Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Síða 6

Vísbending - 19.12.1995, Síða 6
Þegar Sovétmennirnir svo sannfærðust um, að Islendingum var alvara að kaupa ýmsar vörur af þeim fóru þeir að linast hvað varðaði aukin flakakaup og meira af sfld. Vandinn var bara sá að ákveða hvað skyldi kaupa af Sovétmönnum í staðinn. Af sovétvörum höfðu íslendingar mestan áhuga á kornvöru. Þá var verð á landbúnaðarvörum á Vesturlöndum hins vegar óvenju lágt og hríðfallandi. Voru verðtilboð Rússa fremur óhagstæð, en þó samdist um mikil kaup. Dugði það þó skammt til að vega upp á móti fiskkaupum Sovét- manna. Timbur, sem á árunum eftir stríðið hafði verið aðalinnflutningsvaran, gátu Islend- ingar ekki keypt, þar eð þeir voru bundnir af langtíma viðskiptasamningi við Finna um timburkaup þaðan í skiptum fyrir saltsíld. Sementsverksmiðjan var þá ekki tekin til starfa og gátu Sovétmenn boðið fram mikið af sementi frá Austur-Þýskalandi. Olíur og bensín En allt hrökk þetta fremur skammt þar til Sovétmenn gerðu tillögu um olíur og bensín. Kom þetta íslensku sendinefndinni á óvart þar sem Sovétmenn höfðu jafnan verið ófúsir til að láta þær vörur af hendi, enda „harðar“ vörur, sem fá mátti fyrir dýrmætan og eftir- sóttan, vestrænan gjaldeyri. Að athuguðu máli, og þrátt fyrir andstöðu íslensku olíufé- laganna, var samið um kaup á ársbirgðum af olíum og bensíni. Aðeins flugvélabensín var undanskilið, þar eð Sovétmenn kváðust ekki geta afgreitt það. Urðu olíuvörur aðaluppi- staða innflulningsins, u.þ.b. 80% af heildar- verðmæti hans, og hélst sú hundraðstala lítt breytt allan tíma sovétviðskiptanna. Þessi kaup ollu nokkrum blaðaskrifum í Vestur- Evrópu og þóttu Islendingar djarfir að rjúfa þannig tengsl við bresk og bandarísk olíu- félög. Strax 1954 urðu Sovétríkin næst stærsta viðskiptalandið og 1958 varð það langstærst með 20% heildarviðskiptanna. Á þessurn vinstristjórnarárum komust viðskiptin við vöruskiptalöndin upp í 40% af heildarutanrfk- isviðskiptum þjóðarinnar. Annar hornsteinn utanríkisstefnunnar Samningar voru undirritaðir 1. ágúst 1953. Gerð þeirra þótti merk tíðindi á íslandi. í útvarpsávarpi í tilefni af samningunum sagði Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkis- ráðherra: „Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanríkisverslun um afkomu sína og við íslendingar. Með samningum þeim, sem nú hafa náðst, hefur verið seldur 1/3 freðfiskframleiðslu landsins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta ár. Einnig hefur selst 1/3 hluti af áætluðu saltsíldarmagni Norður- og Austurlands í sumar, og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu saltsíldarmagni Suðvesturlands í sumar og haust og verulegt magn af freðsíld þaðan. I staðinn fyrir þessar afurðir fáum við nauðsynjavörur, svo sem brennsluolíur, bensín, kornvörur, sement og járnvörur. Mega þetta teljast hagstæð skipti“. Bjarni Benediktsson í lok 6. áratugar. Pétur Thorsteinsson bendir á kringum- stæður samninganna. Þegar viðræðurnar í Moskvu hófust hafði löndunarbannið í Bret- landi staðið í um það bil ár. Að öllu jöfnu var samningagerð við Sovétmenn þunglamaleg og þung í vöfum. I þessurn samningum skapaðist fljótlega létt og skemmtilegt andrúmsloft og Sovétmenn sýndu mikla lipurð. Má telja víst að sovéskir stjórnmálamenn hafi talið að fisklöndunarbannið gæti mögulega gefið þeim tækifæri til að tefla Islendingum gegn banda- mönnum sínum í NATO, ef þeir sjálfir héldu skynsamlega á málum. Örugg, hagstæð og stöðug viðskipti með freðfisk austur á bóginn gætu orðið til að stappa í Islendinga stálinu og skapa Sovétmönnum möguleika á að reka fleyg í varnarsamstarfið á Norður-Atlantshafi. Auk þess sköpuðu þau möguleika á ýmsum samstarfstilraunum á öðrum sviðum, sem síð- ar mátli heimfæra