Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 15
löndum. Kveðst hann hafa íslenzkað bókina, sem er rituð á lágþýzku, og sé það ósk sín, að félagið gefi hana út, og skuli hagnaður af útgáfu hennar renna í húsbyggingarsjóð V. R. Form. þakkaði Guð- brandi prófessor þessa ágætu gjöf, en hann var gestur félagsins þetta kvöld ásamt konu sinni. Sam- kvæmisgestir tóku undir þakkarorð formanns með því að hylla prófessorinn með ferföldu húrrahrópi. Síðan las varaform. félagsins, Konráð Gíslason, bréf, sem félaginu hafði borizt frá formanni þess, ásamt peningagjöf að upphæð kr. 5000,00. í bréf- inu er það tekið fram, að fé þessu skuli varið til kaupa á listaverkum til prýðis fyrir félagsheimilið. Varaform. færði Oddi Helgasyni þakkir fyrir þessa stórgjöf. Var Oddur að launum hylltur af öllum viðstöddum. Þessu næst kunngjörði íorm., að félagsstjornin hefði ákveðið að heiðra tvo meölimi félagsins með því að kjósa þá til heiðursfélaga, þá Hjört Hans- son stórkaupm. og Egil Guttormsson stórkaupm., fyrrv. formenn félagsins. Lýsti hann starfsferli beggja þessara manna innan V. R. Hjörtur hefur verið félagsmaður um 40 ára skeið, setið samfleytt 25 ár í stjórn eða neíndum félagsins og verið form. þess í 2 ár. Egill hefur vorið félagsmaður í 25 ár, átt sæti í stjórn í 18 ár og verið form. um 7 ára skeið. Form. þakkaði báðum frábæran dugnað og hollustu V. R. til handa og afhenti þeim síðan skrautrituð heiðursskjöl, undirrituð af stjórn fé- lagsins. Að því búnu hylltu veizlugestir hina ný- kjörnu heiðursfélaga. Eftir þetta var einsöngur. Kristján Kristjánsson söng nokkur lög við beztu undirtektir. Páll Kr. Páls- son annaðist undirleik. Þá kvaddi sér hljóðs Guðbrandur Jónsson pró- fessor. Skýrði hann frá uppruna höfuðbókar þeirr- ar, er hann gaf V. R. og talaði jafnframt um sagn- fræðigildi verzlunarbóka. Kom hann víða við í ræðu sinni og beitti, ásamt fróðleiknum, tíðum fyrir sig gamansemi. Síðastir ræðumanna voru hinir nýkjörnu heiðurs- félagar, Hjörtur Hansson og Egill Guttormsson. Minntust þeir kynna sinna við félagið, óskuðu því farsælla komandi tíma og þökkuðu núverandi stjórn þess fyrir heiðursveitinguna. Að svo búnu sleit form. borðhaldinu. Þá var kl. um 11,30. -— Eftir að borð höfðu verið rudd, hófst dans, sem stóð með miklu fjöri til kl. 4 e. miðn. Skemmtunin öll tókst ágæta vel og var í senn veizlufólki til óblandinnar ánægju og félagsstjórn- inni til sóma. Þess má — og enda ber — að geta að form. fé- lagsins veitti í uphafi hófsins öllum borðgestum samkvæmisins, 350 að tölu, dýrindis ,,cocktail“, sem hann kostaði sjálfur. Er slíkt frábær rausn og fátíð. Ráðskonuskipti á félagsheimilinu. Magnea Magnúsdóttir. Um s. 1. áramót urðu ráðskonuskipti á félags- heimili V. R. Þá lét af störfum frk. Sigríður Björnsdóttir, sem verið hafði ráðskona heimilisins um tveggja ára skeið. Frk. Sigríður var félaginu hinn mætasti starfsmaður, stjórnsöm og áhugasöm í starfi sínu. — „Frjáls verzlun" vill, fyrir félagsins hönd, færa henni þakkir fyrir liðinn starfstíma og óska henni velfarnaðar í framtíðinni. Hin nýja ráðskona er frk. Magnea Magnúsdóttir, sem kunn er að vinsældum fyrir ráðskonustörf sín að Laxamýri í Þingeyjarsýslu undanfarin sumur, en þar annaðist hún matreiðslu fyrir laxveiðimenn. Þegar er sýnt, að hún muni leysa störf sín af hendi með miklum ágætum, í hinni nýju stöðu, svo að telja má víst, að hún afli sér eigi síður hróðurs meðal verzlunarmanna en veiðimanna. -— I nafni félagsins býður „Frjáls verzlun" frk. Magneu vel- komna til starfsins og væntir góðs samstarfs við hana og langvarandi. FRJÁLS YERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.