Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
40.2 10. OKTÓBER
1984
Gjaldeyrismarkaður
Gengi Bandaríkjadollara og hagvöxtur í Evrópu
Gengi þýska marksins
Nokkrar sveiflur hafa verið á
gengi helstu gjaldmidla síðustu
vikurnar án þess þó að til
umtalsverðrar hækkunar eða lækkunar
hafi komið að meðaltali síðan gengi
dollarans hækkaði verulega í byrjun
septembermánaðar. í bráð virðist
því verö á dollara vera komið yfir 3
þýsk mörk. Þetta kann að virðast
afar hátt verð, einkum ef litið er
til gengis helstu gjaldmiðla á
síðustu árum. Eins og innfellda
myndin neðst á síöunni sýnir þarf þó
ekki að leita mjög langt aftur til
að finna sambærilegar tölur.
Meðalgengi dollarans gagnvart þýsku
marki gæti orðið um DM 2,90 I ár.
Arið 1983 var meðalgengi dollarans
gagnvart marki DM 2,55. Arið 1972
var dollaragengið DM 3,19. flilt frá
árinu 1953 til 1968 lék gengi
dollarans gagnvart marki á bilinu DM
3,99-4,20 enda ríkti á þeim tima
samkomulag það í gjaldeyrismálum sem
kennt hefur verið við Bretton-Woods
og fól í sér fast gengi helstu
mynta. Arið 1969 féll dollarinn í
DM 3,93, og árið 1970 í DM 3,65, en
eftir það var gengisþróun eins og
innfellda myndin sýnir. Fram kom í
erindi dr. Herberts Giersch, sem
sagt var frá í Vísbendingu 26.
september sl., að miðað við það
gengi dollarans sem nú rikir, DM
3,00 og yfir, er raungengi dollarans
svipað gagnvart marki og á sjötta
áratugnum. Engum þarf þvi að bregða
þótt gengi dollarans haldi áfram að
hækka.
Trygging
í gjaldeyrisviðskiptum
Sá lærdómur sem draga má af
reynslunni á gjaldeyrismarkaði
síðustu misserin er einkum sá að
nauðsynlegt er að vera undir allt
búinn í gjaldeyrismálum. Æskilegt
væri að völ væri á fleiri leiðum til
að tryggja erlend viðskipti hér á
landi fyrir óvæntum og
ófyrirsjáanlegum gengisbreytingum.
Hér er átt við tryggingu í
gengismálum með framvirkum
samningum, með framvirkum kaupum á
gjaldeyri (currency futures) eða með
kaupum á rétti til
gjaldeyrisviðskipta á föstu gengi án
þess að viðkomandi sé skuldbundinn
til viðskiptanna (currency options).
Enn sem komið er hafa Islensk
fyrirtæki aðeins takmarkaðan aðgang
Efni:
Gjaldeyrismarkaður .... . .1
Erlendar lántökur . .3
Lafferkúrfan í Svíþjóð . .6
Töflur:
Eurovextir ...8
Gengi helstu gjaldmiðla .8
Gengi íslensku krónunnar .8
Vegna verkfalls bókagerðar manna
birtist Vísbending nú á breyttu
formi. Eru lesenciur beðnir
velvirðingar vegna óþægindanna.
Gengi dollara gagnvart þýsku marki