Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.04.1953, Qupperneq 2
'Í-Jiðskiptin oid cRustur-0ýzkaland Spjallað við Björn Guðmundsson framkvæmdastjóra Eins og kunnugt er, þá fór h€*ðan nefnd manna í febrúar s. I. til að annast innkaup á vörum frá Austur-Pýzkalandi. Um mánaðarmótin maí-júní komu svo fyrstu vörurnar þaðan til landsins. FRJÁES VERZLUN liefur snúið sér til cins af nefnd- armönnunum, Björns Guðmundssonar, framkv.stjóra, og spurt hann nánar um þcssi nýju viðskipti. — Hver voru tildrög að ferð ykkar til Austur- Þýzkalands? Um langan tíma hefur verið unnið að því að koma á viðskiptum við Austur-Þýzkaland. Á s.l. hausti tókst Magnúsi J. Sigurðssyni, umboðsmanni Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, að selja 3.000 tonn af hraðfryst- um fiski þangað og fór afskipun hans fram fyrir ára- 1 H.O. búðunum í Austur-Berlín, sem starfræktar eru af rík- inu, er verðlag mun hærra en í búðum neytendafélaganna, enda eru mciri munaðarvörur þar á boðstólum. Einn ltalkún kostar 33 austur-þýzk mörk (markið er í kringum kr. 0,80). Afgreiðslustúlkurnar hafa 253 mörk í laun á mánuði, en þar af greiða þær 45 mörk 1 opinber gjöld. mót. Fiskurinn var seldur í vöruskiptum. 1 febrúar s. 1. fór svo héðan fjögurra manna nefnd til að skoða sýnishorn og annast innkaup á þeim vörutegundum, er Islendingar gátu fengið í skiptum fyrir fiskinn. Formaður nefndarinnar var Karl Þorsteins, stórkaup- maður, en aðrir í nefndinni voru Páll Sæmundsson, kaupm., Kjartan Sæmundsson, fulltrúi hjá S.Í.S., °g ég. — Hveniig gengu svo innkaupin? Það er ekki hægt að segja annað, en að það þurfi bæði mikla þolinmæði og yfirvegun að gera viðskipti við Austur-Þýzkaland í dag. Ef til vill er það ekki svo einkennilegt, þegar tekin er til athugunar sú mikla endurskipulagning, sem átt hefur sér stað í viðskipta- lífinu sem öðru í þessum landshluta undanfarin ár. Allar hinar mörgu verksmiðjur í Austur-Þýzkalandi mega nú ekkert gera nema eftir ákveðnum skipunum frá hilfuðskrifstofunum í Berlín. Og það sorglega er, að þeir menn, sem þar starfa á hverjum tíma, eru alls ekki svo nákunnugir högum og háttum hvers framleiðanda um sig. Oft verður að skrifa fram og til baka milli þessarra aðila, áður en ákveðið eða end- anlegt svar berst til hins raunverulega kaupanda. Þá er og oft verið að breyta til um bæði menn, húsnæði og deildarskipun. Skrífstofur þær, sem hafa með höndum útflutnings- verzlunina, eru dreifðar víðs vegar um hernámssvæði Rússa í Berlín. Eiga húsnæðisvandræði stóran þátt í að svo er, sökum hinnar miklu eyðileggingar er urðu þarna í stríðinu. Að þjóðnýta svo mikinn hluta af stóriðnaði Þýzka- lands, en það var hann vissulega fyrir stríð, á sama tíma og reynt er að endurbyggja eftir stríðið, hlýtur alllaf að verða mjög þungt og erfitt í vöfunum. Og þar að auki er á allra vitorði, að þjóðin eða einstakl- ingarnir standa alls ekki samhuga um aðferðina. Skiptar skoðanir geta verið um þjóðnýtingu eða 34 frjÁlS VSRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.