Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 38

Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 38
ágæt skil. Meginþættir þessarar skapgerðar, köld og dulmögnuð ró semin, — þ. e. þjáningin og ásök- unin — og svo í þriðja lagi funi hjartans, komu allir skýrt og eðli- • lega fram í látbragði og raddblæ frú Ingu, svo að sómdi vel þessu sérstæða hlutverki, sem er að ýmsu leyti hið frumlegasta í þessum leik, og er hann þó síður en svo alvana- legur. Herrann er fulltrúi valdsins, sér i lagi sýndarvaldsins og sjálfsþótt- ans, maður veraldarvafsturs, mót- fallinn andlegheitum og siðaprédik- unum, að vonum helzt ef þær koma við sárasta kaun hans — samvizk- una. Þó er hann alls ekki ófreskja. Það eru ærlegar og skemmtilegar taugar í honum, en liann er óneitanlega beggja handa járn. — Þennan mann leiddi Jón Aðils í Ijós. Leikur hans var markviss og öruggur, svo að ekki bar snurðu á. Sýndi Jón glögglega leikhæfileika sína sem oft- lega áður, enda þótt hann hafi sjálfsagt ekki þurft að taka á „honum stærsta sínum“. Að vísu er hlut- verkið vandasamt, en mér virðist það falla svo vel að hæfi Jóns, a. m. k. hvað ytri skilyrði áhrærir (líkams- hæð, málróm o. þ. h.), að honum hefur áreiðanlega veitzt tiltölulega auðvelt að tileinka sér herradóminn. Þreytli maðurinn er möndullinn í sjónleiknum og talandi vottur þess boðskapar, sem höfundurinn vill tjá áheyrendum og óskar að þeir helgi samúð sína. Hann er maður af andanum: skáld, heimspekingur og sannleiksleitandi, en er nú orðin úttaugaður og von- svikinn ólánsmaður, þyrstur í svölun, hvort heldur er vín, vatn —- eða hanabikar. Á öllu þessu bergir hann þarna inni í bið- salnnum og lækn- ast af síðasta teygn- um, sem er raunar blýkúla út úr byssu- hlaupi. Höfundur- inn leggur Þreytta manninum ótal- mörg orð á tungu, oft næsta torráð, og þess heyrðist getið, að boðskapur þeirra hefði farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum leikhúsgestum. Að því arna stuðlar einkum leikæfing- in, sem látin er fara fram þarna inni í biðsalnum, en hún er aðallega samanslungin úr þeim þáttum manneðlsisins. sem ekki liggja utanborðs, en eru þó í sjálfu sér jafn snarir í tjáningu mannsins og tilfinningum sem hin- ir, er fremur gætir. — Táknræn fyrir Þreytta manninn er sagan, sem hann segir um manninn, sem ætlaði að heimsækja ástvin sinn en komst aldrei á leiðarenda, af því að hann fann sig knúðan til að ganga alla vegi, er þangað lágu, og jafnt hvern einasta hliðarstíg þar út í frá. Ekki er síður einkennandi fyrir þennan nú kaldhæðna sannleiksleitanda lítils- virðing hans á gosbrunninum, sem dælir vatninu sí og æ hátt í loft upp, svo að allur almúginn hrífst af, en er í rauninni knúinn tækjum, er sóa rafmagni fyrir háa upphæð á ári hverju. Sannast þar að þekkingin eykur ekki öllum gleðina. — índriði Waage hafði á hendi þetta aðalhlutverk leiksins og lék það af að- dáunarverðum skilningi og snilld, svo sem hans var von og vísa, og er þó ekki heiglum hent að sýna þessa manngerð á sannfærandi hátt. Hlutverkið þarf að með- höndla með hárfínum næmleik, og það krefst marg- víslegra bla:brigða í tjáningu máls og látæðis, en Ind- riða skeikaði ekki. Leikur hans var þrekvirki og því hinn verðugasti til minningar um 25 ára leiklistar- afmæli hans, sem var einmitt um sömu mundir. Prédikarinn er „hrópandinn í eyðimörkinni“ á þess- um stað. Boðskapur hans er: „Gætið yðar, góðu vin- ir, verið viðbúnir. Þér vilið eigi daginn né stundina.“ Eu hann fær yfirleitt ekki góða áheyrn hjá fólkinu í biðsalnum. Þó setur málflutningur hans að sumum ugg og aðgát í eig- in barm. — Róherl Arnfinnsson sýndi prédikarann á skörulegan og eftir- minnilegan hátt, svo að mikil sæmd var að Það er aug- ljóst og auðheyrt. að hann er að kom- ast í tölu okkar beztu leikara. Leikkonan er í- mynd ásthrifninn- ar. Hún er gáfuð stúlka, næm fyrir skáldskap, listum og duldum mein- ingum, enda verður Ókunna konan. Prédikarinn. 82 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.