Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 14
Verzlunarmenn! Lesið með athygli þessa skilmerkilegu grein OSCARS CLAUSEN rithöf., og fylgið fast eftir tillögum hennar. Verzlunarmin asafn Á síðustu áratugum, eða frá því laust eftir alda- mótin síðustu, hefur sem kunnugt er orðið gersam- leg bylting í öllu atvinnulífi íslenzku þjóðarinnar. — Það gamla var orðið úrelt, og nýr tími hefur tekið völdin. — Þrátt fyrir það, að svona er komið, er það mikils um vert, að þær minjar, sem til eru írá fyrri öldum hér á landi viðvíkjandi fornum atvinnu- háttum, og þá sérstaklega íslenzkri verzlun, séu varð- veittar og ekki látnar fara forgörðum, heldur sé þeim . afnað saman á einn stað á verzlunarmitijasafni. Og er þá eðlilegast að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gangist fyrir þessu nauðsynjamáli. Frá því að ég var fyrst við afgreiðslu í búð árið 1903, liafa breytingarnar orðið ótrúlega örar. — Hin- ar stóru. gömlu kaupmannaverzlanir víðsvegar um land eru liðnar undir lok, — verzlanirnar, sem höfðu allar tegundir varnings — allt frá grænsápu í silkikjóla — á boðstólum og tóku jafnhliða allar íslenzkar aiurð- ir sem gjaldeyri. — Nú koma bændurnir ekki lengur með skinnskjóður undir kaffibaunir og kandíssykur, enda þótt hörgull sé á bréfpokum, en þegar ég man fyrst eftir, var enginn bréfpoki notaður í verzluninni, sem ég vann við, og var hún þó allstór. — Þá voru líka einungis notaðar gamlar borðvigtir og lóð, en rafmagnsvigtir þekktust ekki. — Svona ma-tti margt telja. — Peningar voru litlir í umferÖ, en þó jafnt gull sem silfur. — Mest af viðskiptunum var skrifað í frum- bók og síðan innfært í höfuðbækur. Ritvélar þekktust ekki, og urðu allir verzlunarmenn á þeim árum að vera vel skrifandi, — aðrir þóttu óhæfir. Þá urðu líka flestir verzlunarmenn svo miklir listaskrifarar, að handbragð þeirra mátti telja listaverk. — Nú er þetta mest orðin vélavinna og oft mjög misjafnlega framkvæmd. — Af starfi sínu við þessar gömlu, stóru verzlanir öðluðust margir menn víðtæka verzlunar- þekkingu, sem varla fæst við skólagöngu. Þar urðu menn að vera jafnvígir á afgreiðslu í búð, bókfærslu í skrifstofu, þekkingu á gæðum útlendrar vöru og inn- lendra afurða, samningagerð við viðskiptamenn o. s. frv., en nú, eftir að sérverzlanir hafa tekið við, er hætt við að kunnátta verzlunarmanna verði einhliða. þó að skóla- og bóklærdómur sé meiri. — Verzlunarminjasöfnum hefur fyrir löngu verið kom- ið á fót í nágrannalöndum okkar. Frændur okkar, Norðmenn, hafa sitt prýðilega safn í Björgvin og svo á Bygdö í Oslófirðinum. Minjasafn Dana er í Krón- borgarkastala við Eyrarsund, en Svíar eiga mörg slík söfn og merkileg, ýmist helguð iðnaðar- eða sjóferða- minjum sínum. — Þessi mörgu söfn væru okkur áreið- anlega mikils virði til fyrirmyndar, þegar til kemur. Það væri t. d. eflaust athugandi hvort slíkn safni væri ekki vel fyrir komið inni í Viðey, í hinni gömlu „stofu“ Skúla fógeta, hins ötula forvígismanns frjálsr- ar verzlunar á Islandi. — Hægt væri að koma Við- eyjarstofu í sama ástand og búa hana sömu eða lík- um húgögnum og þegar æðstu höfðingjar landsins, þeir Skúli fógeti og Ólafur stiftamtmaður Stephen- sen, réðu þar húsum og héldu þar uppi risnu til handa þeim útlendingum, sem þá sóttu okkur heim. — Til eru lýsingar í útlendum ferðabókum á heimil- um þessara höfðingja, t. d. hjá Sir Joseph Banks, þeg- ar hann sat veizluna hjá Ólafi stiftamtmanni, og til er líka uppboðsgjörðin, þegar innanstokksmunir Skúla voru seldir til lúkningar skuld, sem þó sannaðist löngu síðar að var röng og hafði aldrei verið til. — Eftir þessum og fleiri gögnum mætti endurreisa þetta forna og glæsilega höfðingjaheimili, en auk þess mætti ef til vill nota nokkurn hluta „stofunnar“ fyrir safn, svo að vel færi á og án þess hvorugt ræki sig á annað. Um tvœr leiðir að velja. Tvær leiðir eru viðvíkjandi húsnæði fyrir þetta safn. Önnur er sú, að flytja mörg gömul verzlunarhús á einn stað og endurbyggja þau þar óbreytt. Þessa að- ferð höfðu Norðmenn. — Þeir fluttu mörg hús, þ. á m. heil prestssetur og kirkjur, nyrzt norðan úr Noregi 58 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.