Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 1
 Tk Ifl I /hverzlunarmannafélag FRJALS “ 1 . TBL. 7. ÁRG. 19 4 5 VERZLUN \ Því miður var ekki hœgt að birta nema lítinn útdrótt úr hinu fróðlega og skemtilega erindi Magnúsar Kjarans um Alþjóðaróð- stefnu Kaupsýslumanna, er haldin var í Rye í New Ýork-fylki dagana 10.—18. nóv. síðastl. En í nœstu blöðum mun verða nánar sagt frá þessari gagnmerku samkomu og ályktunum þeim, serri þar voru gerðar. Ekki er því að neita, að til eru þeir, sem telja sig geta greint, að nokkuð hafi dregið úr magni þess hins bjarta frelsisljóss, sem þeir brugðu upp Churchill og Roosevelt, þá er þeir gerðu Atlantshafs-sátt- málann í ágústmánuði 1941. Eigi getum vér um þetta borið. En sé eitthvað hœft í því, er vonandi um það eitt að rœða, að „krapi hafi hlaupið í stíflurnar11, svo sem hendanlegt er, án þess varanleg for- myrkvan hljótist af. Enda vceri þá eigi vel, ef hugsjónir tœkju mjög að daprast, meðan fyrir þeim er barizt með blóði, svita og tárum. Þeim, sem uggvcenlega þykir horfa um framtíðarfrelsi manna og þjóða, mcetti vera það huggunarefni, hver andi ríkti á ráðs'tefn- unni í Rye. Þar var frelsi og mannréttindi efst á baugi, segir Magnús Kjaran. Þangað sóttu fulltrúar 52 þjóða; allir áhrifa- menn heima fyrir, allir ásáttir um að friði og farsœld verði bezt borgið með því að leysa viðjar, efla samúð, ryðja hleypidómum; énginn öðrum meiri, enginn stóri bróðir, enginn fátœki frœndi — allir jafnir. íslendingar „smœstir af öllum þeim smáu“ áttu fulltrúa í hverri einustu nefnd ráðstefnunnar, alveg eins og tugmilljóna og hundruðmilljóna þjóðirnar. Andinn frá Rye táknar vorblœ og leysing. Það er engin hœtta á „krapa í stíflunum", þar sem slíkur andi ríkir.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.