Vísbending


Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENLDING 2 Útflutningur og innflutningur Bandaríkjamanna Bornar eru saman utanríkisverslunartölur á fimm ársfjórðungum i upphafi hagsveiflna á tímabilinu 1960 til 1984, breytingar í % 1960/iv 1970/iv 1975/i 1982/iv Upphaf til til til til hagsveiflu 1962/i 1972/i 1976/ii 1984/i US innflutningur - verðmæti 13,4 30,8 15,2 34,4 - magn - 21,7 21,5 40,8 US útflutningur - verðmæti 2,9 11,5 6,2 10,8 - magn - 5,7 3,0 6,6 Arstíðaleiðréttar tölur. Heimild: GftTT; Financial Times Iðnaðarframleiðsla í upphafi tveggja hagsveiflna Breytingar í % 1975/i 1982/iv Upphaf til til hagsveiflu 1976/ii 1984/i Bandaríkin 11,3 14,3 Evrópulönd OECD 8,8 A,3 Japan 13,2 9,6 Heimild: GftTT; Financial Times að erlendum gjaldeyrismarkaði þar sem unnt er að tryggja viðskipti með þessum hætti og engin ofantaldra leiða nær til viöskipta í íslenskum krónum. Þar til að úr rætist og höft verða afnumin í innlendri gjaldeyrisverslun er einfaldast fyrir þá sem stunda erlend viðskipti hér á landi að firra sig gengisáhættu með þvl að dreifa viðskiptum sínum á nokkrar mikilvægustu myntirnar. Þannig getur gengishagnaður í einni mynt vegið á móti gengistapi í annarri. Bandaríkjadollari og hagvöxtur', í Evrópu1 Fyrrnefnt erindi dr. Herberts Giersch um hágengi dollarans hefur vakið mikla athygli meðal spámanna á gjaldeyrismarkaði og sýnist sitt hverjum. í erindinu, sem haldið var i Brussel í slðasta mánuði, hélt dr. Giersch því m.a. fram að rauntekjur í Evrópu væru 10-15% of háar og að íhlutun hins opinbera ásamt miklum völdum samtaka launafólks hindraði eðlilega framþróun í viðskiptalífinu.- Jafnframt er það skoöun dr. Giersch að fjármunir haldi áfram að streyma til Bandaríkjanna uns hagnaður fyrirtækja í Evrópu aukist, en meðan það gerist ekki muni hágengi dollarans haldast. í ársskýrslu GATT (General flgreement on Tariffs and Trade, höfuöstöðvar í Genf í Sviss) sem kom út í síðasta mánuði er að nokkru slegið é svipaða strengi. Þar er bent á að framleiðsluaukningin í Bandaríkjunum sem hófst síðast á árinu 1982 hafi engan veginn komiö Evrópulöndum eins til góða og fyrr á tímum. Lítil umsvif í Evrópu hafa svo aftur haft áhrif á afkomu ýmissa ríkja, t.d. Miðjarðarhafslanda og ríkja í Afríku, sem að jafnaöi eiga mikil viðskipti við Vestur-Evrópu. Sé framleiðsluaukningin sem hófst í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi ársins 1982 borin saman við fyrri uppsveiflur kemur í ljós að innflutningur Bandaríkjamanna hefur aukist helmingi meira að magni en í uppsveiflunum á síðasta áratug. Neðri taflan sýnir hins vegar að aukning á iðnaðarframleiðslu í Evrópulöndum OECD er aðeins helmingur af því sem hún var á fimm ársfjórðungum frá 1975/i. Þetta hlýtur að valda Evrópubúum nokkrum vonbrigðum en ekki eru allir á eitt sáttir um skýringarnar. Skýringarnar Keynesistar benda á að í ljósi þess hve treglega gengur að auka hagvöxt í Evrópu beri að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að hægi á framleiðslu í Bandaríkjunum, jafnvel þótt það kosti áframhaldandi halla á fjárlögum þar og hættu á því að vextir fari enn hækkandi. Margir framboðshagfræðingar í Bandaríkjunum eru reyndar sama sinnis þótt þeir komist að sínum niðurstöðum með allt öðrum hætti (sjá "Framboðshagfræðin", bls. 6). Vmsir áhangendir kenninga Keynes hvetja jafnframt til þess að ríkisútgjöld í Evrópuríkjum séu aukin til að örva heildareftirspurn hérna megin hafsins. En skýringin á því að mikil framleiðsluaukning í Bandaríkjunum hefur ekki haft þau áhrif í Evrópu sem oft áður kynni einnig að vera í því fólgin að hagkerfin vestan hafs og austan séu ekki tengd á sama hátt og fyrr. Sum Evrópuríkin hafa beinlínis reynt að rjúfa tengslin á milli þjóðarbúskaparins heima fyrir og efnahagslífs í Bandaríkjunum og mætti í því sambandi nefna tilraunir bresku stjórnarinnar til þess að losa um sambandið á milli vaxta á sterlingspundi og dollaravaxta. Hafi fyrri tengsl rofnað að einhverju leyti gæti hagvöxtur í Evrópulöndum orðið með öðrum hætti en áður. Hagfræðingar GftTT aðhyllast þó þriðju skýringuna. Hún er sú að aukning í utanríkisviðskiptum muni ekki hafa þau örvandi áhrif á efnahagslíf þjóðar sem allir vonast eftir ef hagkerfi er ekki sveigjanlegt og aðlagast ekki hratt nýjum efnahagslegum aðstæðum. Þá verði margfaldaraáhrifin hverfandi og áhrif aukingar framleiðslu á fjárfestingu (hröðunaráhrif,

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.