Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 17
Starfsemi V. R. árið 1944. Skýrsla fráfarandi formanns. Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 30. nóv. síðasta ár, og þar til nú, hafa verið haldnir 4 félagsfundir og 28 stjórnarfundir. Mun ég hér á eftir, í þessari skýrslu minni, gefa stutt yfirlit yfir það helzta, sem gerzt hefur á þessu síðasta starfs- tímabili félagsins, enda þótt nokkurs af því hafi verið getið í blaði þess. Á síðasta aðalfundi nam tala virkra félaga 1128 Nýir félagar ...........*.................. 60 Flutt af aukaskrá ............................ 1 Samtals 1189 -h Nú settir á aukaskrá ..................... 13 1176 h- Útstrikanir vegna úrsagna og skulda .... 52 1124 h- Dánir ................................... 5 Virkir félagar nú .................'....... 1119 Heiðursfélagar ............................... 9 Settir á aukaskrá fyrr og nú .............. 54 Nú samtals 1182 Hefur hinna mætu félaga, er látizt hafa á starfs- tímabilinu, verið getið á undanförnum fundum fé- lagsins og minnzt að öðru leyti á viðeigandi hátt. •— Þann 3. des. síðasta ár átti Thor Jensen kaupm. 80 ára afmæli. Fóru form. og tveir aðrir félagar, þeir: Stefán G. Björnsson og Egill Guttormsson, í heimsókn til afmælisbarnsins á þessum merkisdegi, í umboði félagsins. Flutti form. honum stutt ávarp og afhenti honum, að gjöf frá félaginu, silfurbikar með áletruðu nafni viðtakanda, árnaðaróskum og þakkarorðum, honum til handa, fyrir höfðinglega rausn og velvild í garð félagsins. Þakkaði hinn FRJÁLS VERZLUN aldurhnigni, en þó síungi heiðursfélagi, gjöfina og árnaðaróskirnar með hlýjum velvildarorðum í garð félagsins, um leið og hann óskaði því gæfu og gengis um ókomna framtíð. Hefur þessa atburðar verið getið nánar í blaði félagsins „Frjáls verzlun“. Hinn 29. des. síðastl. ár efndi félagið til jóla- kvöldvöku að félagsheimilinu. Séra Friðrik Hall- grímsson dómprófastur flutti þar jólahugleiðingar, jóla- og nýárssálmar voru sungnir, Árni Jónsson frá Múla söng einsöng, Fritz Weisschappel spilaði nokkur lög á píanó og annaðist að öðru leyti undir- leik undir einsöngnum og sálmasöngnum. Voru salarkynni félagsheimilisins færð í skrautlegan há- tíðabúning. — Fór kvöldvaka þessi í alla staði vel fram og þótti hin bezta. Jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna voru haldnar þann 6. og 7. janúar, að þessu sinni í Lista- mannaskálanum. Sóttu þær um 650 börn, auk full- orðinna, sem voru í fylgd með þeim, og er þetta sá mesti f jöldi, sem verið hefur á jólatrésskemmtunum félagsmanna. Þótt skemmtanir þessar færu fram með mikilli prýði og allt gjört fyrir börnin, þeim til gleði og ánægju, virtist samt sem þær hefðu ekki eins heillandi áhrif á börnin bg árin fyrir, er slíkar skemmtanir voru haldnar að félagsheimilinu. 53. afmæli félagsins var haldið hátíðlegt með samsæti og dansi að Hótel Borg þann 29. janúar. Formaður setti hófið og stjórnaði því. Ræður fluttu þeir Magnús Jónsson prófessor, Ludvig Hjálm- týsson, Konráð Gíslason og Egill Guttormsson. Sungnir voru undir borðum ýmsir söngvar, en þá er staðið var upp frá borðum, byrjaði dansinn, er stóð til kl. 3 um nóttina. Þátttakendur voru á 4. hundrað. Fór hóf þetta að öllu leyti vel fram og var félaginu til sóma. Daginn fyrir 17. júní var framkvæmd skreyting á framhlið húseignar félagsins, Vonarstræti 4, með ísl. fánum, fánalengjum, blómum og blómsveigum og mynd af Jóni forseta Sigurðssyni, í tilefgni af í hönd farandi hátíðahöldum á stofndegi hins ísl. lýð- 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.