Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 27
Jón GuSmundsson kaup- mdSur átti fimmtugsafmæli 20. nóv. f, á., og viljum vér ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess, enda þótt nú sé nokkuð Iangt um liðið. Jón er er ættaður úr Döl- um og af Ströndum, fæddur á Óspakseyri við Bitrufjörð. Hann fór unglingur til Reykjavíkur og vann í fyrstu ýmis störf, m. a. verzlunarstörf, unz hann keypti búð á Njálsgötunni árið 1928 og hóf verzlunarrekstur fyrir eigin reikn- ing og „risikó“. Síðan hefur Jón stundað fyrirtæki sitt af mikilli árvekni og útsjónarsemi, og er óhætt að fullyrða að verzlunargengi hans og vinsældir hafi farið stöðugt vaxandi alla tíð, svo að verzlunin Fell og Jón í Felli eru fyrir löngu komin í tölu kunnustu nafna í viðskiptalífi Reykjavíkinga, að maður nú ekki tali um Austurbæinga. Leiðir margra hafa legið í Fell þessi tuttugu ár, sem Jón hefur staðið þar við stýrið, og flestum hefur áreiðanlega þótt þar gott til fanga, því að oft er þar að finna ýmislegt, sem ekki liggur á boðstólum í hverri búð. Slík er forsjálni Jóns, og slík er forsjálni hins góða kaupsýslumanns Sam- fara þessu er svo glaðlegt og ljúfmannlegt viðmót, hornsteinn allra vinsælda, og fer þá að verða auðráðin velgengni og gifta Jóns Guðmundssonar Að endingu viljum vér vona, að meðfylgjandi mynd af Jóni í Felli, og þó öllu heldur önnur nýrri, geti birzt hér í blað- inu á mörgum merkisafmælum hans hér eftir. enda þótt greinarstúfarnir utan um hana hljóti ávallt að vera á sömu bókina lærðir. FRÓÐLEIKSMOL AR. Samkv. reikningnum Landbankans fyrir árið 1947 varð reksturshagnaður seðlabankans á árinu rúmar 7,5 millj. kr., en reksturshagnaður sparisjóðsdeildar- innar ásamt útibúum varð rúmar 8,3 millj. kr. Hagnaður ríkissjóðs af seldum setuliðseignum, frarn til ársloka 1947, nam rúmum 3,8 millj. kr. \ Kaupgreiðslur til handa íslendingum, vegna fram- kvæmda við smíði á nýrri flugstöð á Keflavíkurflug- velli, námu 1.275.000,00 kr. á fyrstu 6 mánuðurn ársins 1948. Á árinu 1947 var engin mjólk soðin niður hér á landi, en árið áður voru soðin niður 419 tonn mjólkur. '-------------------------—^ Verzlunarminjasafn Framhald af blaðsiöu 62. v_____________________—------ verzlunarástandinu fyrstu árin eftir 1787, og þurfti þá að nota 11 bæklinga eftir ýmsa kaupmenn o. fl. um íslenzk verzlunarmál, sem út komu í Kaupmanna- höfn á árunum 1794'—1800, og fékk ég þá flesta i Landsbókasafninu, en í bókasafni V.R. er enginn þeirra til. — Væri ekki einmitt tímabært að athuga hvoit þetta gamla útlána-bókasafn félagsins er ekki orðið úrelt og óþarft? Forsendurnar fyrir starfi þess cru víst ekki lengur til staðar. Væri ekki betra að breyta því í vísindalegt verzlunarbókasafn eins og hér hefur verið bent á? Sacfnfrœðileg starfsemi. Ég hef nú hér að framan vikið að þeim verzluna.- minjum, sem enn eru ofanjarðar, en ég vil, áðúr en ég lýk þessum hugleiðingum mínum, skjóta því frani, hvort ekki væri þarft þegar til kemur, að rannsaka ýmislegt, sem þegar er sokkið í jörðu á hinum ýmsu verzlunarstöðum meðfram ströndum íslands. Þar eru óteb'andi húsarústir, og í þeim margt fémætt hulið í jörðu. Væri ekki heppilegt að þeir, sem stæðu að minjasafninu, rannsökuðu forna verzlunarstaði á sumrum O" skrifuðu sögu þeirra? Á Snæfellsnesinu einu eru sjö fornir verzlunar- staðir í rústum. Fyrst skal telja verzlunarstaðinn hjá Hamrinum við Straumfjarðarárósa, sem er frá land- námsöld. Þar eru búðatóftir og langskipanaust. Þá eru Búðir eða Hraunhöfn einnig frá landnámsöld. í Bervík undir Jökli hefur verið verzlunarstaður á miðöldum. Rif er einn elzti verzlunar- og lendingar- staður á landi hér. Þar var mikið athafnalíf og fjöl- menni um aldaraðir. Þar höfð’u enskir kaupmenn bækistöð sína. og þar var fyrst saltaður fiskur til út- flutnings á íslandi. í Grundarfriði var mikil verzlun- ar- og hvalveiðastöð á miðöldum. í Kumbaravogi verzluðu Englendingar, en Þjóðverjar í Nesvogi. Á öllum þessum stöðum eru húsarústir, sem bíða rann- sókna. Svona er líka um alla Vestfirði og allt land, en ég sný mér svo ýtarlega að Snæfellsnesinu. því að það er mér næst. V.R. liefur nú með samþykkt sinni á síðasta aðal- fundi tekið þetta mál á sína arma. Ég ber fullt traust til þessa félags, að það beri málið fram til farsællegra framkvæmda, þó að það verði ekki gert allt í einu vetfangi, því að hér þarf bæði fé og fyrirhöfn. Osc.ar Clausen. FRJÁLS VERZLUN 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.