Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 21
Úr myndasafni V.R. XXV. Konráð Gíslason. „SíSasti Helleninn". Hallgr. Benediktssonar og Sig. Kristjánssonar, um af- nám nokkurra ríkisfvrirtækja og lækkun ríkisgjalda, hafa vakið óskipta athygli þeirra manna, sem fylgzt hafa með ofþenslu ríkisvaldsins síðustu árin. Augu æ lleiri landsmanna eru að opnast fyrir þeim geigvæn- lega háska, sem ofþensla ríkisvaldsins leggur almenn- ingi á herðar. Pyngja skattborgarans er nú tóm. Lengur verður ekki seilzt ofan í hana, til þess að borga taprekstur ríkisfyrirtækja ár eftir ár. Ríkið verður að hætta öllum atvinnurekstri, sem ekki getur keppt við einstaklinga og félög í frjálsri samkeppni. Skilyrðislaust ber að leggja niður þau ríkisfyrirtæki, sem aldrei hafa getað staðið undir rekstrinum. Skattbyrðarnar hafa ofþyngt öllum at- vinnurekstri landsmanna fyrir löngu, og ein lækn- ingin við meinsemdinni er að leggja niður þau ríkis- fyrirtæki, sem tapa ár eftir ár, og lækka fjárfrek ríkisútgjöld, sem við getum hæglega komizt af án. Mikla athygli hefur vakið eitt atriði, er kom fram í ræðu Hallgr. Benediktssonar á Alþingi í umræðun- um um þingsályktunartillögu hans og Sig. Kristjáns- sonar. Hann gat þess, að Landssmiðjan hafi í krafti sinnar miklu innflutningsgetu náð undir sig umboð- um einstaklinga jx rafmagnstækjum, vegna þess að hún hafi í hyggju að hefja stórfelldan innflutning á því sviði. Nú er þá svo komið málum í okkar ,frjálsa“ þjóðfélagi, að ríkisfyrirtæki, sem nýtur allskonar fríðinda og skattfrelsis, er látið keppa við einstakl- inga og félög um innflutninginn, enda þótt þau beri fyrst og fremst skattbyrðarnar. En hvernig er það. er ekki Landssmiðjan komin út fyrir það verksvið. sem henni var i upphafi ætlað? Vill ekki viðkomandi ráðherra lesa reglugerð Landssmiðjunnar betur? Talsmenn skriffinnsku og hafta ruku upp til handa og fóta út af þingsályktunartillögum Sjálfstæðismanna og reyndu að verja allan ríkisrekstur og íhlutun rík- isvaldsins um atvinnurekstur landsmanna. Jafnframl hafa þeir notað tækifærið til að ófrægja þessa þing- menn Sjálfstæðisflokksins og um leið allan atvinnu- rekstur einstaklinga. En það skulu þessir haftapost- ular vita, að þótt þingsályktunartillögur þessar næðu ekki fram að ganga á þessu þingi, verður barátt- unni fyrir málefninu haldið áfram af enn meira kappi, og einnig það, að sigur mun nást fyrr en síðar, fyrr en þá sjálfa grunar. • FRUMVARP SJÁLFSTÆÐISMANNA um afnám ferðabannsins til útlanda er nú orðið að lögum, og er það vel. Bann þetta, sem viðskiptanefndin setti á s.l. ári, var svo frekleg árás á sjálfsögð mannréttindi og frelsi landsmanna, að undrum sætir, að ríkisstjórnin skyldi leggja á það blessun sína. Enda hraut bannið algerlega í bága við mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, sem við íslendingar erum þó aðilar að. Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn börðust hat- rammlega á móti afnámi bannsins, en urðu að lúta í lægra haldi. I' yrsti hlekkurinn í haftakeðjunni er nú brostinn, og Alþingi á að halda áfram á þeirri braut að hverfa frá innflutningshöftum og ófrelsi. PRJÁLS VERZLUN 65

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.