Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 5
Eftir Ólaf Hannibalsson
Olíukaup íslendinga urðu grundvöllur traustra
jafnkeypisviðskipta um áratugaskeið með
freðfisk og saltsíld. Á tíma „Viðreisnar" lögðu
Sovétmenn til að viðskiptin yrðu framvegis á
grundvelli frjáls gjaldeyris - en íslendingar
voru Hjótir að neita.
Nýr áfangi í viðskiptum Islands og Sovét-
ríkjanna hófst ekki fyrr en eftir dauða Stalíns í
byrjun mars 1953. Um mitt ár 1952 var sett
löndunarbann á íslenskan fisk í breskum höfn-
um. Um fjórðungur botnfiskafla landsmanna
hafði farið til Bretlands. Við missi þess mark-
aðar jókst framleiðsla á saltfiski, skreið og
frystum fiski, en jafnframt jukust erfiðleikar á
sölu þeirra afurða. Hingað til hafði framleiðsla
frystihúsanna svo til eingöngu verið unnin úr
bátafiski af dagróðrabátum. Nú bættist togara-
fiskurinn við. Framleiðsla á frystum fiski árið
1952 hafði verið meiri en nokkru sinni fyrr
eða nálega 35 þúsund tonn og um þriðjungur
þess magns átti ekki að afskipast fyrr en á
fyrri hluta árs 1953, en þetta torveldaði mjög
sölu á framleiðslu ársins 1953. Birgðir í árslok
1952 voru 12.160 tonn. Um þessar mundir
hófu togararnir einnig karfaveiðar í stórum
stíl. Erfitt reyndist hins vegar að finna markað
fyrir karfann.
Á árinu 1952 hófu íslendingar að senda
fulllrúa á árlegan fund viðskiplanefndar Efna-
hagsnefndar Evrópu (ECE) í Genf (Kristján
Albertsson). ECE er ein af undirnefndum
Fjárhags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóð-
anna, sett á stofn 1947. Undir forystu fram-
kvæmdastjórans, sænska hagfræðingsins
Gunnars Myrdals, var reynt að gera nefndina
að vettvangi samskipta Vestur- og Austur-
Evrópuríkja, einkum á sviði viðskipta.
íslendingar bregðast skjótt við
Við andlát Stalíns 4. mars 1953 voru ýmis
teikn á lofti um að Sovétmenn hefðu nú
aukinn áhuga á viðskiptum við Vesturlönd og
brást Myrdal skjótt við og boðaði til sérstaks
fundar í nefndinni um viðskipti þessara ríkja
13.-25. apríl. Var Þórhallur Ásgeirsson fulltrúi
á þessum fundi fyrir Islands hönd. Þórhallur
fór vel undirbúinn á fundinn. Ríkisstjórn
Sleingríms Steinþórssonar var mjög áfram um
að hann kannaði endurupptöku viðskipta við
Sovétríkin, ekki síst ráðherrar Sjálfstæðis-
l'lokksins, Bjami Benediktsson, sem fór með
utanríkismál og Ólafur Thors, sem var at-
vinnuráðherra. Sovéski sendifulltrúinn í
Reykjavfk var beðinn að konia því á framfæri
við stjórn sína að óskað væri eftir sérstökum
viðræðum við fulltrúa Sovétríkjanna á fundin-
um um þessi mál. Lagði Þórhallur strax í upp-
hafi fram lista yfir þær vörur, sem Islendingar
óskuðu eftir að selja Sovétmönnum, og einnig
yfir þær vörur, sem til greina kæmi að kaupa
þaðan. Sovésku fulltrúarnir lofuðu að senda
svör til Reykjavíkur.
Þrem vikum síðar, hinn 14. maí, flutti
sovéski sendiherrann Þórhalli Ásgeirssyni þau
skilaboð að áhugi væri á kaupum á þvf magni
af frystum þorskllökum og saltsíld, sem hann
hefði nefnt í Genf og var íslenskri sendinelnd
boðið til Moskvu til viðræðna. Var nú skipuð
samninganefnd undir formennsku Péturs
Thorsteinssonar sendiherra. Aðrir nefndar-
menn voru Ólafur Jónsson frá Sandgerði, full-
trúi S.H., Helgi Pétursson hjá SIS og Bergur
G. Gíslason stórkaupmaður, fyrir hönd inn-
flytjenda. Komu nefndarmenn til Moskvu 2.
júní og dvöldu þar í tvo mánuði.
Sovétmenn tregðast við
Formaður sovésku sendinefndarinnar og aðrir
nefndarmenn komu frá einkasölunni Prodin-
torg, sem annaðist út- og innflutning á mat-
vælum. Enginn þeirra talaði erlend tungumál,
en túlkur þeirra talaði sæmilega ensku. Kom
sér nú vel að Pétur Thorsteinsson var ágætur
rússneskumaður.
íslenska nefndin lagði megináherslu á sölu
frystra fískflaka, en Sovétmenn kváðust ekki
geta keypt frystan fisk. Kom fram að þeir voru
alls ekki sammála Islendingunum um hvað
hefði gerst þangað til, bæði í viðræðunum við
Þórhall í Genf og viðræðum Þórhalls og Pét-
urs Thorsteinssonar við sendifulltrúa sovét-
stjórnarinnar í Reykjavík sem og í skeyta-
skiptum Prodintorgs og Síldarútvegsnefndar.
Sovétmennirnir héldu því fram að þeir hefðu
einungis fallist á að ræða kaup á saltsíld í
vöruskiptum fyrir kornvöru og sement. Þeim
var bent á að Prodintorg hefði í símskeyti til
Síldarútvegsnefndar samþykkt að greiða 50
þúsund tunnur af Norðurlandssíld í frjálsum
sterlingspundum, þeim var fengin í hendur
ensk þýðing á skýrslu Þórhalls Ásgeirssonar
og Pétur Thorsteinsson rakti fyrir þeim um-
mæli sovéska sendiherrans í Reykjavík.
VÍSBENDING
5