Vísbending


Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING & VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL w 34.2 29. ÁGÚST1984 Spariskírteini ríkissjóðs Verðtryggð og örugg - en með fastri ávöxtun Fastvaxtabréf Vaxtabreytingar á markaðinum hafa jafnan áhrif á gengi verðbréfa með föstum nafnvöxtum að öðru gefnu og fer gengi bréfanna hækkandi með lækkandi vöxtum og öfugt. Þessa áhættu verður að taka þegar fé er ávaxtað í verðbréfum með föstum vöxtum. Á fjármagnsmarkaði úti í heimi hafa ýmsar leiðir verið reyndar annað hvort til þess að sneiða hjá tapi á fastvaxtabréfum vegna vaxtabreyt- inga eða til að tryggja gegn hugsan- legu tapi. Dæmi um hið fyrra eru skuldabréf með breytilegum vöxtum en síðustu misserin hafa slík skuldabréf átt miklum vinsældum að fagna á Euro- markaði (Floating Rate Notes eða FRN’s). Skuldabréf með breytilegum vöxtum eru þó jafnan þyngri í með- förum heldur en fastvaxtabréf. Auk þess er oft erfitt að benda á við hvaða breytilega vexti á að miða. Sem dæmi um vexti sem ráðast alveg á markaðin- um, þ.e. „fljóta", má nefna LIBOR vexti á Euromarkaði og „Federal Funds Rate“ í Bandaríkjunum, en báðir þessir vextir ráðast í viðskiptum á milli banka. Auk þess eru rikisskuldabréf eða ríkisvíxlar boðnir út með einum hætti eða öðrum í allmörgum löndum og á þeim markaöi verða einnig til breytilegir markaösvextir. Dæmi um tryggingu eigenda eða kaupenda fastvaxtabréfa gegn breyt- ingum vaxta eru viðskipti á framtíðar- markaði skuldabréfa („financial futur- es“). Framtíðarmarkaður skuldabréfa tók að þróast á síðasta áratug og hafa viðskipti í „vaxtaframtíðum" aukist mikið síðustu árin. Á þessum markaði eru gerðir samningar um kaup eða sölu á skuldabréfum á tilteknum tíma í framtíðinrti en á vissu, föstu gengi og eru „vaxtaframtiðir" að þessu leyti eins og samningar á framtíðarmarkaði um kaup og sölu á kjöti, hveiti og korni, og öðrum hrávörum. íslensk spariskírteini Ekkert af þessari tækni hefur borist til íslands og tæpast við því að búast i svo litlu landi. (slendingar hafa hins vegar náð nokkurri fullkomnun í verð- bindingu á fjármagnsmarkaði og í „fjármögnun verðbótaþáttar" sem sumir telja að nú geti orðið til að létta vanda skuldugu ríkjanna. i áralangri baráttu við að tryggja fjárhagsleg verð- mæti gegn verðfalli samfara rýrnun krónunnar hefur hættan á tapi vegna breytinga á raunvöxtum orðið léttvæg í augum landsmanna. Þessarar hættu hefur nú orðið vart með hækkandi raunvöxtum í umheiminum og með stöðugra verölagi heima fyrir. Fyrir tveimur vikum var bent á það í Vísbendingu að eigendur spariskír- teina ríkissjóðs hefði hlotið nokkurn skaða af vaxtabreytingunum á þessu ári. Sá sem hefur bundið fé sitt í spari- skírteini ríkissjóðs með 3,53% vöxtum umfram verðbólgu tapar þó ekki fé vegna þess að þetta skírteini taki að skila minni vöxtum en 3,53%, heldur vegna þess að væru fjármunirnir ekki bundnir væri hægt að ávaxta þá mun betur nú. Sem dæmi um betri ávöxtun má nefna nýrri flokka spariskirteina með 4,15% og 5,08% raunvöxtum, sex mánaða reikninga Landsbankans með 6,5% vöxtum umfram verðbólgu, auk óverðtryggðra reikninga sem horfur eru á að muni skila enn betri ávöxtun. Og þá eru ótalin veðskulda- bréf einstaklinga og fyrirtækja sem fram til þessa hafa borið hæstu ávöxt- un á markaðinum. í meðfylgjandi töflu eru sýndir hag- kvæmustu innlausnardagar þeirra flokka ríkisskuldabréfa sem á markaö- inum eru miðað við þrjú dæmi um markaðsvexti eða ávöxtunarkröfu. Sé miðað við hæstu ávöxtunarkröfuna, 8,5% umfram verðbólgu, borgar sig að innleysa alla flokka spariskírteina á fyrsta innlausnardegi. Til að reikna besta innlausnardag verður að taka til- lit til verðbótalausra daga áður en bréfin eru greidd út vegna þess að ekki er miðað við nýja vísitölu á greiðslu- degi. Skerðingin sem verður á þessum dögum (sjó töflu) nægir til að draga ávöxtun bestu flokkanna (1973/1, 1973/2 og 1974/1) niður fyrir 8,5% þótt vextir þessara flokka umfram verð- tryggingu sé yfir 9% á ári þau ár sem eftir eru af lánstíma bréfanna (sjá töflu á bls. 3). Hver er „eölileg" ávöxtun á spariskírteinum? Þegar þetta er skrifað er gengi spari- skirteina hjá Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélags íslands reiknað eftir 6,5% ávöxtun, en gengi spariskírteina hjá verðbréfadeild Kaupþings hf. eftir 7,5% ávöxtunarkröfu. Mismunurinn stafar án efa af því að markaðurinn er ekki kominn í jafnvægi eftir vaxta- hækkanirnar fyrr í þessum mánuði. Ríkisskuldabréf bera þó víðast betri ávöxtun en óbreyttir bankareikningar og því ekki ólíklegt að markaðurinn leiti eitthvaðyfir6,5%. I fljótu bragði erekki hægt að vfsa til „eðlilegrar" ávöxtunar nema þá helst með því að líta til ann- arra landa. í Bretlandi, þar sem grunnvextir (base rate) hafa lækkað úr 12% í Efni: Ríkisskuldabréf 1 Ríkisvíxlar 6 Hrávörumarkaður 6 Gengistryggðu SDR-bréfin 8 Töflur: Innlend efnahagsmái 4-5 Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.