Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 29
Viðreisnin á Íialíu
Marshall-aðstoðin hafði heillavænleg áhrif á efnahagslegt ástand
landsins á árinu 1948, eftir því sem skýrsla Efnahagsstofnunar Evrópu-
hjálparinnar, sem nýlega var birt í Róm, greinir frá.
Hinar björtu hliðar efnahagsástandsins eru fyrst og fremst þessar:
1. Þjóðartekjurnar jukust um meira en 6% á árinu og urðu þannig
9/io hlutar af því, sem var að meðaltali á ári fyrir styrjöldina.
(Árið 1945 voru þjóðartekjurnar aðeins helmingur af fyrir-stríðs
meðaltalinu). En betur má, ef duga skal, vegna þess að þjóðar-
tekjurnar þurfa að vera 17% hærri en árið 1938, svo að landið
geti talizt algjörlega efnahagslega sjálfsta:tt og þurfi enga auka-
hjálp frá Bandaríkjunum.
2. Utflutningur landsins, sem er þjóðinni ákaflega mikilvægur,. vegna
kaupa erlendis frá á matvælum og hráefnum, jókst úr 54 millj.
doll. mánaðarmeðaltali fyrstu 10 mán. 1947, í 80 millj. doll.
að meðaltali á mánuði á sama tímabili 1948.
3. Verðbólguna, sem ógnaði landinu 1947, tókst að stöðva og það
með svo góðum árangri, að allt verðlag lækkaði um 8% á árinu
1948. Bankainnistæður fyrstu 10 mán. 1948 urðu næstum jafn-
miklar og fyrir allt árið 1947, en það er talið merki þess, að
Jtalir hafi fengið aftur trúna á þessari forðum tvísýnu og haltr-
andi líru sem gjaldmiðli.
4. Ferðamannastraumurinn hefur aukizt að miklum mun, og búazt
ítalir t. d. við 45 millj. doll. tekjum af ferðamönnum á fjárhags-
árinu 1949—1950.
En efnahagsástand landsins hefur einnig dökkar hliðar, og eru þetta
þær helzlu:
1. Utanríkisverzlun landsins á árinu 1949—1950 mun enn verða óhag-
stæð um 561 millj. doll., upphæð sem jafnast á við meira en l/j
hluta af öllum innflutningi landsins. Þetta má þó kalla framför
í samanburði við væntanlegan halla á yfirstandandi fjárhagsári,
en hann er talinn muni verða óhagstæður um 679 millj. doll.
2. Á árinu 1948 var aðeins 13% af þjóðartekjunum varið aftur til
framleiðsluaukningar, en einmitt öll framleiðslufyrirtæki þurfa
mjög á auknu fjármagni að halda. (Skýrsla efnahagsstofnunar-
innar kallar þetta „ekki algjörlega ófullnægjandi“ en vissulega
lítið í samanburði við þarfirnar).
3. Á öðru ári Marshall-aðstoðarinnar þurfa ítalir enn á 610 millj.
doll. hjálj) að halda frá Bandaríkjunum, sem er þó lækkun frá
fyrsta árinu, en þá fengu þeir 666 millj. dollara.
ítalskir stjórnmálamenn fullyrða, að hefði landið ekki notið góðs
af Marshall-aðstoðinni, væri allt oltið um koll í atvinnulífi landsins og
sundrung, skortur og upplausn ráðandi ríkjum.
eru þó bjartsýnir og segja að janú-
ar sé óhentugur tími til bílasölu og
því enginn mælikvarði á útflutning
bifreiða þangað í ár Enda telja
framleiðendur þá menn bölsýnis-
menn, sem halda því fram, að ekki
verði hægt að ná fyrirhuguðu út-
flutningstakmarki þangað í ár, en
það er 40 þús. bifreiðir.
Bezta markaðsland brezkra bif-
reiða í Evrópu á s. I. ári var Belgía,
en þangað seldu þeir 14.753 bíla.
Næstir komu Portúgalar, er keyptu
7.028 bifreiðir.
Portúgalar hafa bannað allan bíla-
innflutning frá Bretlandi fyrst um
sinn, eða þangað lil gengið verður
til fullnustu frá brezk-portúgalska
viðskiptasamningnum, en nokkur á-
greiningur er ennþá á milli samn-
inganefndanna.
Frakkland.
Nýlega var sett upp ný vél í verk-
smiðju einni í Lille í Frakklandi,
og er talið að hún muni hafa í för
með sér gjörbreylingu á allri vefn-
aðarframleiðslu. Vél þessi er ítölsk
uppfinding og kölluð „Nastrofil“.
Mun vélin flýta mjög mikið fyrir
s])unaaðferðinni, þar sem hún gerir
nokkur millibilsstig í framleiðslunni
óþörf.
Þýzkaland.
Opinber bandarískur fjármálasér-
fræðingur hefur komizt að þeirri
niðurstöðu, eftir nákvæma rannsókn
á kaupmætti þýzka marksins í Vest-
ur-Þýzkalandi og í sambandi við
verðlag á fáanlegum vörum þar, að
eitt þýzkt mark jafngildi 30 banda-
rískum centum.
Forstjóri verksm. þeirrar, er fram-
leiðir þýzku almenningsbifreiðirnar,
hefur í blaðaviðtali látið í ljós þá
skoðun, að ef flytja ætti bifreiðir
verksmiðjunnar úr landi samkv.
hinu nýja gengi, sem hernámsyfir-
völd Vesturveldanna hafa nýlega á-
kveðið, þá tapi verksmiðjan 2 þús.
þýzkum mörkum á hverri bifreið.
Allt fram að þessu hefur útflutn-
ingur þýzku bifreiðanna verið háð-
ur sérstöku skráðu gengi á markinu
og í samræmi við samninga, sem
gerðir voru þar að lútandi fyrir ári
síðan.
Hafin er framleiðsla á nýrri gerð
bifreiða, sem sérstaklega er ætluð
til útflutnings, og er um miklar end-
urbælur og breytingar að ræða frá
fyrri gerð.
Á þessu ári er ráðgert að' fram-
leiða 40 þús. bifreiðir, og er næst-
um allt það magn selt, eftir því sem
verksmiðjan tilkynnir.
Bandaríkin.
Á árinu 1948 seldu bandarískir
FRJÁLS VERZLUN
73