Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 5
ar ekkert um þá upphæð, sem þar er um að
ræða.
*
Á slíkum tímum sem þessum er ekki um neitt
öryggi að ræða. Gott má teljast, ef séð er að
ekki sé ástæða til að óttast afkomuna, a. m. k.
skammt fram í tímann. En allt getur breytzt
í skyndi. Tundurduflalagnir Breta við ísland
geta t.d. haft mjög óheillavænlegar afleiðingar
fyrir fiskveiðar okkar, en hvernig það verður
leiðir framtíðin í ljós. Líklegt má telja, að nokk-
uð dragi úr veiðum. Þannig geta óvæntir at-
burðir gerbreytt öllu útliti á skömmum tíma.
Hámarksverð á útflutningsafurðir getur orðið
sett á o. s. frv. En um það geta menn víst verið
sammála, að ekki sé ástæða fyrir okkur að
kvarta yfir hinni efnalegu afkomu, eins og
sakir standa, og er það meira en margar þjóðir
geta nú sagt. Svo virðist sem við þurfum ekki
að óttast hungur og ekki er heldur útlit fyrir
að framleiðslan stöðvist, en hitt er allt annað
mál, hvert gagn verður að öðru leyti að „gróð-
anum“. Þær vörur, sem við fáum nú keyptar,
eru nær eingöngu eyðsluvörur. Við getum ekk-
ert keypt af vörum, sem hægt er að skapa úr
verðmæti. Skipastólinn er ekki hægt að endur-
nýja. Eftir að allar lausaskuldir, sem hægt er að
komast að til að greiða eru greiddar, standa
samningsbundnu skuldirnar eftir. Af lánum
okkar í Englandi er aðeins eitt uppsegjanlegt.
Það er lánið frá 1930 og eru eftirstöðvar þess nú
ca. 13 milj. kr. Lánið er uppsegjanlegt pr. 1. nóv
og 1. maí ár hvert, en ekki hefir því enn verið
sagt upp. Ríkisstjórnin hefir leitað álits Lands-
banka Islands um hvort segja bæri láni þessu
upp og taka þá innlent lán til greiðslunnar, en
allt er óráðið um það. Skuldabréfin fengust
ekki keypt, en þau munu nú standa í 76.
Ef framleiðsla okkar stöðvast ekki og verð-
lag helst hagstætt, er ekki annað að sjá en að
inneignir safnist fyrir í brezkum bönkum en að
ekki verði flutt inn nema nauðsynjar, sem brýn-
ar mega teljast. Það sem flutt verður inn fram
yfir hið nauðsynlega, verður tæplega mikið.
Framtíðin verður svo að skera úr því, hvers
virði hinair erlendu inneignir okkar verða.
*
I innanlandsmálunum blasir ekkert við nema
tíðindaleysið. Skattamálin liggja nú fyrir til
úrlausnar, og er þess að vænta að nýrri skipan
verði komið á þau, sem viðunanleg verði. Fram-
sóknarmenn búa sig undir kosningar og varpa
yfir andstæðingana í blöðum sínum þessum
vanalegu „tíma“-sprengjum, sem flestar gera
lítinn usla. Kommúnistar safna áskrifendum að
Þjóðviljanum. Alþýðuflokkurinn lifir enn.
FRJÁLS VERZLUN
Bændaflokkurinn heyrist ekki nefndur. Á hin-
um pólitíska leikvelli virðist ekki í bráð hægt
að vænta neinna tíðinda.
En kosningar nálgast og þá má búast við
skarpari deilum, þó ástæða sé til að búast við
að kosningabaráttan verði nú með nokkuð öðru
sniði en verið hefir.
Að vísu munu Framsóknarmenn búa sig und-
ir samskonar baráttu og verið hefir. „Tvíbýlið"
er þeim enginn fjötur um fót í því efni. Eftir
blaðaskrifunum að dæma er andinn, aðferðin
og tilgangurinn sá sami. Þar hefir ekkert lærst
og ekkert gleymst.
Sjálfstæðismenn hafa á undanförnum miss-
erum einbeitt kröftum sínum við að leysa þau
margháttuðu viðfangsefni, sem fyrir hafa legið
til úrlausnar. Þeir hafa aftur ekki sint póli-
tískum undirróðri. Hjá andstæðingunum hefir
aftur ekkert hlé orðið á áróðrinum.
En það er líka mála sannast, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir minni þörf fyrir slíka starf-
semi en andstæðingarnir. Svo mikið er eftir af
. íhygli og hugsun hjá Islendingum, að þeir láta
ekki unnvörpum hvern pólitískan uppboðshald-
ara slá sér umsvifalaust það skran sem í boði
er.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur þeirra, sem
taka athafnir fram yfir orð og staðreyndir
fram yfir stóryrði.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur heilbrigðrar
skynsemi með landsmönnum.
CASSON:
Frelsi er fyrsta skilyrðið
það hefir verið sannað, að þegar frelsinu er farg-
að, hverfur líka dugnaður og forsjá með þjóð-
unum. Moskva-menn gerðu ákveðnar tilraunir til
þess að endurreisa framtakssemi manna eftir að
frelsið hafði verið lagt í bönd, en það tókst'ekki.
í mörg áf' störfuðu í Rússlandi um 300 amerískir
verkfræðingar, allt duglegir menn, og áttu þeir að
kynna nýjar iðnaðaraðferðir.
þessir sérfræðingar gerðu livað þeir gátu, en allt
kom fyrir ekki.
Sú staðreynd stendur föst, að án frelsis þrífst eng-
inn dugur. Vitsmunir og þekking verða að hafa
nægilegt olnbogarúm, þvingun og valdboð eru verstu
fjendur þeirra.
þegar farið er með menn eins og þeir væri skepn-
ur, þá verður framkoma þeirra í samræmi við það.
þeir hætta að hugsa og það dregur úr þeim dug til
nytsamra starfa.
það er hægt að slá þeirri reglu fastri að dugnaður
gctur aðeins þrifist þar sem frelsi og einstaklings-
framtak fær að njóta sín.
3