Vísbending - 10.09.1984, Blaðsíða 6
visbl-:ni )inc3
6
Ríkisfjármál
Gætu Svíar minnkað fjárlagahallann með því að lækka skatta?
Lafferkúrfan og framboðshagfræöin
Lafferkúrfan lýsir sambandinu á milli
skatthlutfalla og heildarskatttekna ríkisins.
Lafferkúrfan er nefnd eftir Arthur Laffer sem
öðlaðist skjóta frægð á síðasta áratug er
hann setti fram kenningu sína um álagningu
skatta og skatttekjur án þess að styðja hana
nokkrum empirískum rannsóknum. Sagan segir
að Laffer hafi fyrst dregið kúrfu sína á
servéttu á vínbar nokkrum í Washington í
nóvember 197A. Lafferkúrfan hefur síðan
verið dregin aftur og aftur á ýmsu formi víða
um lönd.
Skatttekjur,
hlutfall af VÞF Lafferkúrfan
Lafferkúrfunni til að sýna fram á að margar
ríkisstjórnir gætu aukið skatttekjur sínar
með því að lækka skatthlutföll. Þeir sem
andsnúnir eru þessum kenningum og vilja auka
umsvif hins opinbera hafa beitt
Lafferkúrfunni til að sýna fram á að aukning
skatta muni verða til þess að auka tekjur.
Eins og fram kemur á myndinni felst svarið
við því hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér í
því hvoruni megin toppsins á kúrfunni hvert
samfélag er. Víðs vegar um lönd hafa menn
reynt að meta stuðla Lafferkúrfunnar eftir
raunverulegum gögnum. Þær rannsóknir hafa
einnig tengst rannsóknum sem stundaðar eru
víða um lönd um umfang
neðanjarðarhagkerfisins sem svo er nefnt.
Þar er átt við framleiðslu- eða
þjónustustarfsemi sem ekki er skráð hjá hinu
opinbera og sleppur þar með undan
skattlagningu. Þessi starfsemi er því heldur
ekki talin með í reikningi þjóðarframleiðslu
í hverju landi.
F ramboðshag fræðin
í framboðshagfræði er lögð áhersla á að
nýta sem best framleiðsluþættina í
efnahagslífinu, þ.e.a.s. vinnuafl og
fjármagn. Meöan kenningar Keynes lávarðar
voru í hávegum hafðar víða urr. lönd var hins
vegar lögð áhersla á að stjórna
heildareftirspurn. A áttunda áratugnum, er
verðbólga og atvirmuleysi urðu aivarlegustu
meinin í þjóðarbúskap margra landa tóku ýmsir
að efast um réttmæti
eftirspurnarstjórnarinnar. Viðbrögðin voru
að hluta að vaxandi áhersla var lögð á
nýtingu framboðsþátta. Skattalækkanir geta
orðið til þess að auka framleiðslu, samkvæmt
kenningum framboðshagfræðinnar, vegna þess að
minni skattlagning atvinnutekna eykur áhuga
fólks á vinnu; minna verður um að fólk dragi
úr vinnuframlagi sínu vegna þess að
viðbótartekjur fara allar í skatta. A sama
hátt verður minni skattlagning hagnaöar eða
eignatekna til þess að fjárfesting í
atvinnulífinu eykst og almenningur sparar
hærra hlutfail af tekjum sínum. Þannig
tengist framboðshliðarhagfræðin
Lafferkúrfunni, en samkvæmt henni gætu í
sumum tilfellum skatttekjur hækkað ef
skatthlutföll eru lækkuð.
Lafferkúrfan
Framboðshagfræðin, Lafferkúrfan
og óskráð atvinnustarfsemi eða
svokallað neðanjarðarhagkerfi hafa á
síðustu árum orðið til þess að beina
athygli manna að ýmsum þáttum í
efnahagslífinu sem úrlausna
þarfnast. Verðbólga, síaukið
atvinnuleysi, minni hagvöxtur en
áður og þrálátur fjárlagahalli víða
um lönd hafa orðið til þess að vekja
upp spurningar um það hvort fyrri
kenningar um ríkisfjármál standist
enn og hvort ekki þurfi að fara
nýjar leiöir er stefnan í fjármálum
ríkisins er mörkuð. Hvert er
sambandið á milli skattlagningar og
framleiðslugetu þjóðarbúsins og
hvernig er hægt að viðhalda
opinberri bjónustu í sama mæli og
upp var tekið á síðasta áratug - sé
það á annað borð vilji þegnanna?
