Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 11

Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 11
AÐALFUNDUR VERZLUNARRAÐS ÍSLANDS. Missum ei sjónar á markinu Setningarrœða fráfarandi formanns, HALLGRÍMS BENEDIKTSSONAR. Aðalfundur Verzlunarráðsins var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu 28. marz s.l. Formaður ráðsins, Hall- grímur Benediktsson, setti fundinn með ræðu og rakti erfiðleika þá, er verzlunarstéttin á við að stríða nú og á liðnu félagsári. Fer ræða Hallgríms hér á eftir. Skrifstofuslj. ráðsins, Helgi Bergsson. fylgdi skýrslu stjórnarinnar úr hlaði. Gat hann helztu viðfangsefna stjórnarinnar á hinu liðna ári og rakti nokkuð þann árangur, sem orðið hefur af viðleitni stjórnar V.í. til þess að fá hrundið í framkvæmd ýmsum stefnumálum ráðsins. Eggert Kristjánsson, varaform. V.Í., flutti ágætt erindi um viðhorfið til viðskiptamálanna. Nokkrar umræður urðu um erindið og tóku margir ti máls. Kosningu til stjórnar Verzlunarráðsins lauk 27. apríl. Fram fór kosning 3 manna í aðalstjórn og jafn- margra til vara. Aðalmennirnir þrír voru kosnir til næstu jniggja ára og hluta þessir kosningu: Kristján Jóh. Kristjáns- son framkvstj., Sveinn M. Sveinsson forstj. og Eggert Kristjánsson stórkaupm. Varamennirnir voru kosnir til eins árs og hlutu kosningu: Sveinn Helgason stór- koupm., Henrik Biering kaupm. og Óli J. Ólason kaupm. Þátttakan í kosningunni var mjög mikil eða 92,6%. — Fyrir í stjórninni eru: Hallgrímur Bene- diktsson, Árni Árnason, Guðmundur Guðjónsson, Gunnar Hall, Oddur Helgason og Óskar Norðmann. Formaður er nú Eggert Kristjánsson. varaformaður Óskar Norðmann. Það má segja, að svipuð viðfangsefni blasi nú við verzlunarstéttinni og iðnaðarmönnum og þau, sem voru efst á baugi, þegar síðasti aðal- fundur V. í. var haldinn. Það eru líka svipaðir örðugleikar, sem við er að etja, og þó má ef til ,vill segja, að nú í svip sé enn þyngra í lofti en þá var, hvernig sem úr rætist. Á tæpu ári, sem liðið er frá því að aðalfundur var haldinn, hefur þjóðin beðið nokkur áföll á sviðum efnahags- og fjármála, en þau áföll liafa auðvitað snert verzlun og iðnað illa. Síldarvertíðin í fyrrasumar brást. Eftir það stóðu vonir til þess, að rakna mundi úr gjald- eyrisskortinum, sem var fyrirsjáanlegur á síðast- liðnu hausti, ef síld veiddist hér sunnanlands. Þá þótti svo mikið við liggja, að stórfé var varið til undirbúnings síldarvertíðar hér syðra. En allt kom fyrir ekki. Það varð því miður engin síldarvertíð hér syðra. Það hefði einhverntíma þótt spásögn, ef sagt hefði verið, að hábjargræðistími þjóðarbús- ins gæti orðið sjálft svartasta skammdegið, og ef til vill sýnir þetta betur en margt annað hve öryggið í atvinnumálum okkar er valt. . Við höfum gripið t.il þess ráðs, að setja á stofn hjá okkur víðtækan áætlunarbúskap. Það lilýtur að vera augljóst, að allar viðskipta- og fram- kvæmdaáætlanir verða nokkuð ótryggar í landi þar sem aðalatvinnuvegunum er háttað eins og hjá okkur. Stefnan hefur undanfarið verið sú, að fela ríkisvaldinu .sem mesta forsjá þeirra hluta, sem einstaklingarnir önnuðust áður á eig- in ábyrgð. Verzlun og iðnaður lúta nú lögmál- um áætlunarbúskapar. Afleiðingin er meðal ann- ars sú, eins og fram kom á síðastliðnu ári, að mikill skortur verður á nauðsynlegum vörum vegna þess að í innflutningsáætlun þeirri, sem verzlunin má til að hlýða, eru kaup á slíkum vörum stórlega takmörkuð. En ábyrgðin á vöru- skortinum hefur að verulegu leyti lent á verzl- unarstétt og iðnaðarmönnum. Þessum aðilum er kennt urn og andstæðingar verzlunarstéttarinnar reyna leynit og ljóst að notfæra sér vöruskortinn til að krepþa enn meira að stéttinni. Hér hefur því raunverulega orðið ósamræmi á milli valds- ins annars vegar, sem er hjá því opinbera og ábyrgðarinnar hinsvegar, sem verzlun og iðn- aður hefur að ósekju orðið að bera, en hið rétta er að vald og ábyrgð í þessum málum fylgist að. Verzlunarmálin greinast, eins og allir vita, í þrjá höfuðþætti, útflutningsverzlun, innflutn- ingsverzlun og viðskiptin innanlands. IJm útflutningsverzlunina má segja, að hún FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.