum. Grunnvextir (Base Rate) breskra banka hækkuðu einnig um 3/4% þann 9. þess mánaðar í 10% og aftur í síð- ustu viku í 12%. Aðeins 10 dögum áður höfðu bresk stjórnvöld lýsti því yfir að engin innlend ástæða væri til þess að hækka vexti. Raunar mun hafa komið á daginn að það var einmitt þessi yfirlýsing sem síðar knúði fram vaxtahækkunina. Fjárflótti til Banda- ríkjanna jókst vegna vaxtamunarins er það spurðist að ekki myndu hækkaðir vextir í Bretlandi - og loks varð að koma í veg fyrir frekari lækkun á gengi pundsins með því að hækka vexti. Meðalgengi pundsins hafði lækkað um 5,2% frá áramótum. Verðbólguáhrifin af gengislækkun voru farin að vega þyngra en þær áhyggjur að hærri vextir kynnu að draga úr væntanlegum hag- vexti. Talið er að um 5% gengislækkun í Bretlandi muni hækka verðlag um því sem næst 1% á tólf mánuðum. Þess má að lokum geta að auk vaxta- hækkana í hinum fjarlægustu löndum var jafnvel þýski seðlabankinn knúinn til hækkunar á forvöxtum fyrr í þessum mánuði og var það fyrsta vaxtahækkun hans í fjögur ár. Aö spá fyrir um vaxtahækkanir Mikil eftirspurn eftir lánsfé í Banda- ríkjunum hefur ýtt undir sífelldar spár um hærri vexti þar. Ljóst er að vaxta- hækkanir þyngja til muna greiðslubyrði skuldugra ríkja. En bæði ríkissjóður í Bandaríkjunum, bandarískfyrirtæki og einstaklingar hafa sótt fast inn á lánsfjármarkaðinn og þegar öllu er á botninn hvolft verða innanlands- hagsmunir að ráða þegar vaxtahækk- anir eru annars vegar. Hin hefðbundna aðferð til að spá fyrir um vexti er að reikna saman eftir- spurn og framboð á lánsfjármarkaði. Þessar áætlanir eru oft mjög sundur- liðaðar; framboð og eftirspurn eru metin atvinnugrein fyrir atvinnugrein og opinbera geiranum og einkageir- anum er skipt í marga hluta. Spár af þessu tagi hafa þó ekki gefið góða raun, ekki síst vegna þess að ekki er tekið nægilegt tillit til væntinga um verðbólgu og fleiri hagstærðir. Þá er hér ekki gerður réttur grein- armunur á flæðistærðum og stöðu- stærðum. Útistandandi lán eða inn- eignir í bönkum eru margfalt stærri fjár- hæðir heldur en áætlað streymi eða flæði lánsfjár á einu ári. Þar sem vextir eru frjálsir hefur því lánsfjárstreymi ekki mjög mikil áhrif á vexti. Hins vegar hafa væntingar þeirra sem eru að fjár- festa eða eiga eignír afgerandi áhrif á vexti. Sama gildir raunar einnig þar sem vextir ráðast ekki á frjálsum mark- aði. Ef vextir eru t.d. lægri en vænt- ingar um verðbólgu þá rennur sparifé úr innlánsstofnunum. Séu vextir hærri en sú verðbólga sem búist er við (eins og hér á landi í haust) aukast innlán — eða a.m.k. flytjast þau á milli reiknings- forma. Kostir og gallar hárra raunvaxta Sú skoðun viröist almennt ríkjandi víða um lönd að háir raunvextir séu mikið böl. Hvar sem er í heiminum berj- ast stjórnvöld gegn vaxtahækkunum. Fljótlegt er að draga saman helstu rökin fyrir lágum vöxtum. Lágir vextir hvetja til fjárfestingar vegna þess að fjármagnskostnaður fyrirtækja verður þá lægri en ella og fjárfesting verður arðvænlegri en ella. Mikil fjárfesting stuðlar síðan að auknum hagvexti og hærri þjóðartekjum síðar. Lágir vextir eru einnig félagslegt mál í sumum löndum vegna ungs fólks sem er að koma þaki yfir höfuðið. Þessi rök kunna að vera góð og gild. En hins vegar hljómar ósannfærandi þegar því er borið við að ekki sé unnt að hækka vexti vegna þess að höfuðat- vinnuvegir þjóðarinnar séu að sligast undan vaxtabyrði. Vextir eru meðal þeirra stærða sem hvað mestu ráða um fjárfestingu. En það eru ekki vextirnir í fyrra eða hitteð- fyrra sem hafa áhrif á fjárfestingu nú heldur þeir raunvextir sem menn búast við á næstunni. Það hlýtur því að vera rangt að stjórna vöxtum eftir fjár- festingu á liðnum árum. í þessa fjár- festingu, hvort sem um var að ræða skuttogara, verksmiðjur eða íbúðar- húsnæði, var ráðist í Ijósi þeirra raun- vaxta sem þá giltu. Almennt er nú viðurkennt hér á landi að mikil mistök hafi verið gerð í fjárfestingu á síðasta áratug vegna neikvæðra raunvaxta. Við -15% raunvexti hlýtur nánast hvaða fjárfesting sem er að borga sig. Kostir hárra vaxta eru annars vegar að háir vextir stuðla að auknum sparn- aði þjóðarinnar og draga úr neyslu. Hins vegar stuðla þeir að því að fjár- munir renni í þá fjárfestingu sem mest gefur af sér. í öðrum löndum eru gerðar þær kröfur til nýrrar fjárfestingar að hún skili a.m.k. 15-20% vöxtum umfram verðbólgu. Háar arðsemis- kröfur hvetja síðan til aukinnar fram- leiðni vegna þess að það eru ekki nema bestu fyrirtækin sem geta fjár- fest og borið háan fjármagns- kostnað. Vaxtaákvarðanir Við ákvörðun vaxta hlýtur að þurfa að horfa fram á veginn en ekki aftur. Það er Ijóst að höfuðatvinnuvegirnir bera mjög þunga vaxtabyrði vegna fjárfestingar á þeim árum þegar raun- vextir voru lágir. Vegna þess að stjórn- völd bera fulla ábyrgð á þeim vöxtum er þá giltu hljóta þau einnig að verða að taka tillit til vaxtabyrði þessara fyrir- tækja nú. En það væri misráðið að láta þessa vaxtabyrði stjórna vöxtum áfram og skekkja þar með líka rétt mat á fjár- festingu í framtíðinni. Flest rök hníga að því að íslendingar geri rangt með þvi að halda raunvöxtum sínum lægri en í viðskiptalöndunum.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.