Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 23
PORTÚGAL Portúgal er nú raunar eina hlutlausa landið í Vestur-Evrópu. Spánn telur sig ekki í stríði, en þar með er ekki sagt að fylgt sé ströngu hlutleysi, og er það svipað ástand og var í Ítalíu, áður en hún lagði út í sitt stríðsævin- týri. Eins og kunnugt er, á Portúgal sér langa sögu og merkilega. Það leiddi af legu landsins, að Portúgalar gerðust sjófarendur og námu ný lönd í suðri og vestri. En þó reyndist svo, að þeir réðu ekki við þá stóru bita, sem þeir ætl- uðu að gleypa. Þjóðin var of smá, til að geta viðhaldið slíku nýlenduríki og menningarstig landsmanna var misjafnt, þar sem sumir voru vel menntir en aðrir allsendis vankunnandi og voru þeir miklu fleiri. Kaþólska kirkjan og liöfðingjavaldið kúgaði landslýðinn og afleið- ingin varð andleg og efnaleg fátækt mikils meiri hluta þjóðarinnar. Þjóðfélag, sem þannig er byggt upp, er ekki til þess fallið, að stjórna stórum nýlendum, byggja þær og rækta. En á tímabili var Portúgal auðugt land. — Lissabon var þá ein hin auðugasta og fegursta borg í heimi. Verzlun var þar mikil og má segja, að Lissabon væri London þess tíma. En blómatímabilið var skammvinnt. Sterk- ari þjóðir, svo sem Bretar og Frakkar, risu upp og ruddu Portúgölum frá hinum miklu kjötkötlum í Ameríku og Afríku. Lissabon varð fátæk og skipum Portúgala fækkaði á höfunum. Róstusamt varð í landinu og pólitísk morð al- tíð. Síðan konungdæmi var lagt niður árið 1910, hafa orðið 24 stærri eða minni byltingar í land- inu. Margra alda kúgun gerði það að verkum, að Portúgalsmönnum veittist ekki létt að semja sig að lýðræðislegum siðum í stjórnarfari sínu. Seinustu leifar þingræðisins hurfu árið 1926, er hópur háttsettra herforingja brautzt til valda og afnam það lýðræði, sem fyrir var. Carmona hefir síðan verið forseti, og var það í upphafi ætlan hans að gerast einvaldur um öll mál. En hann sá fljótlega, að til þess var hann enginn dr. Salazar. maður og tók hann að leita fyrir sér um góða ráðgjafa. Leitaði hann til háskólakennara eins, Oliveira Salazar, sem er hagfræðingur. Salazar lét tilleiðast að taka við fjármálastjórninni, en hann hafði þá undanfarið ritað mikið opinber- lega um fjármál landsins. Salazar var við völd í viku, en tók þá hatt sinn og kvaðst ekki sjá sér fært að halda lengur áfram starfi, sem hann sæi að margir aðrir þættust hafa jafn gott vit á og vildu því ráða líka. Tilefni til brottfarar dr. Salazar var, að hann taldi sig ekki hafa nægi- lega óbundnar hendur um þær ráðstafanir, sem gera þurfti. Eftir nokkurt þref tókst þó að fá Salazar til að takai aftur við stöðunni, en nú setti hann ströng skilyrði. Hann réð einn öllum útgjöldum ríkisins og ekkert mátti gera, er hefði bein á- hrif á fjárhag þess opinbera, nema hann væri spurður að. Salazar tók fram, að hér væri um neyðarráðstöfun að ræða, og keppa bæri að því að koma fjárhag þess opinbera án tafar á rétt- an kjöl. Skuldir ríkisins væru um 400 krónur á hvert mannsbarn í landinu, og svo var óreið- an megn, að sum árin höfðu engin fjárlög ver- ið samin. Leitað hafði verið á náðir Þjóða- bandalagsins um ráð og lán — og fékkst hvor- ugt með öðru móti en því, að Þjóðabandalagið fengi beina íhlutun um stjórnarmálefni, en að því vildi stjórnin í Portúgal ekki ganga. Fyrsta verk dr. Salazar var að semja ný fjár- lög. Alls námu lausaskuldir ríkisins 2046 millj. escuda, en escuda jafngildir 20 aurum. Voru þessar skuldir að verulegu leyti á ríkisvixlum, sem féllu með stuttum fyrirvara og vextir voru háir. Salazar samdi fjárlög sín og reyndist það PRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.