Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 3
12.TBL. 2. ÁRG. 19 4 0 VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAViKUR VERZLUN M I EÐ þessu heíii endar annar árgangurinn af »Frjáls verzlun«. Það mun vera sjaldgæft að nýtt rit hafi fengið svo fljótlega góðar undirtektir og útbreiðslu sem »Frjáls verzlun« fékk. Eins og sjá má af þeim tveim árgöngum, sem komið hafa út hefir ritið ekki átt að vera þurt fróðleiksrit um verzlun og fjárhagsmál. I ritinu hafa að vísu birst margar og ýtarlegar greinar um verzlunarmál og peningamál en þess utan hefir rifið tekið tíl meðferðar ýms atriði úr verzlunarsögu og verzl- unartækni auk greina um almenn efni er þó flest á einhvern hátt snerta verzlunarmenn. Um leið og »Frjáls verzlun« sendir öllum stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir sínda velvild á liðnu ári. Víll ritið beina einni áskorun til verzlun- armanna sérstaklega: Sendið rifinu greinar um áhugamál yðar eða fróðleik, um menn og málefni sem íslenzka verzlun varðar. »Frjáls verzlun<( vill standa í sem nánu^tu sambandi við lesendur sína og ritið stendur þeim opið. Pað er þeirra vettvangur. Næsti árgangur hefst neð háfiðablaði í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í janúar n. k. Á þeim merkilegu tímamótum er rétt að lita yiir farinn veg og at- huga »hvað er orðið um allt okkar starf«. »Frjáls verzlun« óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og nýjárs.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.