Frjáls verslun - 01.12.1940, Blaðsíða 7
urgóma og prýðilega gáfaður. Hann kom á
sinni tíð talsvert við sögu hér, í sambandi við
hin svonefndu Elliðaármál, út af veiðiréttinum
í ánum, sem ýmsir vildu vefengja, og heimild
hans til að þvergirða árnar. En þótt þau mál
að lokum gengju honum á móti, var hann til
æfiloka svo íslenzkur í hug og hjarta, að hann
gat ekki til þess hugsað að hvíla látinn annars
staðar en í íslenzkri mold og því var lík hans
flutt hingað til jarðsetningar (1899).
Þá var Siemsen verzlunin lítið eitt yngri,
upphaflega sett á stofn af Þjóðverjanum Carl
Fr. Siemsen árið 1840. En forstöðuna hafði á
hendi bróðir hans, Edúfird Siemsen, er upphaf-
lega hafði komið hingað sem stýrimaður á skipi
bróður síns, en sezt hér að og kvænzt íslenzkri
konu, Sigríði Þorsteinsdóttur frá Brunnhúsum.
C. F. Siemsen var maður vellátinn, átti jafnvel
sæti í bæjarstjórn (1850—54). Bróðirinn Ed-
vard Siemsen mun hafa verið orðinn meðeig-
andi að verzluninni síðustu árin, sem hún var
rekin. Stóð verzlunin lengi með allmiklum
blóma og var þar, að mig minnir, rekin aðal-
kolaverzlunin hér í bæ árum saman. En 1878
tók annar Þjóðverji, G. E. Unbehlfigen, við þess-
ari verzlun og rak hana nokkur ár en seldi síðan
Niiljohniusi Ziemsen verzlunarstjóra. Edward
Siemsen andaðist hér í bæ 1881, 66 ára gamall.
í þjónustu þeirrar verzlunar var um fjölda ára
ljúfmennið Lúövílc A. Knúdsen, sem mörgum
hinna eldri Reykvíkinga er enn í minni (f
1896).
Fjórðu aðalverzlun bæjarins á þessu tímabili
rak Martin Smith, danskur maður, en kvæntur
íslenzkri konu. Hann hafði byrjað hér verzlun
um 1850 í gl. Jakobæusarhúsunum í Hafnar-
stræti og rak hana þar síðan með miklum dugn-
aði til dauðadags. Hann átti sæti í bæjarstjórn
(1861—65) og var velmetinn af öllum. Af því
að hann var sjálfur erlendis á vetrum hafði
hann verzlunarstjóra, í mörg ár Þorvald Step-
hensen (bróður séra Stefáns á Mosfelli) er síð-
ar, um 1873, fluttist til Vesturheims, en eftir
hann Jón Otta Vigfús Jónsson, er var hálfgild-
ings uppalningur Smiths og eignaðist verzlun-
ina, er Smith andaðist (1885). Verzlun þessi
var ein af finustu verzlunum í bænum, með sér-
stakri „dömubúð“, sem svo var kallað, innar
af aðalbúðinni, þar sem ekki var selt annað en
það, sem laut að kvenlegum hannyrðum. Þótti
löngum gott að verzla í Smithsbúð, enda var
þar einatt mikil verzlun. Margir Seltirningar
seldu þar mestallan fisk sinn, og þar var aðal
kolasalan hér í bæ eftir að fór að dragast sam-
an verzlun „Siemsens austur frá“. Hjá Smith
var í fjölda ára bókhaldari Eggert M. Waage
PRJÁLS VERZLUN
stúdent (fyrrum kaupmaður), og við þá verzlun
fékk sonur hans, Sigurður Waage, verzlunar-
menntun sína. En í pakkhúsunum var Þorsteinn
Guömundsson (seinna yfirfiskimatsmaður)
lengi vel aðalmaðurinn og (eftir að Thomsen
hafði náð í Þorstein) Guömundur Sigurösson
frá Ofanleiti í Þingholtunum, frændi hans, —
einhverjir hinir húsbóndahollustu menn, sem
ég hefi kynnzt.
Þá var Havsteens-verzlunin önnur „fínasta"
verzlun bæjarins í þá daga. Stóð hún þar sem
„Fálkahúsið“ stóð til forna og Petræus hafði
rekið verzlun sína í byrjun aldarinnar síðustu.
Eigandinn, sem nú var orðinn, N. Chr. Hav-
steen (sonur Dúa Havsteens á Hofsós) sást hér
sjaldan, en mágur hans, Chr. Zimsen, veitti
verzluninni forstöðu og var verzlunin því ein-
att kennd við hann og kölluð „Zimsens verzlun
vestur frá“ — því mönnum hætti mjög til að
rugla saman hljómlíku nöfnunum Zimsen og
Siemsen. En „Zimsen vestur frá“ var að allra
dómi mesta valmenni og var því einatt nefndur
„betri Zimsen“. Búðina, sem verzlað var í,
hafði Havsteen látið reisa 1868 og þótti hún í
ungdæmi mínu prýðlegust allra verzlunarbúða
bæjarins. í Havsteensbúð fengu margir ungir
menn verzlunar-menntun sína. Meðal þeirra
voru þeir Ólafur Ámundason er síðar stýrði
verzluninni í fjölda ára og Th. Thorsteinsson.
En þá mun verzlunin hafa verið orðin eign I.
P. T. Bryde.
Fyrir vesturenda Hafnarstrætis var sétta
erl. verzlunin Fischersverzlun, þar sem forðum
verzlaði Chr. Sunchenberg, fyrsti kaupmaður
Reykjavíkur. Húsin voru að vísu ekki hin sömu,
því Robert Tærgesen kaupmaður hafði 1855
látið rífa gl. húsin og reisa húsið sem enn stend-
ur þar (en nú er orðið að lyfjabúð). —
Eigandi verzlunarinnar var nú Waldimar
Fischer (upphaflega faktor hjá Knúdtzon,
og tengdasonur Teits Finnbogasonar), valin-
kunnur maður og prúðmenni. En verzluninni
stýrði, fyrst er ég man eftir: Jón Steffensen,
vestfirzkur að ætt, mikill dugnaðar- og for-
standsmaður. Eftir hann tók við forstöðunni
Guöbrandur Finnbogason (áður verzlunarstjóri
í Keflavík) sem mun hafa fengið þar alla sína
verzlunarmenntun. Hjá Fischer starfaði frá
æsku Guðmundur Ólsen, orðlagður söngmaður
og hugljúfi hvers manns, er síðar varð forstjóri
verzlunarinnar og enn síðar sjálfstæður kaup-
maður hér í bæ. Verzlun Fischers stóð lengst
af með miklum blóma og „Fischersjóðurinn“
minnir fram á þennan dag á göfuglyndi stofn-
andans.
Loks var sjöunda íslenzka verzlunin rekin i
5