Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 15
og endurbyggð’u á Bygdö, skammt frá Osló. Þar eru
þessar byggingar nú alþjóð til sýnis, með öllum áhöld-
um og innanstokksmunum, eins og þeir voru notaSir
fyrir hundruSum ára. — Þetta yrSi aS vísu nokkuS
kostnaðarsamt, en vel framkvæmanlegt, og óneitan-
lega væri ánægjulegt að geta gert þetta. — Á ýmsum
verzlunarstöðum, einkum á NorSurlandi., standa enn
forn verzlunarhús frá tímum einokunarverzlunar Dana,
t. d. á Raufarhöfn, í Hofsósi, í Reykjarfirði á Strönd-
um og í Flatey á Breiðafirði. — Allt eru þetta förn-
fáleg timburhús, orðin allt að 200 ára gömul, og er
því hver síðastur að bjarga þeim frá glötun, ef til
þess væri hugsað. — Svo eru og nokkur gö'mul hús
hér í höfuðborginni, sem vel væru þess verð, að
forða frá niðurrifi og endurbyggja þegar þar að
kemur.
Hin leiðin í húsmáli slíks safns er auðfarnari og
kostnaðarminni en ekki nærri eins skemmtileg, og
hún er þessi: Þegar að því kemur að V.R. byggir sér
veglegt hús, verði safninu ætluð þar nokkur herbergi.
Þau þyrftu að vera rúmgóð og minnst 6 að tölu, en
í þeim hugsa ég mér safninu komið fyrir á þessa leið:
Fyrsta herbergið yrði innréttað eins og vörugeymslu-
hús verzlunar fyrir 100—200 árum. Þar væru korn-
tunnur og mjölpokar af öllu tagi, vigtir og lóð. Ullar-
og skinnageymsla, harðfiskur o. s. frv. — sem líkast
slíku vöruhúsi, sem unt væri.
Annað herbergið yrði sölubúS með púlti og palli,
eins og tíðkaðist hjá dönskum kaupmönnum í svart-
asta miðaldamyrkrinu, þannig að viðskiptamaðurinn
fyrir framan húðarborðið stóð skör lægra en kaup-
maðurinn og var því neyddur til að líta upp til hans.
— í búðarpöllunum yrðu allar algengar vörur, sem
áður voru í hverri búð, þ. á m. vínföng. Flöskur í
hillum og tunnur á stokkum o. s. frv. — Þar yrðu
vigtir, lóð, kvarðar og mál, allt eins og var á þeim
tímum. — Fyrir þrem árum var til búðarinnrétting,
á annað hundrað ára gömul, á einum verzlunarstað á
Vesturlandi, en hún var rifin og brotin niður í eld-
inn. — Annars eru enn lifandi margir gamlir verzl-
unarþjónar, sem muna gömlu búðirnar, og með góðri
aðstoð þeirra mætti vel takast að endurbyggja slíka
sölubúð.
Þriðja herbergið yrði verzlunarskrifstofan. Þar
yrðu gömul skrifpúlt, mismunandi að hæð, en við þau
stæðu kollóttir skrúfstólar, sem hækka mætti og lækka,
eins og fyrr var tíðkað. — Á púltunum væru gamlar
blekbyttur og fjaðrapennar. Þar væru líka dollur með
sandi, sem stráð var yfir blöðin til þurrkunar ldeki,
áður en þerriblöðin komu til sögunnar. Með veggjum
væru höfuðbækur í hillum. — Sömuleiðis væri
þarna safn signela, sem mikið var af í öllum kaup-
mannaskrifstofum í gamla daga, en að því lágu ein-
kennilegar ástæður. — Það var venja, að þeir við-
skiptamenn, sem ekki komu sjálfir til að taka út úr
reikningi sínum, létu sendimann sinn hafa signet sitt
meðferðis til sönnunar því, að hann hefði fullt leyfi
til að fara í reikninginn. Svo urðu þessi signet oft inn-
lyksa hjá kaupmönnunum og því voru þau í skrif-
stofunum í tugatali. — Eitt slíkt safn signeta veit ég
um, sem þyrfti að bjargast áður en dreifist eða glatast
með öllu.
Fjórða herbergið yrði borSstofa kaupmannsins. —
Hún yrði að vera rúmgóð, þó að ekki væri þar margt
húsmuna, aðrir en borðstofuborðið og stólarnir. —
Borðstofurnar hjá kaupmönnunum voru ávallt stórar,
enda var þar oftast margt gesta, en þó einkum í kaup-
tíðum. — Loftið í slíkri stofu þyrfti að vera bjálka-
loft, til þess að hinn rétti blær kæmi á hana í samra'mi
við innanstokksmunina. Þar mætti vera hlaðborð (Buf-
fet) við vegg, og á því silfurkönnur og ker eða þá
rússneskur teketill eða „samovar'% sem svo var kall-
aður og var til á mörgum kaupmannaheimilum fyrr
á tímum.
Fimmta herbergið ætti að vera setustofa kaupmanns,
eins og slíkar stofur voru almennt hjá þeim á síðastl.
öld. — Þar voru venjulega bólstruð húsgögn, oftast
klædd rauðu flosi eða grænu ullardamaski. Mahogni-
borð, með bognum fótum eða einfætt, var á miðju
gólfi og undir því stórrósótt flosteppi, en gólfið var
oftast málað eða þá hvítskúrað. — Linoleum eða gólf-
dúkur var ekki til, enda eflaust talinn mikill ,,lúxus“,
ef til hefði verið. — Oft var þar kommóða úr mahogni
með 6 skúffum (Ciffonaire) eða skatthol, og alltaf var
þar gljáfágað spilaborð úr mahogni, og var öðrum
væng plötunnar slegið upp að vegg. Kertastjakar úr
kopar, eða stundum úr sill'ri, stóðu ávallt á spilaborð-
inu, en þetta borð var oft mest notaði hluturinn á
gömlu kaupmannaheimilunum í skammdeginu, og ljós-
tækin voru auðvitað kerti og olíulampar — Þegar
drukkið var kaffi í setustofunum, var það borið í fín-
um postulínsbollum, og því mættu þar líka vera gaml-
ir postulínsmunir, aðrir en hinir frægu postulínshund-
ar, sem ég sá aldrei á heimilum kaupmanna. þó að
þeir liins vegar væru seldir í búðinni og kæmu með
varningnum á hverju vori fyrstu árin, sem ég man
eftir.
Á veggjum í báðum stofum þvrftu að vera eir-
stungumyndir eða olíumyndir í stíl við annað um-
hverfi.
Sjötta og síðasta herbergið yrði svefnherbergi kaup-
mannshjónanna. — Þar væru mahognihúsgögn frá
fyrri tímum og toppsæng með hvítum sparlökum úr
hör. —
Ég tel engin vandkvæði á, að safna slíkum munum
úr gömlum kaupmannsheimilum á einn stað'. Það
mætti ná saman því bezta frá mörgum slíkum heim-
ilum, og ýmist fá kevpta eða að gjöf marga dýra
og kostulega muni, sem nú eru í eigu ættingja og af-
komenda gamalla kaupmanna. — Safninu yrði án
efa vel til fanga á þessu sviði, ef húsakynni og aðbúð
munanna væri vönduð.
FRJÁLS VERZLUN
59