Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Side 21

Frjáls verslun - 01.12.1940, Side 21
»Yíirfroðslur« samvirmunnar I síðasta hefti af heimilsblaði Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis er grein eftir Jónas Þorbergsson fyrv. ritstj. Tímans og er hún skrifuð í líkum anda og þær samvinnulofgerðar- rollur, sem það blað flytur tíðast. Greinarhöf. telur að í samvinnustefnunni fel- ist læknisdómur fyrir allt heimsins böl. Hann segir, að samvinnumenn hafi komið. auga á kjarna hinnar „stórfeldu meinsemdar mann- kynsins og hafizt handa um hin réttu skipu- lagsúrræði“. Þessi stefna er skv. hans áliti „gædd kjarna fyllstu úrlausnarráða á ágrein- ingi þjóða á milli og sérhverjum skipulags- vanda“. Þetta tyrfna fimbulfamb er svo sem eins og formáli fyrir öðru efni blaðsins, en það er kökuuppskriftir, kvikmyndafréttir og myndir af húsgögnum og er allt það efni ólíkt merkilegra en formálinn. Þessi stefna, sem greinarhöf. lýsir hefir lengi undanfarið ráðið mestu um íslenzka verzl- un. Hlutverki hennar er þannig lýst, að hún vilji ekki „yfirtroðslur samkeppninnar, heldur sannvirði og réttlát viðskipti". Eins og kunnugt er, voru kaupfélögin herfi- lega stödd fjárhagslega áður en innflutnings- höftin voru sett og setning þeirra var einmitt fyrst og fremst bjargráðaatriði fyrir kaiupfé- lögin. í framkvæmdinni varð það svo, að verzl- uninni varð sem mest beint til kaupfélaganna. Þau voru raunar ekki við því búin að taka alla verzlun landsmanna að sér og þess vegna var ekki unnt að ganga alveg fram hjá hinni frjálsu verzlunarstétt. Ýmsar greinar þeirrar verzlun- ar, sem kaupfélögin áttu óhægast með að nota sér, voru gerðar að ríkiseinokunum. Þannig var samvinna milli ríkis og kaupfélaga um að eyðileggja hina ungu verzlunarstétt landsins. FRJÁLS VERZLUN Þessar ,,yfirtroðslur“ eru eitt ófarsælasta tákn tímanna í þjóðlífi landsins. 1 Reykjavík hafði aldrei þrifist kaupfélag en eftir að hin breytta aðstaða komst á í gjaldeyrismálunum, þá óx brátt og dafnaði kaupfélag það, sem nú viðr- ar enn á ný samvinnumærð hins fyrverandi Tímaritstjóra. Ekki hafa þessar yfirti’oðslur samvinnunnar tryggt sannvirði og réttlát viðskipti fram yfir það sem áður var. En með góðri auglýsinga- starfsemi er hægt að komast langt og mörgum hefir verið talin trú um að hin og þessi kaup- félög hafi ,haldið vöruverðinu niðri' eða „hindr • að okur kaupmannanna". Ef til vill hafa þess- ar stofnanir fengið tækifæri til þess vegna hinnar sérstöku gjaldeyris- og innflutningsað- stöðu sinnar á liðnum árum, að flytja til lands- ins vöru, sem var hægt að selja ódýrt og þá var auðvitað hentugt fyrir pólitíska skrumara að nota slíka heppni í auglýsingaskyni með- fram. En hinu er algerlega neitað, að kaup- félögin hafi unnið nokkuð það í íslenzkri verzlu- un, sem hin frjálsa verzlunarstétt gat ekki gert á betri og þjóðnýtari hátt. Jónas Þorbergsson tallar um, að það muni síðar „bjarma af dögun samvinnuríkisins á jörðunni". Þetta litli samvinnuríki, sem óx upp í íslenzkri verzlun spáir engu góðu. Það, sem fæst með ,,yfirtroðslum“, getur al- drei orðið til að skapa „sannvirði og réttlæti". Stefna hinnar frjálsu verzlunarstéttar er að sporna við yfirtroðslum kaupfélaga og ríkis- einokana. Þegar verzlunin er frjáls, vegnar neytendunum bezt. Einokanir eða samtök önn- ur, sem sækjast eftir sérréttindaaðstöðu, eru ætíð í andstöðu við hagsmuni neytendanna. xx. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.