Vísbending


Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 7

Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 7
VÍSBENDING 7 Hrávöruverð ónákvæmur mælikvarði Enn má benda á að ekki fer nema lít- ill hluti af tekjum vestrænna ríkja I kaup á hrávörum. ( Bandaríkjunum hefur vísitala heildsöluverðs hækkað um 2% síðustu 12 mánuðina, en bæði vísitala neysluvöruverðs og verðvísi- tala þjóðarframleiðslu („GNP defla- tor“) hafa hækkað um liðlega 4%. Síð- astnefnda vísitalan er víðtækust. Þannig er ekki óvenjulegt að vísitala hrávöruverðs fari lækkandi um hríð þótt almennt verðlag sé að hækka vegna þess að hrávöruverðsvísitalan sveiflast miklu meira en almennar verðvísitölur. Að lokum má benda á að væri al- menn verðhjöðnun raunverulega í vændum þá hlytu bandarísk ríkis- skuldabréf með 12 til 14% vöxtum að vera afar hagkvæm. Engum vafa er bundið að ávöxtun ríkisskuldabréf- anna lækkaði verulega ef menn tryðu á að verðbólgan væri endanlega úr sögunni. Bandarísk ríkisskuldabréf bestu kaupin „Wall Street Journal" gengst tvisvar á ári fyrir könnun meðal sérfræðinga á hrávörumarkaði á því hvernig best megi hagnast I viðskiptum með hrá- vörur næsta hálfa árið. Að þessu sinni mæltu flestir með því að kaupa banda- rísk ríkisskuldabréf. Töldu sérfræðing- arnir að vextir færu lækkandi í Banda- rlkjunum næsta hálfa árið, en með lækkandi vöxtum hækkar verðið(geng- ið) áskuldabréfum. Næstflestirogjafn- margir mæltu með því að selja gull, selja olíu og að kaupa nautakjöt. Þá mæltu einnig margir með því að kaupa erlendar myntir á framtíðar- markaði (foreign currency futures). ( skoðanakönnunum Wall Street Journ- al af þessu tagi hefur löngum verið vin- sælt að mæla með kaupum á erlend- um gjaldeyri. Hafa menn þá ( huga að með lækkandi vöxtum í Bandaríkj- unum hljóti gengi dollarans að lækka eitthvað - og þá hækka erlendar myntir ( verði. Þarf ekki að fara mörgum orð- um um það að fram til þessa (þ.e. síðan 1980-81) hafa erlendar myntir sífellt veriö að lækka gagnvart dollar- anum. ( síðustu skoðanakönnun fyrir hálfu ári mæltu flestir með því að kaupa erlendar myntir. Tap hefði orðið á öllum slíkum viðskiptum nema með þýska markið sem hækkaði eitthvað í verði á framtíðarmarkaði. önnur heilræði sérfræðinga WSJ reyndust einnig tvíbent, að sögn blaðs- ins sjálfs. Á eftir erlendum gjaldeyri ráðlögðu flestir að kaupa ríkisskulda- bréf (í von um vaxtalækkun) og „stock index futures". Þeir sem farið hefðu að þessum ráðum hefðu tapað fé á því. Einnig var ráðlagt að selja olíu, og kaupa sojabaunir og silfur, og hefði það getað gefið eitthvað af sér, að sögn blaðsins. bólgu 9,6% ( ágústútboði. Meðal- ávöxtun umfram verðbólgu í fyrstu sex útboðunum er um 7,9%. Þótt ávöxtun hafi verið með besta móti í ágústútboði (samkvæmt spánni) var þó nafnvirði seldra víxla með lægsta móti og má telja fullvíst að óvissan í vaxtamálum sem þá ríkti hafi áttsinn þátt í því. Einnig er hugsanlegt að markaðssetn- ingin sé ekki nægilega góð og kynni nánara samstarf við verðbréfafyrir- tækin að bæta út því. Nokkur eftir- vænting hlýtur að ríkja um niðurstöður septemberútboðsins eftir þær vaxta- breytingar sem hafa átt sér stað 1 bankakerfinu síðan ágústvíxlamir voru boðnir út. Til samanburðar við ávöxtun ríkisvíxla á íslandi er sýnd hér á eftir ávöxtun ríkisvíxla (nokkrum viðskipta- landanna. Ávöxtun ríkisvíxla í viðskipta- löndunum Hæsta ávöxtun 90 daga ríkisvíxla í töflunni er á ftalíu en þar jafngilti verð- bólga á þriggja mánaða tímabilinu til maí sl. 11,3% árshraða, ávöxtun umfram verðbólgu um 5%. Árshraði verðbólgu í Bandaríkjunum á þriggja mánaða tímabilinu til júní sl. var 4,5% og ávöxtun ríkisvíxla þar umfram verð- bólgu um 5,4%. Ávöxtun ríkisvíxla umfram verðbólgu virðist vera lægri í öðrum löndum í töflunni. Samkvæmt þessum gögnum er því ávöxtun 90 daga ríkisvíxla umfram verðbólgu með besta móti hér á landi, en meðalávöxt- un í fyrstu sex útboðunum varsem fyrr segirum 7,9%. Ávöxtun 90 daga ríkisvíxla í nokkrum löndum Bandaríkin janúar'84 8,92 júli'84 10,15 Bretland 8,00 11,00 Frakkland 12,25 11,00 Holland 6,19 6,50 Italía 17,94 16,72 Japan 6,28 6,34 Þýskaland 6,13 6,05 Heimild: Financial Times Útboð ríkisvíxla mars-ágúst 1984 Vextir umfram verðbólgu tireytingar Lánskjara- næstu3mán., Nafnávöxtun, Raun- vísitala -áætlun árshradi meðaltal, % ávöxtun, % mars 854 15,3 25,72 9,0 aprfl 865 19,3 25,97 5,6 maf 879 16,4 25,95 8,2 júní 885 15,3 25,72 9,0 júll 903 18,8 25,97 6,0 ágúst 910 14,9 25,95 9,6 september 917 15,3 október 937 15,9 nóvember 948 17,8 desember 956 18,1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.