Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 17
kúla var látin fljóta í brennivíninu, og þá ýmist sökk
hún eða flaut, þannig að lesa niátti styrkleik vínsins á
gráðumerkinu á stautnum.
Eitt verkfærið var til þess að reyna með smjör.
Það var hinn svokallaði „Smörsöger“, en það var
járnstöng, hol að innan, sem stungið var gegnum
smiörtöflurnar og svo dregin út með staupinu, sem
festist í henni. Kom þá í ljós hvort smjörið var svik-
ið, — hvort það var ómengað, vel hnoðað og áfa-
laust, eða hvort það hafði verið svikið, t. d. með því
að hnoða saman við það tólg eða mör, — en þetta
kom fyrir, — því miður. — Smjör var mikið lagt inn
í verzlanir á fyrri árum, og var kílóið á 1 kr. 20 aur..
þegar ég man fyrst eftir.
Þá var eitt áhaldiS hinn svokallaði „hívert“, en
það var notað til þess að sjúga lög, oftast vín, upp
um sponsgat á tunnu og tók 3 pela flösku. Þetta áhald
var notað, ef svo vildi til að brennivínstunna var ekki
til á stokkunum, og til víns þurfti að taka í snatri, en
illa var mér við að nota það, — daunninn af brenni-
víninu féll mér svo illa, og svo gat hrokkið dropi
upp í mann af ógáti. — Þetta áhald mætti vera í
safninu.
Gamlar höfuðbækur er sjálfsagt að iiafa í safn-
inu, enda er mikið til af þeim víðsvegar á landinu,
t. d. í Ólafsvík, Isafirði, Keflavík o. fl. stöðum. Nokk-
uð af þessum bókum mun nú vera komið á Þjóðskjaia-
safnið. Að vísu hefur svo slysalega tekizt til, að höf-
uðbækur hafa brunnið með verzlunarhúsunum á ýms-
um stöðum, en um það tjáir ekki að tala, -—• úr því
verður ekki hætt, en gerum tilraun til þess að bjarga
því, sem enn er hægt að bjarga. — Á einum verzlun-
arstað fyrir norðan fór einkennilega um höfuðbæk-
urnar. Þegar gömlu verzlunarhúsin voru seld, þurfti
að tæma þau til annarra afnota, og voru þá bækurnar
mönnum til ama, svo að þær voru allar jarðaðar.
Þeim var dembt í gryfju, sem þarna var og svo mokaö
yfir. Þarna eru þær enn, máske alveg ónýtar, en ef
til vill lítið skemmdar. Væri úr vegi að þær væru at-
hugaðar? — Gamlar höfuðbækur verzlana fyrr á öld-
um geyma mikinn fróðleik um lifnaðarhætti, atvinnu-
vegi og afkomu manna á ýmsum tímum, og eru því
góðar heimildir fyrir þá, sem rannsaka sögu þjóðar-
innar. Þær eru því mikils virði.
Það eru ýmis önnur plögg, sem vert væri að varð-
veita, svo sem farmskrár og auglýsingar. Til eru farm-
skrár yfir fiskfarma, sem sendir voru frá Vestfjörð-
um og af Snæfellsnesi, með seslskútum til Miðjarðar-
hafslandanna í lok 18. aldar, eða m. ö. o. löngu áður
en verkaður fiskur var sendur frá Suðurlandi eða úr
Faxaflóa, og þó halda sumir „sérfræðingar“ á þessu
sviði, að öll útgerð og fiskverkun eigi vöggu sína við
Faxaflóa. — Plöggin, sem til eru sanna annaö. —
Það er gaman að farmskírteinunum, sem noluð voru
meðan Napóleonsstríðin stóðu og eru á latnesku máli.
Þau eru með stórum skipamyndum og væru tilvalin
veggprýði á safni. — Sama má segja um fyrstu verzl-
unarauglýsingarnar á íslandi, sem til eru enn og í
minni eigu. Þær eru orönar á annað hundrað ára
gamlar og eru skrifaðar með fjaðurpenna. — Á þeim
tímum var ekki möguleiki til þess að auglýsa vern-
ing sinn, nema með því að festa upp auglýsingu um
hann í „krambúðinni“, en kaupmaðurinn í Stykkis-
hólmi fann þá upp nýja auglýsingaaÖferð. Hann sendi
Arni. Thorlacius var somir Ólafs kaupm. á Bílduda], sem
hér er nafngreindur í greininni, fæddur 1807, dáinn 1891.
Hann var lengi kaupmaður í Stykkishólmi og einn menntað-
asti kaupsýslumaður sinnar tíðar. Árni gerði fyrstur rnanna
vísindalegar athuganir á veðurfari hérlendis, og er handrit
hans þar um í 16 bindum.
sýslumönnunum í nærliggjandi sýslum auglýsingar
sínar, og bað þá lesa þær fyrir bændum í hverjum
hreppi sýslu sinnar, þegar hann héldi vorþingin. Fyr-
ir þetta tóku valdsmennirnir 16 skildinga (32 aura)
á hverjum stað, og endursendu síðan kaupmanninum
auglvsingarnar með áteiknun sinni, til þess að fá
gjaldið, og þessu er það að þakka, að þessar auglýs-
ingar eru til enn.
Enn mætti hafa til sýnis milliskriftarskírteini, sem
voru svo mikill liður í rekstri viðskiptanna áður en
peningaveltan kom og allt var fært til á milli reikn-
inga manna, og það enda opinber gjöld, eins og t. d.
þinggjöld bænda, sein voru skrifuð inn til sýslumanns-
ins. — Líka mættu vera þarna svokallaðir „innleggs-
seðlar“, einkanlega blautfiskseðlarnir, sem tekiö var
út á smátt og smátt í „krambúðinni“ og voru því al-
mennur gjaldevrir, og framseljanlegir.
Myndasafn.
Meðal þess, sem væri þess vert að safnað yrði, eru
ýmsar myndir, t. d. af verzlunarstöðum, kaupmanna-
FRJÁLS VERZLUN
61