Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Side 21

Frjáls verslun - 01.04.1953, Side 21
pélagsm Framhaldsaðalfundur V.R. Framhaldsaðalfundur félagsins var haldinn mánu- daginn 27. apríl s.l. í Sjálfstæðishúsinu. Aðaldag- skrárefni þessa fundar voru lagabreytingar, en aðal- fundurinn 12. nóv. s.l. náði ekki að afgreiða þær og var þeim vísað til framhaldsaðalfundar. Pétur Sæmundsen flutti breytingartillögur stjórn- ar V.R. við þær tillögur til breytingar á lögum félags- ins, er lágu fyrir siðasta aðalfundi. Kvað flutningsmaður stjórn V.R. telja brýna nauð- syn á, að félagið gengi í Alþýðusamband íslands, og kvað meginatriði þeirra lagabreytinga, er stjórnin stæði að, miða að því að svo gæti orðið. Talsverðar umræður urðu um sumar breytingatil- lögur stjórnar V.R., og komu fram tillögur til breyt- ingar við þær, en þær voru allar felldar. Breytingartillögur stjórnar V. R. voru allar sam- þykktar, að undanskilinni einni, er var felld með litl- um atkvæðamun. Gjaldkeri félagsins, Pétur Sæmundsen, flutti tillögu um ársgjald félagsmanna. Lagði hann til, að ársgjald karla yrði kr. 100,00, en kvenna kr. 50,00. Tillaga þessi var felld með 43 atkvæðum gegn 39. Kom þá fram tillaga um, að ársgjald karla yrði kr. 80,00 og kvenna kr. 40,00, og var hún samþykkt. 1 fundarlok kvaddi Ragnar Ólafsson sér hljóðs og óskaði eftir, að stjórn V.R. boðaði til fundar, þar sem rætt yrði hið breytla viðhorf í verzlunarmálunum, sem skapast hefur við stofnun hinna mörgu pöntunar- félaga. Fundi var slitið nær hálfri stundu eflir miðnætti. • ASalfundur Félags matvörukaupmanna í Reykjavík var haldinn 20. apríl s.l. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Guðmundur Guðjónsson, er nú var kosinn formað- ur í 19. sinn, Sigurliði Kristjánsson, Axel Sigurgeirs- son, Björgvin Jónsson og Lúðvík Þorgeirsson. í vara- stjórn voru kosnir: Gústaf Kristjánsson, Kristján Jóns- son og Pétur Kristjánsson. Félagið varð 25 ára hinn 28. apríl s.l. og var þess minnzt með hófi í Tjarnarkaffi. I tilefni afmælisins og fyrir vel unnin störf, voru þeir Ólafur Jóhannes- son, er var helzti forgöngumaður að stofnun félags- lögum. ASalfundur Sambands smásöluverzlana var haldinn 29. apríl s.l. Eru nú 10 sérgreinafélög með nær 400 verzlanir innan vébanda samtakanna. Formaður sam- bandsins var endurkosinn Jón Helgason, svo og vara- formaður Kristján Jónsson og gjaldkeri Páll Sæ- mundsson. • Félag íslenzkra stórkaupmanna átti 25 ára afmæli 21. maí s.l. Félagatalan er nú 120, og eru flestir stór- 'kaupmenn liér á landi í félaginu. Félagið var í upp- hafi stofnað til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og hefur það sinnt því hlutverki æ síðan. Félagið starfrækir skrifstofu hér í bæ og veitir Einar Ás- mundsson, hrlm., henni forstöðu. Formennsku í félaginu liafa gegnt í þau 25 ár, er það hefur starfað, þeir Arent Claessen, Eggert Krist- jánssón, Egill Guttormsson, og nú síðast Karl Þor- steins. Auk Karls eiga sæti í núverandi stjórn: Páll Þorgeirsson, Björn Snæbjörnsson, Guido Bernliöft og Sveinn Helgason. í FRJÁLSRI VERZLUN, 5, hefti 1948, er saga félagsins fyrstu 20 árin rakin nánar. • Aðalfundur Verzlunarráðs ísla.nds var haldinn dag- ana 28. og 29. maí s.l. Hin nýkjörna stjórn ráðsins er þannig skipuð: Fulltrúar tilnefndir af sérgreinafélög- um kaupsýslumanna: Eggert Kristjánsson, Egill Gutt- ormsson, Hans R. Þórðarson, Isleifur Jónsson, Jón Bergsson, Karl Þorsteins, Páll Sæmundsson og Stef- án Thorarensen. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík og Hafnarfirði■. Guð- mundur Guðjónsson, Hjörtur Jónsson, Magnús J. Brynjólfsson, Othar Ellingsen, Sigurður B. Sigurðs- son og Sveinn Guðmundsson. Kjörnir fulltrúar annars staðar af landinu: Gestur Jóhannsson, Seyðisfirði, Sigurður Ágústsson, Stykkis- 'hólmi og Tómas Björnsson, Akureyri. Framkvæmda- stjórn ráðsins er þannig skipuð: Eggert Kristjánsson, formaður, Sigurður Ágústsson, varaformaður, Hjört- ur Jón^son, ísleifur Jónsson, Karl Þorsteins, Othar Ellingsen og Tómas Björnsson, Akureyri. FRJÁtLS VERZLUN 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.