Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 4
manna áhöfn. Ég sit í hægindastól og reyki vindil. Aðbúnaður er svo, að á betra verður ekki kosið. En hvað er þetta, vélin hreyfist ekkert. Höfum við lent aftur? Nei, ekki alveg. Við erum komnir í 6000 feta hæð og svífum áfram í há- loftunum með 200 mílna hraða á klukkustund- Ég hafði búið mig vel, hvað kom sér vel síðar. Til mín kemur maður og spyr mig, hvort mér sé ekki of heitt í öllu þessu. Vilji ég blunda, þá megi halla stólnum aftur, og þá sé hann eins og rúm. Ég geri það; mjög þægilegt. En vellíðan er það þó ekki. Það er einhver ónotatilfinning, sem fer um mig. Hræðsla eða hvað ? Eða er það hraðinn ? Mér flaug í hug saga E. H. Kvaran „Ander- son“, þar sem hann lýsir fyrstu bílferð austur yfir Hellisheiði. „Eg held það hafi verið gamall „Ford“, en hann fór þó hraðar en alþingismenn- irnir liugsuðu,“ segir hann. En nú er það af. Öllu fleygir fram. Nú snýst enginn flugvéla- hreyfill hraðar en stjórnmálamenn geta snúizt. Það er orðið bjart- Útsýni er þó ekki mikið. Grá og þykk ísþoka læsir sig um flugvélina. Við erum yfir New Foundland, og hér áttum við að lenda, en því hamlar þokan. Höfum við þó sveimað hér yfir flugvöllunum í hálfa þriðju klukkustund árangurslaust. Eftir 12 tíma flug lendum við á hvítri og freðinni jörð. Við erum komnir til Canada. Við höfum flogið yfir At- lantshafið án þess að hafa nokkurn tíma séð glytta í það og eiginlega án þess að hafa vitað af því, að við værum á ferð. Eftir að hafa neytt hádegisverðar og þegar flugvélin hafði verið hlaðin benzínforða, var lagt af stað á ný, eftir tveggja tíma dvöl, í logni og glampandi sól. Nú var öll ónotakennd horfin. Ég var samgróinn flugvélinni og naut ferðarinnar í ríkum mæli. Útsýnið er dásamlegt. Við fljúgum meðfram ströndinni. Það er vinalegra og tilbreytingar- ríkara. öldurnar, sem stundum faðma þessa tanga og nes af ofsa kæti, eru féimnar í dag. Þær vilja láta sem minnst á sér bæra- Það er eins og þær viti af því, að þær hafa áhorfendur. Járnbrautarlestirnar skríða áfram, eins og ör- mjóir og hægfara ánamaðkar. Bílanir sjást af heyfingunni, en enga pöddu þekki ég svo litla og hægfara. Loks sést alauð jörð. Enda erum við komnir suður til Boston. Við svífum yfir borg- inni. Hinar voldugu stórbyggingar eru eins og brúðuhús. Svo þetta er Boston, þar sem svo margir íslenzkir sjómenn hafa getið sér góðan orðstír. Og íslenzki ræðismaðurinn þar var tog- araskipstjóri. „Reykingar bannaðar. Spennið ykkur í sætin,“ blasir við okkur í rauðu ljósa- letri. Og um leið heyrum við svolítinn hrykk. Flugvélin hefur látið hjólin falla og eftir ör- skamma stund verðum við þess varir, að hún snertir jörðina. Við erum lentir á La Guardia- flugvellinum í New York eftir 15 tíma flug frá íslandi- Æfintýrið: „Fljúgðu, fljúgðu, klæði,“ var orð- ið að veruleika. Við borðuðum árdegisverð á fslandi, hádeglsmatinn í Canada og kvöldverð í New York sama daginn. ótrúlegt en satt. Okk- ar klukka er að vísu orðin 11, en klukkan hér í New York er aðeins sjö, því að á þeim er 4 tíma munur. Fyrstu móttökurnar. Rauðakross-systir tekur á móti okkur og býð- ur okkur nýmjólk að drekka, og var hún vel þegin, enda sú bezta, er við höfðum bragðað lengi — lengi. Rauðakross-bíll ekur okkur líka bráðlega að bústað okkar, Harvard Club, sem er hinn virðulegasti bústaður. Þar tók á móti okkur framkvæmdastjóri ráðstefnunnar, hr. Reginald Orcutt, sem margir íslendingar kannast við. Hann ávarpar mig á íslenzku: „Sæll og blessað- ur, Magnús minn. Fyrst ofurlítinn skvett. Sam- taka nú.“ Orcutt hafði séð um allan undirbúning ráðstefnunnar og unnið að því tvö ár og farizt það starf prýðisvel úr hendi. Hann er mikill vin- ur vor, enda komið hingað 8 sinnum. Hann gerði sér sérstakt far um að hampa okkur, íslenzku fulltrúunum og fána okkar, sem var ávallt á áb.erandi stað á ráðstefnunni. Næstu daga notuðum við til að átta okkur svo- lítið, enda veitti mér ekki af því. Mikið hefur New York breytzt frá því ég dvaldi þar um tveggja mánaða skeið fyrir röskum aldarfjórð- ungi. Þá var Woolworth langhæsta byggingin, 54 hæðir. Nú tekur maður vart eftir henni. í Rockefeller Center einu vinna um 40.000 manns, eða nálega sama tala og allir Reykvíkingai'. Dagarnir líða fljótt, en dagsverkin ekki stór. Vegalengdirnar miklar og gestrisni landa tak- markalaus. Ráðstefnan byrjar á morgun, en formaður okkar og ráðunautur ókomnir. Daginn eftir fréttum við þó, að þeir væru komnir, eftir hálfu fleiri sólarhringa ferð á sjó, en við vorum ldukkustundir í lofti. En ráðstefnan bíður þeirra ekki. Hún er sett, eins og til stóð, föstudaginn 10. nóv. úti í Rye, eins og áður er sagt- Rye er eiginlega uppi í sveit. Nálega klukkutíma akstur frá New York. Fundirnir eru haldnir í húsi, er nefnist Westchester Country Club. Staðurinn er dásamlegur. Húsið sjálft fallegt og vistlegt með alls konar þægindum, sundlaug hvað þá annað. En umhverfið unaðslegt. Fagurt og friðsælt. Annað eins litskrúð hefi ég sjaldan séð. Enda eru haustlitir laufsins einna fegurstir og fjöl- 4 ITiJALS YliliZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.