Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 33
samtökum. Um þrítugt réðist Jón Björnsson frá Bæ í
það, ásamt alnafna sínum og mági frá Svarfhóli, að
kaupa Brydesverzlun í Borgarnesi, aðra hinna tveggja
stóru, dönsku verzlana þar á staðnum, og ráku þeir
hana í félagi um fjöldamörg ár. (Jón frá Svarfhóli
lézt árið 1942).
Friðrik Þórðarson forstjóri í Borgarnesi ritar svo
m. a. í eftirmælum eftir Jón heitinn frá Bæ: „Eins
og að líkum lætur, hafði Jón frá Bæ á sínum langa
starfsferli margt fólk í þjónustu sinni, og mun það
einróma álit allra, að slíkan húsbónda sem hann væri
ekki unnt að eiga, enda voru vistaskipti fátíð í starfs-
mannaliði hans. Öllum sínum hjúum kom hann til
nokkurs þroska og sleppti ógjarnan af þeim hendi,
án þess að húa sérstaklega í haginn fyrir þau. Prúð-
mannleg framkoma og háttvísi Jóns, ásamt glaðlyndu
viðmóti og góðlátlegri kímni, gerir hann ógleyman-
legan öllum, er hjá honum unnu, er dugnaður hans
og hagsýni og frábær reglusemi, fagurt fordæmi og
góður skóli. Jón Björnsson var ágætlega gefinn mað-
ur og minnið trútt. Hann hafði mikið yndi af sagn-
fræði og skáldskap og var betur að sér í íslenzkum
hókmenntum, fornum og nýjum, en nokkur annar leik-
maour, er ég hef kynnzt.
Jón Björnsson var kvæntur Helgu Björnsdóttur frá
Svarfhóli, víðkunnri ágætiskonu. Eru fjögur börn
þeirra á lífi, uppkomin.“
Guðmundur Kristjánsson
skipumiMari í Reykjavík
lézt 4. apr. s.l.
Hann var fæddur 16.
júlí 1871 í Haukadal í
Dýrafirði, sonur hjónanna
Kristjáns Özurarsonar
bónda og Ragnheiðar Pét-
ursdóttur. Þegar í æsku tók
Guðmundur að stunda sjó-
inn, varð matsveinn á skipi
aðeins 11 ára gamall. Báts-
formaður var hann orðinn
18 ára, og síðar varð liann stýrimaður og skipstjóri
á þilskipum. 23 ára að aldri réðzt hann í siglingar
á amerísku skipi, og þremur árum seinna lauk hann
skipstjóraprófi á Borgundarhólmi. Eftir það var hann
í förum á dönskum skipum um skeið, en árið 1899
varð hann skipstjóri á togara Vídalíns-útgerðarinnar
hér heima, og var hann þannig fyrsti íslenzki togara-
skipstjórinn, a. m. k. þeirra, er stunduðu veiðar við
Island. Eftir nokkra hríð settist hann aftur að heima
í Dýrafirði, gerðist þar skipstjóri á fiskiskipum, stund-
aði búskap og rak verzlun í Haukadal. En árið 1910
hvarf hann þaðan á brott og gerðist stýrimaður og
síðar skipstjóri á strandferðaskipinu „Vestra“ til 1913,
en þá tók hann að sér stjórn á öðrum dönskum skip-
um í millilandasiglingum. Flutti hann vörur hingað
til lands og til Grænlands á stríðsárunum fyrri fram
til 1917, er hann lét af sjómennsku og settist að í
Reykjavík litlu síðar. Stofnaði hann þá skipamiðlun,
fyrstur allra íslendinga, og rak hana til ársins 1932,
er hann fluttist til Keflavíkur og hófst þar handa um
útgerð, fiskverkun og salt- og kolaverzlun, og var
í fyrstu einkaeigandi og seinna formaður stjórnar
hlutafélagsins, sem rak starfsemina. Einnig varð hann
forstjóri hafskipabryggjunnar þar, afgreiðslumaður
Eimskipafél. íslands o. fl. Árið 1944 búsetti hann sig
að nýju í Reykjavík og stofnaði þar með öðrum Bygg-
ingafélagið Brú og gengdi þar stjórnarstörfum þangað
til á s.l. ári, er hann varð að draga sig í hlé, fyrir
sakir heilsbrests. Guðmundur var meðal helztu hvata-
manna að stofnun hvalveiðifélagsins Hvalur h.f., en
fyrir stríð hafði hann verið hluthafi og meðstjórnandi
í hvalveiðifélagi á Tálknafirði. Á fyrri dvalarárum
sínum í Reykjavík gegndi hann mörgum trúnaðarstörf-
um, átti m. a. sæti í sjórétti Reykjavíkur og skipa-
skoðun ríkisins, allt frá því er hún var stofnuð árið
1920, var virðingarmaður á skipum og sjósköðum
o. s. frv.
Mikill atorku- og framfaramaður er hniginn að
foldu með Guðmundi Kristjánssyni, eins og framan-
skráð brot úr ferli hans gefa lil kynna. Að slíkum
mönnum er mikil eftirsjá, ekki sízt þegar með þeim
fellur hið góða og gamla, sem nýi tíminn fær ekki
bætt. I eftirmælum um Guðm. í Mbl. sagði Kristján
Bergsson útgm. (sem síðan er látinn) : „Með Guðmundi
er genginn mikill dugnaðar- og mannkostamaður . starfs-
samur og velviljaður atorkumaður, bjartsýnn maður,
sem lét torfærurnar aldrei standa í vegi fyrir alhöfn-
um sínum. Guðmundur var gleðimaður mikill og hrók-
ur alls fagnaðar, enda drógust menn mjög að honum
og sóttust eftir kunningsskap hans. Jafnan var kátt
á heimili hans, en hann var mjög veitull og gestrisinn
og hafði mikla nautn af glaðværum félagsskap. —
Það var jafnan bjart yfir öllu hans lífi og öllu hans
slarfi.“
Guðmundur heitinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína,
Sigríði Guðmundsdóttur, missti hann árið 1929, en
seinni konan, Sigurbjörg Vilhjálmsdótlir, lifir mann
sinn. Guðmundi varð ekki barna auðið, en átti eina
kjördóttur. — Hann var sæmdur riddarakrossi Fálka-
orðunnar árið 1930 fyrir margháttuð brautryðjenda-
störf í atvinnumálum.
FRJÁLSVERZLUN
77