Edgar L. Feige og Robert T.
Mcgee. hafa nýlega ritað grein í
Scandinavian Journal of Economics
þar sem þeir fjalla um Lafferkúrfuna
og óskráða atvinnustarfsemi. Auk
þess freista þeir þess að meta
stuðla sænsku Lafferkúrfunnar, en
með því móti er unnt að svara
spurningunni um hvort Svíar geti í
senn lækkað skatta og aukið tekjur
ríkisins. Hér verður greint frá
helstu niðurstöðum þeirra Feiges og
Mcgees.
Samband skatta og skatttekna
Almennt er nú viðurkennt að
Erlendar lántökur frh.
íslenskir lántakendur
Hvernig horfir dreifing
erlendra skulda við Islenskum
lántakendum og hvernig breytist
vaxtasparnaðurinn sem fram kemur í
dæmum WFM eftir að afborganir og
vextir hafa veriö umreiknuð í
íslenskar krónur?
Tii að svara þessari spurningu
þarf að reikna með tilteknum
þreytingum á gengi íslensku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum. Einfaldasta svarið
fæst því ef gert er ráð fyrir því að
krónan sé bundin gengi
Bandaríkjadollara; þá yrðu allar
niðurstöður eins og skráð er í
töflunni. Þessi forsenda er hins
vegar ekki raunhæf eins og sakir
standa.
Meðalgengi íslensku krónunnar
breytist gagnvart erlendum
gjaldmiðlum I samræmi við íslensku
gengisvogina en vægi dollarans í
henni er um 30%. Ef gengi
Bandaríkjadoliara tekur að faJ.la
gagnvart öðrum gjaldmiðlum fellur
væntanlega gengi krónunnar einnig
nokkuð, en minna gagnvart öðrum
gjaldmiölum en dollarinn vegna þess
að vægi hans er minna en einn í
íslensku voginni. Aðrir gjaldmiðlar
en dollari hækka því hlutfallslega
minna í verði hér á landi en væri
krónan tengd gengi dollarans. Af
þessu má draga þá ályktun að
skerðing vaxtasparnaðarins af
dreifingu lána á margar myntir verði
minni hér á landi en þar sem
eingöngu ei miðað við dollara; ef
gengi erlendra gjaldmiöla breyttist
í samræmi við forsendur í dæmi A
gæti útkoman hér á landi orðið
eitthvaö í líkingu við
niðurstöðurnar í dæmi B.
Breyting meðalgengis og
raunvextir á erlendum lánum
Vara verður þó við þeim
skilningi að erlend lán séu ódýr.
Dreifing skulda á margar myntir
lágmarkar gengisáhættu og gefur
lægri vexti en ríkjandi vexti á
þeirri mynt sem hæsta vexti ber, en
hærri vexti en ríkjandi vexti á
þeirri mynt sem lægsta vexti ber.
Raunvextir í helstu viðskiptaiöndum
íslendinga eru afar háir um þessar
mundir, liklega 5-10% eftir því
hvert leitað er. Sé verðbólga í
viðskiptalöndunum að meðaltali um 5%
og nafnvextir því 10-15%, en hækkun
lánskjaravísitölunnar til dæmis 20%,
verður hækkun á verði erlends
gjaldeyris hér á landi að vera innan
við 10 til 15% á ári til að
raunvextir á erlendum lánum
landsmanna verði lægri en raunvextir
í þeim löndum sem lánin eru tekin í.
Það er hugsanlegt I skamman tíma,
einkum ef ytri skilyrði í
þjóðarbúskapnum eru hliðholl, en
tæplega til lengdar. Um þessar
mundir virðast raunvextir á erlendum
lánum hér á landi vera svipaðir og
raunvextir á nýjum lánum í innlendum
bönkum; áhætta vegna vaxta- og
gengisbreytinga virðist þó snöggtum
meiri.