Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 31
SkipasmíSastöð
Reykjavíkur 25 ára.
Skipasmíðastöð Reykjavíkur átti íyrir nokkru 25
ára starfsafmæli.
Skipasmíðastöðin er nú alþekkt fýrirtæki, enda
hefir þar verið margt liandtakið unnið í þessi '25
ár.
Magnús Guðmundsson stofnaði skipasmíðastöðina
26. júní 1915. Voru þeir Haraldur Gunnlaugsson, Hans
Petersen kaupm. og skipasmiðirnir Eyjólfur Gísla-
son og Guðni Helgason meðstofnendur, en eftir fyrsta
árið gengu þeir allir út úr fyrirtækinu, og hefir
Magnús síðan rekið það einn.
Á árunum 1910—12 vann Magnús að hyggingu báta
fyrir Ellingsen, en 1912—15 smíðaði Magnús marga
báta fyrir eigin reikning. Fór smíðin fram á Völund-
areigninni. Magnús var um tíma erlendis að læra
skipasmíði og ennfremur liafði hann verið um tíma
í Slippnum, áður en hann hóf að byggja skip sjálf-
ur.
Skipasmíðastöðin hefir smíðað milli 30 og 40 vél-
báta frá 12—36 smál. að stærð og gert við mesta
fjölda skipa.
Um skeið tók Magnús marga fiskibáta á land í
Hafnarfirði til viðgerðar og voru það mikil þægindi
fyrir Suðurnesjamenn, meðan ckki voru til dráttar-
FRJÁLS VERZLUN
brautir í Keflavík og Njarðvílcum, en bátar þurftu
oft að bíða lengi viðgerðar í Reykjavík vegna pláss-
leysis.
Enn er ótalinn sá þáttur í starfsemi Skipasmíða-
stöðvarinnar, sem ekki er ómerkastur, og það er
björgun strandaðra og sokkinna skipa. Magnús hef-
ir náð upp af hafsbotni og úr strandi 32 skipum, og
var það stærsta 270 smálestir. Hefir það aðeins kom-
ið sjaldan fyrir, að Magnúsi hefir mistekist við að
koma skipum á flot, sem hann var farinn að gera
tilráunir við. Allt er þetta björgunarstarf hið erfið-
asta en Magnús hcfir gengið að því með þeim dugn-
aði og hagsýni, sem að liði kom. Aldrei hefir orðið
slys á mönnum við slík verk lijá Magnúsi og sýnir
það eitt með öðru, að vel er stjórnað. Skipasmíða-
stöðin hefir líka tekið að sér flutning húsa og lyft
húsum og flutt þyngstu járnskápa milli húsa og
hæða.
Magnús Guömundsson er einn af brautryðjendun-
um á því tímabili, þegar íslendingar tóku að hjálpa
sér sjálfir og læra þau verk, sem fáir kunnu en nauð-
synlcgt er að hægt sé að vinna í landinu. Dugnaði
og verkhyggni Magnúsar er viðbrugðið enda er liann
ósérhlífinn maður með afbrigðum.
Skipasmíðastöðin er nú fyrir löngu komin yfir
byrjunarstigið og óskar „Frjáls verzlun" þess, að
hún blómgist vel á ókomnum árum.
Styrklar- eg sjúkrasjóður
verzlunarmanna.
Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna i
Reykjavík, er stofnaður 24. nóvember 1867 og var
því 73 ára í síðastl. mánuði.
18 kaupmenn, verzlunarstjórar og verzlunannenn
í Reykjavík og Hafnarfirði voru stofnendur hans.
Enda þótt félagar sjóðsins væru fáir fyrstu árin
og tillög lág, var eign hans þó — þegar hann var
orðinn 10 ára — um 10 þúsund krónur og má segja
að vel hafi verði á haldið og áhugi mikiH hjá braut-
ryðjendum, fyrir því að efla hann og styrkja, sem
var ötullega gjört, ýmist með gjöfum, hlutaveltum
eða á annan hátt.
Hlutverk sjóðsins felst í nafni lians og megnið af
veittum styrk hefir gengið lil ekkna eða barna sjóðs-
félaga. Fyrsti styrkurinn var veittur þegar sjóðurinn
var 3ja ára, að vísu lítill og öll árin síðan 1870 — að
undanskildum — hefir sjóðurinn veitt fleiri eða
færri styrki árlega, frá 1 og allt upp í 26 styrkbeið-
endum. Samtals nemur veittur styrkur frá byrjun
130 þúsund krónum.
Enda þótt hér sé ekki um að ræða neinn virkilcgan
lífeyri eða eftirlaun, er vitanlegt að upphæð sú, sem
samkvæmt lögum sjóðsins má verja í styrk og út-
hlutað er áriega, kemur og hefir komið margri efna-
lítilli ekkju mjög vel, sem örðugt hefir átt uppdrátt-
ar, máske með fleiri eða færri börn á framfæri.
29