Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 5
1. mynd.
Utg. í Reykjavík.
á ár\umwiíi 1859 til 1901
Eftir Sigurgeir Sigurjónsson hrl.
2. mynd. Ar 1900.
Utg. á Eyruibakka.
Eins og kunnugt er ráku íslendingar sjálfir
siglingar og verzlun við Noreg og önnur lönd
allt frá landnámstíð og ffam á 14. öld. Eftir
það kemst verzlunin í hendur Björgvinjarkaup-
mönnum og síðar Hansakaupmönnum. Á þess-
um tíma, og reyndar út allt einokunartímabilið,
fóru greiðslur manna oftast fram í vörum, og
voru vörurnar þá metnar til vaðmáls eða fiska,
en það voru helztu útfiutninersvörur landsmanna
á þeirri tíð. Framan af öldum
var þó nokkuð af ómyntuðu
gulli og silfri í umferð manna á
milli hér á landi, en sem verð-
miðill mun það lítið hafa verið
notað og í viðskiptum einkum
tekið eftir þyngd. Á Norðurlönd-
var mynt fyrst slegin um árið
1000, en fyrir þann tíma munu
einkum enskar myntir liafa gengið manna á
milli hér á landi.
Fram til loka 15. aldar var hér eigi um aðra
mynt að ræða en smámynt. Var hún m. a. slegin
í Danmörku, en eigi var þá neitt fast skipulag
á myntsláttunni né heldur á peningamálum yfir-
leict, þanmig að bæði hér á landi sem í Danmörku
gengu erlendar rnyntir jöfnun höndum. Algeng-
astar voru Hansamyntirnar Lybikumörk og Ly-
bikuskildingar. Á dögum ensku og þýzku verzl-
unarinnar munu [ró hafa verið hér inest í um-
ferð enskar og þýzkar rnyntir, svo senr englottur,
rosenoblur og rinargyllini. Jafnvel eftir að ein-
okunartímabilið liófst, mun hafa verið hér tölu-
vert í umferð af þessari mynt, enda bai'st hún
hér sífellt að á 17. öldinni með erlendum dugg-
urum, sem verzluðu hér á laun, en þá var þessi
gjaldmiðill einmitt mjög hentugur.
Á síðari hluta 18. aldar var hinsvegar orðið
mjög lítið af peningum í umferð hér á landi, og
mun ástæðan aðallega ltafa verið sú, að þeir fóru
allir í skatkgreiðslur. Var þetta ástand mjög til Jress
að torvelda öll viðskipti manna á meðal. Af smá-
mynt og koparpeningum var sarna og ekkert til í
landinu og neyddust menn Jrá stundum til að nota
tóbak í álnum og þuml. sem
gjaldmiðil í smærri viðskiptum.
Ýmsar tillögur munu þá hafa
komið fram af hálfu Islendinga
tii Jress að ráða bót á Jressu vand-
ræðaástandi, t. d. að slegin yrði
sérstök mynt fyrir ísland, en
ekki urðu Danir við Jieiná c>sk.
Með tilsk. 22. apríl 1778 var þó
loks ákveðið að gefa út sérstaka bankaseðla, sem
þó giltu einnig í Danmörku. Seðlar Jressir giltu 1
ríkisdal og 5 ríkisdali í „kúrant“ mynt. Stærra
gildið var aðeins gefið út einu sinni (árið 1780),
en minna gildið var hinsvegar gefið út fimm
sinnum á árunum 1793—1804.
Um sérstaka íslenzka ríkismyntsláttu var hins-
vegar ekki að ræða. \;ar Jrað ekki fyrr en nærri
150 árnm síðar að íslenzk ríkismynt var slegin
eða árið 1925, eins og kunnugt er.
Er það ekki allómerkilegt, að allmörgum ár-
um áður, höfðu nokkrir menn liér á landi látið
slá sínar eigin myntir, sem innan vissra takmarka
gengu hér sem gjaldmiðill í viðskiptiun manna
á milli. Er vel þess vert að gerð sé nokkur grein
fyrir myntsláttu þessari, enda er tilgangur grein-
49
3. mynd. Ár 1859.
Gi'fin út í Reykjavík.
frjAls VERZI.UN