Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Síða 18

Frjáls verslun - 01.04.1953, Síða 18
V. Leðurvöruverzlun Jóns Brynjólfssonar rr lefturvorzlun Jóns IJrynjólfssonar. A myndinni ern, talið frá vinsíri, Októ I>orgrfmsson, Magnús J. Brynj- ólfsson, eigandi verzlunarinnar og Kriftrik J. E.vfjörft. Þau eru ekki ýkja mörg verzlunarfyrirtækin hér á landi, er eiga hálfra aldar starfsferil að baki. Mest einkennandi fyrir elztu verzlanir hér í bæ er, að þær ískuli aliar vera sérverzlanir í ákveðnum vörugreinum. Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar, elzta sérverzlun landsins með leður og skinn, ásamt tilheyrandi efni- vörum til skósmíða, söðlasmíða, aktygjasmíða o.fl., átti 50 ára afmæli 3. apríl s.l. Stofnandi verzlunar- innar, Jón heitinn Brynjólfsson kaupmaður, lærði skósmíði hjá Rafni Sigurðssyni, skósmið. Að iðnnámi loknu fór hann utan til Danmerkur til frekara náms. Dvaldi hann þar í landi í nær þrjú ár. Eftir heim- komuna setti hann á stofn skósmíðavinnustofu hér í bæ, 4. ágúst 1890. Hafði hann þegar í upphafi tölu- verða umsýslu og unnu á skósmíðastofunni oftast 6— 9 sveinar. í þá daga var mest allur skófatnaður lands- manna handunninn. Árið 1897 lét Jón byggja húsið nr. 3 við Austur- stræti, sem þá var eitt af stærstu húsum í hænum, og hélt þar áfram iðn sinni, unz hann stofnaði leð- urverzlun sína 3. apríl 1903. Hefur verzlunin ávallt síðan verið þar til húsa. Verzlunin varð brált um- Jón Brynjólfsson. fangsmikil, lagði Jón þá niður skósmíðavinnustofuna og helgaði sig verzluninni upp frá því. Jón heitinn Istarfrækti verzlunina af miklum dugn- aði og varð sérlega vel til viðskipta, enda kappkost- aði hann að hafa aðeins varídaðar vörur, og hefur þeirri reglu verið fylgt fram á þennan dag. Er verzl- unin fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir vöruvöndun og áreiðanleik í hvívetna. Á heimsstyrjaldaiárun- um fyrri keyplu Færeyingar allt sitt sólaleður hjá verzluninni. Fjölmargir viðskiptavinir verzlunarinnar um land allt eru búnir að eiga viðskipti við hana í 15 til 45 ár. Jón Brynjólfsson naut almenns trausts hér í bæjar- félaginu og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í þágu þess. Hann var einn af istofnendum Verzlunar- ráðs Islands, formaður Kaupmannafélags Reykjavík- ur var hann 1916—19, og einn af stofnendum Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík. Jón andað- ist 1. febrúar 1942. í árslok 1926 seldi Jón, Magnúsi syni sínum, verzlun- ina, og hefur hann starfrækt hana einn síðan. Magnús hafði áður dvalið í Bandaríkjunum um 8 ára skeið og fékkst þar við margvísleg störf. Hann lauk m.a. prófi frá Merchants Framh. á bls. 55.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.