Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 3
V'ið samanburð þessara talna sjáum vér, að
víða ber nokkuð á milli í áætlun fjárhagsráðs
mi í ár og í fyrra. IJm þann mismun, scm þannig
kemur frain, lætur fjárhagsráð fvlgja athuga-
semdir, eitthvað á þessa leið:
í 1. ii. er 5.6 millj. kr. lækkun. Henni veldur
einkum það, að innflutningur fóðurvöru er áætl-
aður minni á þessu ári en í fyrra. (Trúlegt er
að vorharðindin valdi einhverri röskun á áætl-
uðum innflutningi fóðurvöru). Einnig hefur
verðlag á kornvörum lækkað til muna ii;i því
í fyrra, en sú lækkun kemur þó ekki fram í
flokknum, sakir þess að nú er áætlað að flytja
inn meira magn en s.l. ár, t. d. 6.600 smál. af
hveiti í stað 5.000 smál., og ættu þá að safnast
nokkrar birgðir af þessum nauðsynjavörum í
landinu.
I 2. fl. er 1.3 millj. kr. lækkun. Lækkunin stai-
ar af því, að s.l. sumar var kartöfluuppskera mun
betri en árið 1947, og er því ráð íyrir gert, að
minna þurfi að flytja inn af þeim, eða 0.7 millj.
á móti 2.0 millj. í fyrra.
í 3. fl. er 1.8 millj. kr. hækkun, sem stafar af
auknu magni þessarar vöru, t. d. er nú ráðgert
að flytja inn 850 smál. af kaffi í stað 700 í fyrra,
um 5000 smál. af sykri í stað 4000 í fyrra
o. s. frv.
I 4. fl. er 14 millj. kr. hækkun. Er með þessu
ætlazt til, að fullnægt verði eftirspurninni sam-
kvæmt skömmtunarseðlum. Auk þess sem þessi
fjárhæð er mun hærri en s.l. ár, ætti hún að verða
drýgri til vörukaupa vegna þess að áætlað er
að allmikill hluti vefnaðarvörunnar verði flufct-
ur inn lítt unninn eða hálfunninn, en ekki fnll-
unnar vörur nema að nokkru leyti.
5. fl. Hér er 3—400 þús. kr. hækkun. Gert er
ráð fyrir að efni til skógerðar verði aukið veru-
lega frá því í fyrra. Ætti því skömmtun að verða
fullnægt með ársinnflutningnum og vel það.
6. fl. Hér er áætlunin 11.9 millj. kr. hærri en
í fyrra, en svipuð og raunveruleg gjaldeyrissala
var í þessum flokki. Þessi innflutningur ætti að
nægja til þess, að fjárfesting eða byggingastarf-
semi gæti orðið lík nú og á s.l. ári. Þess má geta,
að nú cr hlutfallslega meira áætlað af ýmsum
vörum, s. s. miðstöðvarefni, pípum, gólfdúk, þil-
plötum, asbesii. þakjárni o. f 1.. sem þarf til að
ljúka byggingum.
í 7. fl. er 12.1 millj. kr. mismunur til ha'kkun-
ar. Eins og í skránni sést hafa leyfisveitingar far-
ið langt fram úr áætlun á s.l. ári, og á það m. a.
rót sína að rekja til samninga um innflutning
á kolum, bruna á síldarnótum og innflutnings á
síldarnótum vegna væntanlegrar vertíðar í Hval-
firði.
I 8. fl. er 5.5 millj. kr. hækkun, sem orsakast
aðallega af því, að vélar til jarðræktar og hey-
skapar, svo og varahlutar í landbúnaðarvélar, eru
nú áætlaðir 10.9 miilj. á móti 6.5 millj. í fyrra.
9. fl. er líkur að áætlun nú og í fyrra, 0,7 millj.
kr. lækkun. Þrátt fyrir svipaða heildartölu, hafa
verið gerðar breytingar á einstökum liðum inn-
an hans.
1 10. fl. er áætlað 2.3 millj. kr. hærra en í fyrra,
en þó litlu lægra en leyfisveifcingar reyndust
verða þá.
I 11. fl. er 5.6 millj. kr. hækkun. Leyfisveit-
ingar urðu þó talsvert hærri í fyrra en nú er áætl-
að, en gjaldeyrissalan þá reyndist svipuð þessari
áætlun. Nokkrar breytingar eru gerðar á ein-
stökum liðum frá fyrra ári.
I 12. fl. er talsverð lækkun, sem nemur 400
þús. kr. Munurinn stafar af því, að meira er
áætlað af hráefnum til þvottaefnis- og sápugerð-
ar innanlands og minna til fullbúinnar vöru en
var á s.l. ári.
13. 11. hækkar um 1.4 millj. kr. í áætlun, en
lækkar talsvert miðað við raunvei ulegar leyfis-
veitingar og gjaldeyrissölu í fyrra. Af einstök-
um liðum má nefna, að innflutningur á bókum
og tímaritum er áætlaður rúml. 1 millj. kr.
í 14. II. er helmingshækkun, 0.3 millj. kr., að
áætlun til, en sama upphæð og seldur gjaldeyrir
í þessum flokki í fyrra.
15. II. .1 þessum 11. er breytingin langmest, 25
millj. kr. hækkun í áætlun og 20 millj. í leyfis-
veitingum. Hækkunin á þessum llokki stafar að
langmestu leyti af því, að innflutningur á raf-
lagningaeíni og efni tii rafveitna er áætlaður
mun meiri en var á s.l. ári.
Segja má að 16 fl. standi að mestu í stað.
I 17. flokki er áætluð 4.1 millj. kr. liækkun,
en upphæðin nú er svipuð og leyfisveitingar
reyndust vera í fyrra.
18. flokkur lvlýtur nákvæmlega sömu áætlun
og í fyrra, en gjaldeyrissala náði þá ekki fullri
upphæðinni.
Enn er ógetið þess lvluta áætlunarinnar, sem
nefnist duldar greiðslur og tekjur, og fer nú hér
á eftir uppistaða lvans fyrir yfirstandandi ár:
FRJÁI.S VERZI.UN
47