Vísbending


Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 lán, til að byggja upp innlendan pen- ingamarkað og til að fræða almenning um kosti sparnaðar og uppræta rót- gróinn verðbólguhugsunarhátt. Bandaríkjamenn eru að hefja sókn í sölu spariskírteina sinna um allan heim. Ýmsar nýjungar voru ákveðnar 16. ágúst sl. til að glæða söluna. Ákveðið var þó að leyfa ekki sölu hand- hafabréfa til útlendinga ( bráð, en um það atriði hafði verið mikið deilt síðustu vikurnar. Meðal nýjunganna er svo- kölluð „call option". Settur verður á markaðinn flokkur til 20 ára en ríkis- sjóður áskilur sér rétt til að kaupa þau aftur eftir fimm ár verði vextir þá veru- lega lægri en við útgáfu flokksins. Vaxtagreiðslur til útlendinga eru nú ekki skattlagðar lengur í Bandaríkj- unum eins og áður hefur verið greint frá í Vísbendingu. Hér á landi virðist nauðsynlegt að brydda upp á nýjungum til að örva áhuga landsmanna á spariskírteinum ríkissjóðs. Hugsanlegt er að gefa út flokk óverðtryggðra skuldabréfa með breytilegum vöxtum sem miðuðust við ávöxtun ríkisvíxla. Vextir breyttust þá tvisvar á ári og miðuðust í hvort sinn við meðaltal ríkisvíxlaávöxtunar síð- ustu sex mánuðina. Svipað form var reynt í Bretlandi fyrst í maí 1977 og síðan aftur 1982 og 1983 en hefur ekki vakið eins mikinn áhuga fjárfestara eins og vonast vartil. Auk þess ertæp- lega komin nægileg reynsla á útgáfu r í kisvíxla til að hafa hana til viðmiðunar við ávöxtun spariskírteina. Fram til þessa hafa allir f lokkar spari- skírteina verið með einni greiðslu - vaxta, vaxtavaxta, verðbóta og höfuð- stóls - í lokin. Ekki er ólfklegt að sumum hentaði að vextir (ásamt verð- bótum á vexti ef bréfin eru verðtryggð) væru greiddir út reglulega, t.d. tvisvar á ári. Eldra fólk sem minnka vill við sig húsnæði og skapa sér aukinn lífeyri gæti haft áhuga á slíkum bréfum. Ein milljón með 8,16% vöxtum gæfi af sér 40 þúsund króna greiðslu tvisvar á ári. Þessi bréf gætu verið til langs tíma en innleysanleg á seinni hluta lánstím- ans. Að lokum mætti nefna ýmsa mögu- leika til að vernda bæði ríkissjóð og sparifjáreigandann gegn vaxtabreyt- ingum. Auk bréfa með breytilegum vöxtum sem nefnd voru að ofan mætti nefna bréf þar sem eigandi og skuldari hafa rétt á að breyta vöxtum eftir nákvæmlega settum reglum hafi mark- aðsaðstæður breyst frá útgáfu bréfsins. Bestu innlausnardagar sparisklrteina ríkissjóðs Fyrstiinn- lausnardagur Fjöldi óverð- bættra daga fyrir innlausn Rýrnunm.v. 15% verðbólgu, % Besti innlausnardagur m. v. 6,5%ávöxtun 7,5% ávöxtun 8,5% ávöxtun 1971/1 15.09.76 75 2,95 15.09.84 15.09.84 15.09.84 1972/1 25.01.77 25 0,98 25.01.86 25.01.85 25.01.85 1972/2 15.09.77 75 2,95 15.09.84 15.09.84 15.09.84 1973/1 15.09.78 75 2,95 15.09.87 15.09.87 15.09.87 1973/2 25.01.79 25 0,98 15.09.87 15.09.87 15.09.84 1974/1 15.09.79 75 2,95 15.09.88 15.09.88 15.09.84 1975/1 10.01.80 10 0,39 10.01.85 10.01.85 10.01.85 1975/2 25.01.81 25 0,98 25.01.85 25.01.85 25.01.85 1976/1 10.03.81 70 2,75 10.03.85 10.03.85 10.03.85 1976/2 25.01.82 25 0,98 25.01.85 25.01.85 25.01.85 1977/1 25.03.82 75 2,95 25.03.85 25.03.85 25.03.85 1977/2 10.09.82 70 2,75 10.09.84 10.09.84 10.09.84 1978/1 25.03.83 75 2,95 25.03.85 25.03.85 25.03.85 1978/2 10.09.83 70 2,75 10.09.84 10.09.84 10.09.84 1979/1 25.02.84 55 2,16 25.02.85 25.02.85 25.02.85 1979/2 15.09.84 75 2,95 fyrsti fyrsti fyrsti 1980/1 15.04.85 15 0,58 fyrsti fyrsti fyrsti 1980/2 25.10.85 25 0,98 fyrsti fyrsti fyrsti 1981/1 25.01.86 25 0,98 fyrsti fyrsti fyrsti 1981/2 15.10.86 15 0,58 fyrsti fyrsti fyrsti 1982/1 01.03.85 0 0 fyrsti fyrsti fyrsti 1982/2 01.10.85 0 0 fyrsti fyrsti fyrsti 1983/1 01.03.86 0 0 fyrsti fyrsti fyrsti 1983/2 01.11.86 0 0 fyrsti fyrsti fyrsti 1984/1 01.02.87 0 0 fyrsti fyrsti fyrsti

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.