Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 11
sem tryggja og eru þeir nefndir „underwriters" eða undirskrifendur. Eru það 200 menn, sem hafa rétt til að vera „underwriters" hjá Lloyd og má segja, að það sé auðveldara fyrir úlf- alda að komast í gegnum nálarauga en að kom- ast í þá tign að verða „underwriter" hjá Hoyd. í húsi Lloyds starfa auk tryggjendanna 5000 manns. Nú er Lloyd flutt í kjallara hallar sinnar, því vegna loftárásanna þykir ekki annarstaðar ör- uggt, en kjallarinn er rúmgóður og kemst allt vel fyrir. Kostaði kjallaraútbúnaður þessi 50 þús. sterlingspund og er allur úr stáli og harð- steypu. „Allt er hægt að tryggja hjá Lloyds“ er orðið einskonar orðtæki. Enda mun það rétt vera, að flest fæst þar tryggt, sem mönnum dettur í hug að tryggja'. Lloyds hefir auga á hverjum fingri. Um allar jarðir eru umboðsmenn þess og þeir gæta hags- muna þessarar voldugu stofnunar. Lloyds gefur út nákvæma s'krá yfir öll kaupskip, sem á höf- unum sigla. Bak við Lloyds stendur hið mikla auðmagn Breta. Lloyds er einn þátturinn í sjóveldi Breta og hann ekki.sá ómerkasti. Yfir þessari stofnun hvílir blær gamallar sögu og menningar. Ef til vill er tízkan þar ekki svo mjög í heiðri höfð, en það er byggt á grundvelli gamalla erfða- venja og gamallar frægðar. Lloyds-menn fá sér liressingu í loftvarnabyrginu. Á venjulegum tímum er aðalsalur Lloyds troðfull- ur af starfandi fólki. par er ys og þys, hróp og köll. Allt ber nokkurn kauphallarsvip, því Lloyds er frem- ur vátryggingar-„börs“ en tryggingarfélag í þeim skilningi, sem slíkt er þekkt hér. þegar loftvarnasírenurnar hljóma, tæmist hinn stóri salur Lloyds. Skjöl hverfa af borðum og bekkj- um og allt er í þögn. það er ekki svo sjaldgæft nú, að Lloyds-menn hverfi niður í kjallarann. í loftvarnabyrgi Lloyds liefir verið komið upp skrifstofum og þar djúpt neðanjarðar er nú starfað. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.