Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 6
Dr. Jón Helgason:
Reykjavíkurkaupmenn
a
æskuárum mínum
(Kafli úr útvarpserindi).
Fram undir miðja næstliðna öld má segja, að
kaupmannastéttin hafi að mestu leyti ráðið lög-
* um og lofum hér í höfuðstað landsins. Og þeir
kaupmenn, sem mest áttu undir sér, voru allir
af erlendu bergi brotnir. Þeir mynduðu, ef svo
mætti segja, fyrirmannalið (aristokrati) höf-
uðstaðarins og voru um leið — í augum almenn-
ings — „auðvaldið“ í bænum. Kaupmenn þeirra
tíma gátu því fremur haft sig í frammi og látið
málefni bæjarins til sín taka sem margir hinna
hérlendu íbúa áttu allt sitt undir náð kaup-
manna. En eftir 1850 tekur þetta mjög að breyt-
ast við það, að hérlendum embættismönnum og
menntamönnum fjölgar í bænum, en að sama
skapi dregur úr áhrifavaldi kaupmannastéttar-
innar.
Á því tímabili, sem hér ræðir um, tímabilinu
1870—80, gætir þessa áhrifavalds lítið sem
ekkert. Nýir straumar hafa með nýjum tímum
borizt inn hingað. Höfuðstaðurinn er orðinn
margfalt þjóðlegri en áður var — fyllilega ís-
lenzkur bær.
Þó eru allir helztu kaupmennirnir í bænum
enn þá menn af útlendu bergi brotnir. Af 13
verzlunum bæjarins eru 7 í eigu útlendinga,
sem oftast sýndu sig hér aðeins um hásumarið,
en voru annars búsettir ytra. En þeir, sem verzl-
ununum stýrðu, voru aftur flestir eða oftast
alíslenzkir menn, bæði að fæðingu og í hugsun
og hjarta.
Ég vil fyrst víkja stuttlega að þessum verzl-
unum erlendra manna, er hér voru reknar á
þessu tímabili. Elzt þeirra allra var verzlun P.
C. Knudtzons, sem að réttu lagi byrjaði hér
1792, og nefndist framan af Norðborgarverzl-
un; en frá 1815 er hún alltaf kennd við Knudt-
zon eða „grossérann" eins og það var kallað.
Hann hafði löngum þótt harðjaxl í viðskiptum
sínum við landsmenn og manna ráðríkastur.
Þetta breyttist allmikið eftir að verzlunin
komst í hendur sona hans, einkum hins há-
4
menntaða S. Chr. Knudtzons (hann var bæði
kandidat í lögum og hagfræði) og forstaðan
hér í bæ lenti hjá íslenzkum mönnum. Fyrir
þeirri verzlun stóð fyrst, er ég man eftir henni,
Hans Anton Sivertsen, sonarsonur þess góð-
kunna Bjarna riddara, og því alíslenzkur mað-
ur. Hann hafði m. a. í mörg ár átt sæti í bæjar-
stjórn og verið oddviti hennar. Eftir lát hans
(1872) tók við forstöðunni Nilljohnius Zimsen,
að vísu af dönsku bergi brotinn að mestu, en
uppalinn hér í bæ. Báðir þessir verzlunarstjór-
ar höfðu á sér almenningsorð sem gæðamenn
og nutu fyllsta trausts almennings, enda stóð
verzlunin með blóma undir stjórn þeirra. Við
þá verzlun fengu margir ungir menn haldgóða
verzlunar-menntun. Meðal annarra starfs-
manna þar á uppvaxtarárum mínum eru mér
minnisstæðastir þeir Jón Straumfjörð, sem
loks varð prestur austur í Meðallandi (þótt
aldrei hefði tekið stúdentspróf, en með kgl.
leyfi gengið á prestaskólann) og Jónas Hall,
sem enn er á lífi hér í bæ, háaldraður. Verzlun
þessi hætti um 1896, er eigandinn gjörðist for-
stjóri danska þjóðbankans, og var þar síðan
rekin Edinborgar-verzlunin, sem nú er einnig
hætt.
Þá var Thomsens-verzlun önnur stórverzlun
bæjarins. Eigandi hennar var Ágúst Thomsen,
fæddur og uppalinn hér á landi, en síðan um
1872 búsettur í Khöfn. Verzlunina hafði stofn-
að Ditlev Thomsen faðir hans, er drukknaði af
póstskipinu undir Svörtuloftum 1857. Hér var
mikil verzlun rekin og veitti henni forstöðu í
fjarveru eigandans Einar Jafetsson (frændi
Jóns Sigurðssonar og bróðursonur konu hans),
dugnaðarmaður mikill (f 1879 aðeins 42 ára).
Tók þá við verzluninni danskur maður, Lauritz
Larsen að nafni (er hafði áður verið á Eyrar-
bakka), en hann drukknaði hér í höfninni
ásamt Sig. Sigurðssyni adjunkt sumarið 1884.
— Ágúst Thomsen var kaupmaður fram í fing-
FRJÁLS VERZLUN