Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 9
stundum urðu þeir að leita skjóls á kaffihúsi, stundum í setustofu á gistihúsi“. En. þegar eig- endur þessara heimkynna urðu þess áskynja, að þessir ungu menn voru miklu þyrstari í skák en drykk, báðu þeir þá, — ekki ævinlega sérlega mjúkum orðum — að gera svo vel að „hypja sig“. I þessari hrakninga tilveru birtist þeim einn góðan veðurdag Louis Zöllner, sem boðberi bjartari daga. Þeir taka þessum unga, gáfaða áhugamanni í listinni fegins hendi. Hann var kosinn ritari og hafði innan skamms utvegað klúbbnum frambúðar heimkynni í Grey Street. Á komandi árum gekkst hann fyrir því, að marg ir frægir meistarar komu í heimsókn í klúbbinn. Og nú varð líf í tuskunum. Alltaf var verið að fara á skákmót víðsvegar um Skotland og Norð- ur-England og alltaf verið að sigrast á andstæð ingunum. Taflmennirnir frá Nýja-Kastala voru á hvers manns vörum. Louis Zöliner var frægur taflmaður frá upp- hafi. Stíll hsns var ævinlega snjall og þegar vanda bar að höndum tefldi hann af eftirtektar- verðiá hugsýn. Það má gera sér nokkra hugmynd um styrk hans, þegar vitað er að hann iék yfir fjörutíu ár í fyrsta flokki Newcastle gegn öllum aðai taflfélögum, sem til voru í ekki meiri fjar- lægð frá Newcastle en það, að ekki væri lagt í óhóflega langvinnt og erfitt ferðalag, með því að fara þangað. f fjölskák, sem hann tefldi víðs- vegar í klúbbum, átti hann enga jafningja, nema meðal meistaranna í hópi atvinnumanna, og fór þó stundum fram úr þeim í flýti. Sennilega hefir orðstír hans aldrei náð hærra en á síðasta áratugnum fyrir aldamótin. Áður hafði hann oftsinnis tefit við Zukertort, sem, margir töldu þá, að hefði un.nið til þess að heita heimsmeistari, þó hann væri ekki formlegur heimsmeistari, og gaf Zöllner honum aldrei meira en jafntefli. En nú var hann orðinn svo önnum kafinn í þágu lands síns. að fátítt mun um ræðismann. ITann hp.fði víðtæk viðskipti, flutti lifandi nautpening frá Danmörku, en hóf síðan mikla verzlun við fsland- Flutti hann þaðan. árlega fimmtíu til sextíu þúsund fjár og um fjögur þúsund hross. Hann hafði til þessn heilan kaupskipaflota í þjónustu sinni. Hann átti mik- inn þátt í vexti og viðgangi íslenzku kaupfélag anna. Honum þyivir gaman að rifja upp og segia frá því, að tafiið átti mikinn þátt í því, að hann hóf viðskipti við fsland, en þar í landi er hann í miklum metum. Var uppháf viðskiptanna við fs- land það, að hann tefldi við einn af beztu tafl- mönnum íslands og mátaði hann. Var Zöllner þá kornungur maður.1) Það er í rauninni furðulegt, 1) Sbr kaflann um Jón Vídalín hér að framan. „Víkingurinn“, ver&launagripur, sem Louis Zöllner gaf Skáksambandi NorÖymbralands. að hann skyldi hafa nokkra tómstund til að tefla, þegar tillit er tekiö til þess, að iiann fór á hverju ári og oft tvisvar, til þessa fjarlæga lands og liver ferð tók mjög iangan tíma. Hann hefur fengið mörg heiðursmerki fyrir starf sitt: Ilann er Kommandör af Dannebrog, stórriddari íslenzku Fálkaorðunnar1) og riddari norsku St. Ólafsorðunnar (1. gráða). Fyrir 11 árum gekk hann fyrir Danakonung á Amalien,- borg í Kaupmannahöfn. Ilann hefur einnig verið íþróttamaður. Þegar hann var fjörutíu og þriggja ára gamall vann hann nýstárlegt veðmál, á hjóli gegn eimsnekkju frá Portsmolith til Newcastle. Ilann kom til Ne"'castle á mánudag, mörgum klukkutímum á un ’an eimsnekkjunni . . . en vegir og reiðhjól (bví má ekki gleyma) voru miklu lakari fyrir fjörutíu árum en nú. Þrátt fyrir hinn háa aldur heldur hann sér svo vel líkamlega, að margur fertugur maður mundi þykjast góðu bættur. Frh. bls. 21. 1) llann varð riddari af Fálkaorðunni 1924, stór- riddari 1929 og stórriddari með stjörnu 1942. FRJALS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.