Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 7
Framangreind lög gerðu það hinsvegar að verk-
um, að myntir þessar urðu verðlausar og ónot-
hæfar. Þeim var því skilað aftur til þess, er fram-
leiddi þær, og munu allar hafa verið bræddar
upp.
Með lögum nr. 41, frá 8. nóv. 1901 var svo
loks algerlega bannað, .,að búa til, flytja inn eða
gefa út neinskonar verðmerki, hvorki myntir
eða seðla, er gengið gátu manna á milli sem
gjaldeyrir, hvort sem ætlazt var til að verðmerk-
in yrðu innleyst með vörmn eða peningum". Þó
var gerð undantekning með brauðgerðarmenn,
og þeim lieimilað að gefa út brauðpeninga eins
og áður hafði tíðkazt. Eru lög þessi enn í gildi,
8. mynd.
Ár 1892.
Gefin út á
Seyðisfirði.
10. mynd.
Ár 1905.
Gefin út á
Þingeyri.
stafirnir: A.F. R.V.K. — Bakhlið: Mynd af tveim
ljónum, er standa á tveim sverðum og halda á
milli sín brauðkringlu með kórónu þar fyrir
ofan. 24 mm. — Nr. 5. Brauðpeningur. Framhlið:
samskonar og nr. 1, en án punkts á eftir K. Bak-
hlið auð. 25 mm. — Gefnir út 1890—1900 af A.
Frederiksen,
Nr. 6. Brauðpeningur. Framhlið: Mynd af
brauðkringlu og þar fyrir neðan stafirnir D.B.
R.V.K. Bakhlið auð. 26. mm. - Nr. 7. - Mynd
nr. 11. — Brauðpeningur fyrir \/> brauð. Sams-
konar og nr. 6, nema að \/> er stimplað ofan í
fiamhlið peningsins. 26 mm. — Gefnir út af
Daníel Bernliöft bakarameistara, árið 1903.
og nýtur þessi stétt manna því enn þeirra for-
réttinda að mega gefa út sínar eigin rnyntir, enda
þótt þeir sjái sér nú sjálfsagt engan hag í að
notfæra sér rétt þennan.
Gera .má fastlega ráð fyrir því, að hér eftir
verði ekki gefnar út hér á landi slíkar einkamynt-
ir sem þessar. Meðal annars af þeirri ástæðu er
það þess vert, að þessa þáttar í verzlunarsögu
landsins verði haldið til haga. Til fróðleiks set
ég því hér á eftir dálítið yfirlit yfir þær myntir
þessarar tegundar, sem mér er kunnugt um.
Reykjavík.
Nr. 1. — Mynd nr. 3. — 16 skilling. Framhlið:
C F S Bakhlið: 16 skilling i Vare. 23 mrn. — Nr.
2. 4 skilling. Framhlið sama og á nr. 1. Bakhlið
sama og á nr. 1, nema 4 í stað 16. — Gefnar út af
C. F. Siemsen kaupmanni árið 1859.
Nr. 3. — Mynd nr. 1. — Brauðpeningur. Fram-
hlið: Mynd af br'auðkringlu og þar fyrir neðan
stafirnir O.S.E. Reykjavík. Bakhlið auð. 25 mm.
9. mynd.
Ár 1890.
Gefin út á
Eyrarbakka.
— Gefin út af O. S. Endresen, brauðgerðarhús-
eiganda.
Nr. 4. — Mynd nr. 4. — Brauðpeningur. Fram-
hlið: Mynd af brauðkringlu og þar fyrir neðan
Bíldudalur.
Nr. 8. 100 aurar. Framhlið: P.T. (fangamark).
Bakhlið: 100, hvorttveggja stimplað ofan í pen-
inginn. 31,8 mrn. — Nr. 9. — Mynd nr. 7. — 25
aurar. Framhlið: Orðin: P.J. THORSTEINS-
SON & Co., í boga í kring-
um 25 með 3 stjörnum undir.
Bakhlið: orðin: GEGN VÖR-
UM, með lárviðarkranz í
-kring. — Nr. 10. 10 aurar.
: Framhlið: Eins og á nr. 9,
nema 10 í stað 25. Bakhlið:
Eins og á nr. 9. 13,8 mm. —
Allir útgefnir af P. J. Thor-
steinsson 8c Co. árið 1901.
Eyrarbakki.
Nr. 11. — Mynd nr. 9. — Framhlið: Guðm.
Jsleifsson — Eyrarbakka. Bakhlið: Mynd af ffl.
20,5 mm. — Ekki hefur mér tekizt að finna,
hvert gildi þessarar myntar helur verið, eða til
hvers hefur verið notuð. — Gefin rit af Guð-
muridi ísleifssyni kaupmanni árið 1890.
Nr. 12. — Mynd nr. 6. — 100 aurar. Fram-
hlið: J.R. Lefolii — Eyrarbakki. Bakhlið svipuð
og á nr. 9. 24 mm. — Nr. 13. 25 aurar. Framhlið
eins og á nr. 12, nema 25 í stað 100. Bakhlið eins
og á nr. 12. 20,5 mm. — Nr. 14. 10 aurar. Eins,
nema 10. 18 mm.
Framli. á bls. 56.
11. mynd.
Ár 1903.
Gefin út í
Reykjavík.
FRJÁLS VERZLUN
51