Vísbending


Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 5

Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 5
VÍSBENDING 5 Erlendar skuldir - forsendur. og niðurstöður í dæmum World Financial Markets $ DM Vog, % 60 5 Vextir + álag 13 7,25 Gengi 1984 1,00 2,90 1985 - 2,74 1986 - 2,60 1987 - 2,46 1988 - 2,32 1989 - 2,20 1990 - 2,08 1991 - 1,97 1992 - 1,86 Sparnaður alls, millj. $ sv.fr. yen pund fr.fr 3 15 10 7 5,75 7,25 12,75 13,50 2,43 244 1,31 8,90 2,26 231 1,31 8,94 2,11 218 1,32 8,99 1,97 207 1,32 9,03 1,83 195 1,32 9,08 1,71 185 1,33 9,13 1,59 175 1,33 9,17 1,48 165 1,34 9,22 1,38 157 1,34 9,26 Hreinn sparnaður vegna dreifingar á myntir, millj. $ D £ M I A B C 1,3 1,3 1,2 1,2 1,3 1,0 1,0 1,3 0,8 -0,2 0,8 -1,3 -0,9 0,3 -2,2 -1,5 -0,1 -3,0 -2,1 -0,5 -3,7 -2,6 -1,0 -4,5 -3,8 3,4 -11,7 0,0 3,2 -4,7 Núvirði sparnaðar (afvaxtað m.v. 1256 vexti) gagnvart þeim myntum sem bera lægsta vextina. í dæmi A er því gengi dollarans orðið lægra gagnvart þýsku marki, svissneskum franka og yeni eftir sex til sjö ár heldur en það hefur verið nokkru sinni. í dæmi B er gengislækkun dollarans 2% minni á ári að meðaltali gagnvart öðrum myntum en I dæmi A og í dæmi C er lækkun dollarans að meðaltali 2% meiri en í dæmi A. Niðurstöðurnar í dæmi A er sparnaður í vaxtagreiðslum á hverju ári vegna þess að lánið er tekið 1 öðrum myntum en dollara. Sparnaðurinn er aðallega vegna þess hluta lánsins sem er í þýskum mörkum, svissneskum frönkum og yenum. Þótt sparnaður sé í vaxtagreiðslum hækka greiðslur vaxta og afborgana samtals frá ári 4 vegna gengisbreytinga. Yfir allan lánstímann eru greiðslur vaxta og afborgana af láninu 3,8 milljónum dollara hærri en ef lánið væri eingöngu tekið í dollurum. Hins vegar er núvirði greiðslanna nákvæmlega það sama og ef lánið væri tekið í dollurum eingöngu. Þetta kemur engan veginn á óvart vegna þess að í dæmi A var gert ráð fyrir vaxtajöfnuði (interest rate parity) en þá vega gengisbreytingar nákvæmlega á móti ríkjandi vaxtamuni á milli mynta. Sé miðað við núvirði skiptir því ekki máli hvort lán er tekið í dollurum eða fleiri myntum. Hins vegar er það greinilega lántakandans að miða við fleiri myntir vegna þess að á fyrstu árunum eru greiðslurnar nokkru lægri en væri lánið eingöngu miðað við dollara. Þessi hagur væri þó enn meiri ef hlutfall lágvaxtamyntanna væri hærra. í dæmi B var eins og fyrr segir gert ráð fyrir 2% hægari lækkun á gengi dollarans á ári gagnvart öðrum myntum en í dæmi A. Gengislækkun I því dæmi vegur því ekki alveg upp á móti vaxtamuninum á milli myntanna og dreifing lánsins á fleiri myntir gefur meira í aðra hönd en í dæmi A. í dæmi B er því greinilegur hagur af því að deila láni á fleiri myntir en dollara, bæði ef, litið er á greiðsluflæðið og ef miðað er við núvirði greiðsluraðanna. Yrði gengisþróun eins og gert er ráð fyrir I dæmi B er því í öllum tilvikum betra að dreifa láni á fleiri myntir en dollara. í dæmi C er hins vegar gert ráð fyrir 2% meiri gengislækkun dollarans á ári að meðaltali en í dæmi A. í þessu tilviki verður sparnaður I vaxtagreiðslum minni en áður og gengistapið meira. Núvirði greiðsluraðarinnar er því hærra en ef miðað er við dollara aðeins. Forsendur um DM/$ gengi í dæmum WFM

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.