Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 18

Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 18
húsum utan og innan, vefnaðarvörubúðum, af kaup- mönnunum sjálfum og jafnvel einhverju skylduliði þeirra, t. d. konum þeirra, og loks af kaupförum þeim, sem um áratugi eða jafnvel lengur sigldu til sömu staða. Myndir af gömlum verzlunarstöðum eru víða til, t. d. er til ljósmynd af „krambúð“ konungsverzlunar- innar í Stykkishólmi, sem var rifin 1876, en það var í þeirri búð, sem Magnús sýslumaður Ketilsson gerði upptækt ormakornið forðum og lét hvolfa því niður fyrir bakkana, en fólkið fyllti jafnóðum í poka sína og lagði sér til 'munns í harðæri og hungri. — Marg- ar slíkar myndir eru 1 íka til úr kaupstööum Norður- lands, frá Blönduósi, Sauðárkróki, Akurevri og Húsa- vík. og þyrfti að bjarga þeim áður en þær glatast. Til eru myndir af flestum íslenzkum kaupmönnum frá því frjáls verzlun hófst 1787, ýmist olíumyndir eða ljósmyndir, og ættu þær hvergi heima nema í verzlunarminjasafninu. Nú eru margar þessara mynda komnar í mannamyndadeild Þjóðminjasafnsins og þvi hægur hjá, að fá eftirmyndir af þeim. — Það eru ekki nema tveir eða þrír áratugir síðan ég hafði með hönd- um olíumálverk af einum helzta öndvegismanni frjálsra kaupmanna á íslandi, Ólafi Thorlacius kaupm. á Bíldudal, og fór hún í Þjóðminjasafnið fyrir 50 kr.. en þar hefur hún geymst vel, og það er aðalatriðið. Það þyrfti að mála eftir þessari mynd (copy) og hafa hana á fallegum stað í minjasafninu, ásamt myndum af fleiri frumherjum stéttarinnar, svo sem Bjarna riddara Sívertsen í Hafnarfirði o. fl. — í sambandi við rit það um fyrstu ár frjálsrar verzlunar á Islandi, sem ég hef unnið að í nokkur ár, hef ég kynnt mér hvar myndir af kaupmönnum eru til, og býst ég við að gera gangskör að því að ná þeim saman í því tilefni þegar til kemur, en þetta rit ætti ekki að koma út síðar en á 100 ára afmæli verzlunarfrelsisins ár- ið 1954. Loks væri það vel viðeigandi að í safninu væru myndir af gömlum kaupförum, og mætti þar nefna gamla Ólafsvíkur-Svaninn, sem sigldi til Ólafsvíkur á hverju vori í 120 ár og hlekktist aldrei á þangað til hann strandaði þar og „bar þar beinin“ haustið 1893. — Til mun vera mynd af þessu skipi í Danmörku, og mætti eflaust fá hana hingað, en í minni eigu er svanur úr kopar, veðurviti, sem settur var í framsiglu gamla Svans, honum til heiðurs, í tilefni af því, að hann hafði þá siglt á hverju ári til Ólafsvíkur í heila öld, án þess að hlekkjast á eða missa mann, enda var hann kallaður „happaskipið hans Clausens gamla.“ Myntsafn. Sérstök deild í safninu yrði myntsafnið að vera. — Þar yrði safnað öllum gjaldeyri og myntum, scm gjaldgengar hafa verið hér á landi fyrr og síðar, og kemur þar margt til greina. — Fyrst yrði þá ómynt- að silfur frá fornöld, sem vegið var í mörkum og fundizt hefur í fornmannahaugum. Þá væri þar mið- aldagjaldeyrir, sem mest var þýzkur og hollenzkur, t. d. hinir svokölluðu Jóakimsdalir, bræðradalir og hollensk gyllini o. s. frv. En af þessum gjaldevri er nú sama og ekkert til hér á landi. Danir sáu um það, bæði danskir kaujimenn og valdsmenn. Þeir rökuðu öllu silfri til sín héðan af landi, um aldaraðir, — og því er hægt að fá þessar myntir úti í Danmíirku. — Svo er danski gjaldeyririnn, sem var hér á sveimi tvær síðustu aldirnar, spesíurnar, dalirnir og skild- inp;arnir. Hann er vitanlega sjálfsagður þarna. — Loks er gullið enska og danska, — hið svokallaða sauðagull, sem kom inn í landið með skozkum fjár- kaupmönnum á síðustu áratugum 19. aldar. Það voru tvær tegundir af ensku gulli, heil pund og hálf, og danskir gullpeningar, 50, 20 og 10 króna, en auk þess einstaka sinnum 5 króna gullpeningar sænskir. — Ekki má heldur gleyma prívatmyntinni, sem ein- staka kaupmenn létu slá og settu í umferð og aðeins var svarað vörum út á, t. d. peningunum, sem Pétur Thorsteinsson á Bíldudal gaf út og kölluð var Arnar- fjarðarmyntin, og svo eitthvað af vörumerkjum, sem Eyrarbakkaverzlun mun hafa gefið út og máske fleiri, sem mér er ókunnugt um. (Sjá grein Sigurgeirs Sig- urjónssonar hrl. hér í heftinu. — Ritstj.). Þá eiga bankaseðlar allir, sem gefnir hafa verið út á íslandi, frá því Landsbankinn var stofnaður 1885, að vera þarna, sem og íslenzkir seðlar, sem danska stjórnin gaf út í Kaupmannahöfn, en það kom nú reyndar ekki nema einu sinni fyrir. Það var þegar Þióðbanki Dana hrundi í lok Napóleonsstyrjaldanna 1814 og allir seðlar urðu verðlausir, að danska stjórn- in sýndi íslendingum þann heiður og hugulsemi, að gefa út nokkra eins ríkisdals-seðla, sem öðru megin voru áletraðir íslenzku máli, en framhliðin var auð- vitað á dönsku. Af þessum góða gjaldeyri var þó sáralítið sett í umferð hér á landi, og eru þessir seðl- ar nú aðeins í höndum örfárra myntsafnara. Fvrstu seðlarnir, sem Landsbankinn gaf út, voru aðeins y2 milljón að upphæð, og mun vera mögulegt að fá þá enn, sem og fyrstu seðlana, sem íslandsbanki gaí út. auk peningaseðla, sem gefnir hafa verið út síðustu áratugina. Bólcasafn. I sambandi við minjasafnið væri tilvalið, að sér- stöku bókasafni væri komið upp, þar sem væru allar bækur, smáar og stórar, sem ritaðar hafa verið um íslenzka verzlun, fyrr og síðar, sem til næðist, á öll- um tungumálum. Þetta er afar nauðsynlegt fyriv þá. sem vilja gera sögulegar rannsóknir á þessu sviði. — Nýlega var ég að kynna mér ýmislegt viðvíkjaridi Framh. á bls. 71. (i2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.