Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 6
4. mynd. Ár 1890—1900. Gefin út í Reykjavík. arstúfs þessa aðallega sá, að kynna mönnum nokkuð myntir þessar, að svo miklu leyti sem mér er um þær kunnugt. Munu myntir þessar nú orðnar mjög sjaldgæfar og ekki hef ég orðið neinma þeirra var á Þjóðminjasafninu, enda er myntsafni þess ekki aðgengilega fyrirkomið í þeim húsakvnnum, sem 'safnið hefur enn til umráða. Myntir þessar voru að sjálfsögðu aldrei lög- leiddar hér sem lögmætur gjaldeyrir. í raun réttri var hér ekki um annað að ræða en ein- hliða skuldarviðurkenningu útgefanda fyrir þeim upphæðum, sem hver einstök mynt hljóð- aði upp á. Þó munu myntir þessar að nokkru leyti hafa komið í stað ríkismyntar, a. m. k. í smæiri viðskiptum manna á milli, bæði vegna skorts á smámynt,, svo og af öðrum ástæðum. Elzta mynt þessarar tegundar, sem mér er kunnugt um, var gefin út árið 1859 af Carli Franz Siemsen, kaupmanni hér í Reykjavík. Var þetta látúnspeningur 23 mm í þvermál. A framhlið hans var fangamark útgef- andans, C F S, en á bakhlið var áletrun um gildi mynt- arinnar, 16 skilling i Vare. Mun Siemsen, eins og aðr- ir kaupmenn, er slíkar myntir gáfu út, hafa greitt starfsmönnum sínum, eink- útg. á Eyrarbakkn. um verkamönnum, kaup þeina með þessari mynt, en ennfremur notað myntina sem skiptimynt í verzlun sinni. Með þessu tryggðu útgefendur þessara mynta sér við- skipti þeirra, er myntirnar eignuðust, þar sem aðrir voru ekki skyldugir til að taka hana sem lögmæta greiðslu fyrir vörur eða annað. Auk þess var það auðvitað hreinn ágóði útgefanda, ef mynt glataðist, þar sem þá var ekki hægt að krefjast innlausnar lrennar í vörum eða pen- ingum. Mér er ekki kunnugt um aðra úr kaupmanna- sétt hér í Reykjavík en C. F. Siemsen, er gáfu út slíkar myntir. Rétt fyrir og um aldamótin síð- ustu gáfu hinsvegar nokkir liakarar hér í bæn- 50 um út liina alþekktu „brauðpeninga", sem al- mennt munu hafa gengið undir nafninu „hlunk- ar“. Fr þó rétt að geta þess, að ástæðan til út- gáfu þessara „brauðpeninga“ mun ekki hafa ver- ið sú sama og var um útgáfu annarra líkra mynt- tegunda hér um þetta leyti. Var sá siður á þess- um tíma, að menn afhentu bökurum mjöl sitt í sekkjatali til bökunar og tóku svo út brauð sfn eftir þörfum. Um leið og hver mjölsekkur var afhentur bakaranum afhenti hann jafnmarga brauðpeninga og um var samið að viðskiptamað- urinn fengi fyrir hvern sekk mjöls. Af þessuni ástæðum er engin áletrun á myntum þessum um gildi þeirra í peningum, heldur gilti hver um sig 6, myrid. Ar 1900. Gefin út á Eyrarbakkn. sem svaraði andvirði eins rúgbrauðs. Var því hægt að nota mynt þessa jöfnum höndum sem skiptimynt hjá viðkomandi brauðsöluhúsum. Annarstaðar á landinu gáfu ýms fyrirtæki út bæði Inauðpeninga sem og myntir til greiðslu verkakaups. Með lögum nr. 4 frá 14. febrúar 1902 var hinsvegar svo ákveðið, að „verkkaup skyldi greitt með gjaldgengum peningum starfs- mönnum öllum og daglaunamönnum við verzl- mönnum þeim, er í landi vinna“. Með gildistöku ilaga þessara var því lagt bann við því, að þeim, sem taldir voru upp í lögunum, yrði greidd laun sín í öðru en gjaldgengum peningum. Af þessu leiddi að einkamyntir þær, sem lýst liefur verið, höfðu ekki lengur þá fjárhagslegu þvðingu fyrir útgefendur þeirra og áður hafði verið, og var út- gáfu þeirra því hætt. F.r þess þó vert að geta, að ei-nmitt um það leyti, sem lög þessi voru sett, hafði Niels Christian Gram, kaupmaður á Þing- eyri, látið búa til í Þýzkalandi nokkrar einka- myntir fvrir verzlun sína. Talið er að hér hafi 7. mynd. Ár 1901. Gefin út á Bíldudal. verið um að ræða 4 gildi, 2 kr., 1 kr., 25 aura og 10 aura. Munu myntir þessar hafa átt að not- ast til þess að greiða með kaup starfsfólks Grams. FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.