Vísbending


Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 4
VÍSBENDING 4 Skipting opinberra erlendra skulda eftir myntum í árslók 1983 Hundraðshluti skulda miðaður við dollara DM yen sv. franka Danmörk 57 16 óþ. 11 Finnland 31 15 20 15 írland 39 35 7 8 Svíþjóð 67 9 5 8 Astralía 26 19 25 20 Indónesía 43 8 21 óþ. Nýja Sjáland 37 12 13 22 Thailand 66 3 26 óþ. ísland (árslok 1983) 57 10 12 6 ísland (árslok 1982) 61 12 7 5 Tölur um Astraliu eru m.v. júní 1983, Indónesíu des. 1982, Nýja Sjáland mars 1983 og Thailand september 1983. íslensku tölurnar eiga við erlendar skuldir alls. Heimild: WFM, Morgan Guaranty Trust. Seðlabanki íslands. i _____ vexti og gengi þeirra gjaldmiðia sem komu við sögu. Taflan sýnir skuldasamsetningu nokkurra ríkja en þessar upplýsingar birtast í ofannefndri grein í World Financial Markets að frátöldum tölunum um íslands. í lok síðasta árs var hlutfall dollaraskulda okkar 57%, það sama og hlutfall dollaralána í opinberum skuldum Dana á þeim tíma. Hlutfall dollaraskulda okkar hefur því lækkað úr 61% í 57% í fyrra. í staðinn hafa skuldir í öðrum myntum hlutfallslega hækkað, einkum skuldir í yenum, svissneskum frönkum og hollenskum flórínum. Enginn vafi er á að hver lántaki og þjóðin öll hefur haft hag af þessum breytingum - að minnsta kosti fram til þessa. Gengisáhættan Þrátt fyrir verulega möguleika á að draga úr vaxtakostnaði hafa hugmyndir um að dreifa skuldum skuldugu ríkjanna á fleiri myntir mætt nokkrum efasemdum. Þessar efasemdir eru vegna gengisáhættunnar . sem tekin er þegar dollaralánum er I breytt í lán í þýskum mörkum, yenum, i svissneskum frönkum eða öðrum traustum gjaldmiðlum, einkum ef. þessi breyting á sér stað er gengi: dollarans er mjög hátt. Einnig er hætta á því að vaxtamunurinn á milli þessara mynta minnki eða jafnvel hverfi og þannig hverfi einnig sparnaðurinn við það að skipta yfir í aðrar myntir úr dollaralánum. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um lán með breytilegum vöxtum. Frá sjónarmiði gjaldeyrisstýringar er einnig á það að líta að löngin hefur verið talið óráðlegt að taka lán 1 öðrum myntum en þeim sem tekjur eða eignir eru í, þannig að þessar eignir eða tekjur myndi að hluta mótvægi á móti skuldunum. En á móti kemur að núverandi vaxtamunur á milli dollara og yens, svissnesks franka og marks er svo mikill að hann dugir til að jafna verulega lækkun á gengi dollarans gagnvart þessum gjaldmiðlum. Jafnvel þótt að til lækkunar á gengi dollarans kæmi þannig að þessi sparnaður hyrfi þegar litið er á allan lánstimann þá verður greiðslustreymi lántakandans engu að síður mun hagstæðara á fyrri hluta lánstimans. Sparnaður I vaxtagreiðslum yrði á fyrri hluta lánstimans en hins vegar aukinn kostnaður vegna gengistaps á siðari hluta lánstímans. Þannig teygist betur úr afborgunum og vaxtagreiðslum lána, ekki síst ef lán eru afborganalaus framan af lánstíma. Dæmi World Financial Markets í greininni i World Financial Markets er tekið dæmi um lán til þess að skýra hvernig lægri vextir sem nást með því að skipta láni á fáeinar myntir geta meira en vegið á móti gengisáhættunni sem af dreifingunni hlýst. Tekið er dæmi um lán sem er að fjárhæð 100 milljónir dollara eða jafngildi þess í öðrum myntum. Lánstíminn er átta ár og gert er ráð fyrir því að fyrstu þrjú árin séu afborganalaus en lániö greiðist með jöfnum árlegum afborgunum á fimm árum eftir það. Vextirnir eru 1% yfir 6 mánaða LIBOR-vöxtum fyrir allar myntir og greiðast í árslok án frekari kostnaðar eða álags. Gert er ráð fyrir því að vextirnir (sjá töflu) séu óbreyttir allan lánstímann. Vextirnir eru nokkurn veginn þeir sömu og gilda á Euromarkaði nú. Hlutfallsleg skipting lánsins eftir myntum I dæmi WFM er eftirfarandi: dollari ......... 60% þýsk mörk ........ 5% sv. frankar........3% yen ............. 15% sterlingspund ... 10% fr. frankar ...... 7% Þessi samsetning eftir myntum er sniðin eftir skuldasamsetningu milli- og langtímaskulda fjögurra skuldugustu ríkjanna í Suður-Ameríku. Sýnd eru þrjú dæmi um áætlaðar breytingar til þess að meta áhrifin af því að dreifa láninu á gjaldmiðla með þessum hætti í stað þess að miða eingöngu við dollara. í dæmi A er miðað við fullkominn vaxtajöfnuð (interest rate parity) samkvæmt þeim vöxtum sem nú ríkja. Með fuilkomnum vaxtajöfnuði er átt vió að gengi gjaldmiöla breytist nákvæmlega til að vega á móti vaxtamismuni á milli mynta. Ríki fullkominn vaxtajöfnuður og engin óvissa er því alveg sama í hvaða gjaldmiöli lán eru tekin; greiðslur vaxta og gengistaps (eða vaxtatekna og gengishagnaðar, sé um fjárfestingu að ræða) eru jafnar í öllum myntum. í þessu dæmi lækkar dollarinn gagnvart hinum myntunum að meðaltali um 3% á ári og um næstum því 6%

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.