Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 24
Gunnar Ólafsson kaupm.
og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum varð áttatíu
og fimm ára 18. febr. þ. á.
— Hann er löngu þjóð-
kunnur athafnamaður og
persónuleiki, og hefur nú
fyrir skemmstu aukiÖ
frægðarorð sitt með all-
stórri minningabók, sem
tekur yfir fyrra helming
ævi hans, allt til þess er
hann flutti til Vestmanna-
eyja fyrir u. þ. b. fjórum áratugum. (Hefur þeirrar
bókar verið áður að góðu getið hér í blaðinu). Gunn-
ar er Rangæingur að ætterni, en hefur á fullorðins-
árum sínum lengstum unnið lífsstarfið í Reykjavík,
Vík í Mýrdal og svo Eyjum, sem hafa fengiÖ lang-
ríflegastan skammtinn af starfsorku hans. í Reykjavík
og Vík gegngdi Gunnar verzlunarstörfum í næstum
þrjátíu ár, og síðasta þriðjung þess tíma var hann
verzlunarstjóri við Brydesverzlun í Vík. Árið áður
en hann fluttist búferlum til Eyja var hann kjörinn
á Alþing sem þingfulltrúi Vestur-Skaftfellinga, og
sat hann á þingi árin 1908—11. Seinna, árið 1926,
var hann aftur á Alþingi sem landkjörinn þingmaður.
— Langstærsti liðurinn í starfsævi Gunnars Ólafsson-
ar er kaupsýsla hans og útgerð í Vestmannaeyjum,
sem ber nafn hans, enda þótt hann hafi rekið fyrir-
tækið í félagi við aðra. Sjálfur hefur Gunnar stjórnað
þessu gríðarstóra fyrirtæki frá því fyrsta, og enn stend-
ur hann, hálfníræður öldungurinn, í stórræðum, karl-
mannlegur, hressilegur og ráðsnjall að vanda, ein-
beittur og opinskár, af því að hann þarf ekki að
skammast sín fyrir neilt og ekkert að fela. Það fer
vel á því að Gunnar Ólafsson, þessi klettur úr hafinu,
skuli hafa valið sér bólstað á Tanganum í Vestmanna-
eyjum. Á þann hátt er siglingaleiðin inn til hafnar-
innar greinilega merkt með björgum á báðar hendur,
og má ekki á milli sjá hvor tignarlegri er á sína vísu,
hann eða Heimaklettur. Við skulum vona að boðaföll
tímans brjóti ekki „Tangaklett“ niður fyrr en seint
og um síðir.
68
Hjalti Jónsson fram-
kvœmdastjóri og útgerðar-
maður m. m. varð áttræður
15 apr. s.l. — Hann er
fæddur á Fossi í Mýrdal,
ólst þar upp með foreldr-
um sínum til 13 ára ald-
urs, en sá sjálfum sér far-
borða eftir það. Nítján
ára gamall fór hann til
Vestmannaeyja og átti þar
heima til 1895. Fékkst
hann þar við sjómennsku,
þ. á m. formennsku, bjargsig o. fl. Á þeim árum, eða
nánar til tekið 30. maí 1894, vann hann þá dirfsku-
fullu þrekraun, ásamt tveim mönnum öðrum, að klífa
hinn þverhnípta hamar Eldeyjar út af Reykjanesi, og
hafa ekki fyrri farið sögur af mannaferðum þangað
upp. Hefur hann síðan oft í daglegu tali verið nefndur
Eldeyjar-Hjalti, enda tók Guðmundur Hagah'n þann
titil á bók sína, sem hefur að geyma ævisögu Hjalta
Jónssonar, sagðri fyrir af söguhetjunni sjálfri. — Eft-
ir vistina í Eyjum fór Hjalti í Stýrimannaskólann
og lauk þaðan prófi árið 1899. Gerðist hann nú skip-
stjóri á þilskipum og togurum, sem voru nýsköpunar-
tæki þeirra tíma, tók mikinn þátt í öflun þeirra og
útgerð, varð forgöngumaður um stofnun Fiskveiða-
hlutafélags Islands og skipstjóri í þjónustu þess. Síð-
an lét hann af sjómennskunni og gerðist framkvæmda-
stjóri ýmissa útgerðar- og kaupsýslufyrirtækja, þ. á
m. h.f. Kol og Salt um sex ára skeið, og má geta þess
að kolakraninn í Reykjavík var reistur fyrir atbeina
hans og var hann í þann tíð voldugasti krani á Norð-
urlöndum. Seinna beitti Hjalti sér fyrir stofnun vél-
smiðjunnar Hamars, og má óhikað segja, að hann
hafi verið máttarstjólpi þess fyrirtækis allt til þessa
dags, enda ávallt beinlínis unnið í þágu þess.
Hjalti Jónsson er í tölu hinna mestu forvígismanna
„endurreisnartímabilsins“ á íslandi. Handbrögð hans
í hinu unga atvinnulífi íslendinga eru fullkomlega
sambærileg við „renaissansinn“ í Rómaríki forðum,
hvorttveggja er jafn glampandi af áræði, bjartsýni
eldmóði og tíguleik, sem ekkert fær staðið gegn, hvorki
FRJÁLS VERZLUN