til annarra Norðurlanda eða Vestur-Evrópulanda. Loks gáfu þau Sovét- mönnum tækifæri til að vera hér á landi með miklu fjölmennara starfslið, en svaraði til stærðar og mikilvægis þjóðarinnar. Engum manni gat verið þetta betur ljóst en Bjarna Benediktssyni. Samt beitti hann sér fyrir því að koma þessum viðskiptum á og viðhalda þeim allt frá fyrstu dögum sínum í sæti utanríkisráðherra á árinu 1947. Má örugglega telja þetta annan meginþáttinn í utanríkisstefnu hans, jafnframt því sem hann lagði áherslu á að tengjast nágrannalöndunum sem traustustum böndum á sviði varnarmála, menningar og viðskipta. Sem dæmi um for- dómaleysi hans í þessum el'num má nefna að eftir að viðreisnarstjórnin hóf víðtækar ráð- stafanir til þess að efla frelsi í viðskiptum, gætti hann þess jafnan að sú stefna hefði ekki neikvæð áhrif á viðskiptin við Sovétríkin. Gekk þetta svo langt, að þegar Sovétmenn lögðu til að viðskipti landanna yrðu framvegis í frjálsum gjaldeyri, höfnuðu íslendingar því snarlega, enda óttuðust þeir að við það myndu viðskiptin leggjast af. Mun líka nánast óhætt að fullyrða að þessi viðskipti gáfu okkur aukið svigrúm í utan- ríkisstefnu okkar, sérstaklega hvað varðar útfærslu fiskveiðilögsögunnar, sem var eitl megininntak hennar næsta aldarfjórðunginn. Pólitísk markmið Sovétmanna Alla vega verður að hafa í huga að í augum Sovétmanna voru viðskipti aldrei eingöngu viðskipti, heldur snerust öðrum þræði um stjórnmálalegan ávinning og áhrif. Hvort Sovétmönnum virtist ávinningur þessara við- skipta svara kostnaði þegar upp var staðið 35 árum síðar, skal ósagt látið. Á hinu leikur varla nokkur vafi að Islendingar spiluðu kæn- lega á þá áráttu Sovétmanna að láta viðskipti snúast um eitthvað annað og meira en við- skipti - og geta með nokkru stolti litið yfir farinn veg í viðskiplum landanna. Þýðing sovétmarkaðar fyrir fiskvinnsluna I fyrsta Iagi léttu sovétviðskiptin mjög á mörkuðunum á Vesturlöndum. Amerfkuvið- skiptin höfðu tekið mjög vel við sér eftir gengisfellinguna miklu 1950, en verulegur skriður fór ekki að koma á þau fyrr en einmitt á þessum árum þegar Islendingar voru í farar- broddi þeirra sem framleiddu blokkir, sem voru að slá í gegn sem undirstaða verksmiðju- framleiddra, tilbúinna fiskrétta í Bandaríkjunum. Enn var frystikeðjan mjög vanburða í Evrópu, nema helst í Bretlandi, sem hafði frá fyrstu byrjun hraðfrystiiðnaðarins verið aðal- markaðsland okkar og - á stríðsárunum - eina viðskiptalandið. Með löndunarbanninu í kjöl- far landhelgisdeilunnar lokaðist markaðurinn ekki aðeins fyrir fryst flök. Enn meira máli skipti að þá lokaðist fyrir siglingar togaranna með ísfisk. Þessi fiskur varð nú að fara í salt - þar voru markaðirnir þröngir líka - eða til frystingar. Hefði sovétmarkaðurinn ekki opn- ast er hætt við að markaðirnir hefðu yfirfyllst og verðið fallið. Vaxtarbroddur útgerðar Eitt úrræði togaranna var að fara á karfa- veiðar. Gallinn var sá að markaðirnir í hefð- bundnum viðskiptalöndum okkar voru ekki tilbúnir til að taka við karfanum, allra síst í miklu magni. Strax 1954 kom hins vegar í ljós að Sovétmenn tóku karfann frarn yfir þorsk- inn. Á þeim grundvelli var hægt að auka sókn- ina í karfann og fór veiðin vaxandi. Eftir að karfamiðin frægu fundust við Nýfundnaland 1958 komst ársaflinn í 100 þúsund tonn. Hefði ekki sovéski markaðurinn verið tilbúinn til að taka við langmestu af því magni, rná ganga að því sem vísu, að verðið hefði kolfallið og ef til vill ekki borgað sig að stunda þennan veiði- skap. Þær karfaveiðar sem hafnar höfðu verið fyrir heimsstyrjöldina fyrir atbeina Fiskimála- nefndar höfðu byggst á því að bræða hann í lýsi og mjöl. Engar stórveiðar var lengur hægt að byggja á þeim grundvelli. 6 VISBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.