Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 8
Skarphéöinn Jóhannsson, arkitekt: Um verzlanir Sú tilhugun, sem við þekkjum á verzlunum í dag, er árangurinn af aldalangri þróun. í upp- hafi voru markaðirnir og markaðstorgin í bæj- unum einu staðirnir, þar sem fólk keypti nauð- synjar sínar. Enn þann dag í dag eru torgsölur „Rinascente" heitir stðrt verzlunarhús i Mílanó. Myndin sýnir aðalinnyðngudymar. Verzlun jrá Pomyei, 79 e. Kr. í miklum blóma víða um lönd. Til eru ágætar frásagnir um verzlanir og verzlunarhætti fyrri tíma. I rómversku borgunum Pompei og Her- culanum, er stóðu undir lilíðum Yesúvíusar og huldust þykku vikurlagi árið’ 79 e. Kr., lcom margt furðulegt í ljós, er farið var að ryðja burtu vikurdyngjunum. Borgarbragur þeirra Rómverjanna hefur verið svo fullkominn, að við getum öfundað þá af ýmsum þægindum, sem þeir hafa haft í híbýlum sínum, auk hinna dá- samlegu listaverka og skrautmuna. Verzlanirnar í Pompei hafa um margt verið líkar þeim, sem við' nú þekkjum um allt fyrirkomulag og má því segja, að við' byggjum á langri reynslu. Mál- ið er þó ekki svo einfalt. Það verða mörg vandasöm atriði á vegi þeirra, sem ætla að setja á stofn verzlun. Það verður að hugsa um neytandann, sem ætlast er til að hafi viðskipti við verzlunina, og verzlunareig- andann, sem verð'ur að selja svo mikið, að hann geti lifað af verzlun sinni. Þess vegna er rétt staðsetning verzlunarinnar þýðingarmikið atriði. Erlendis ríkja mjög ákveðnar reglur um stað- setningu verzlana, tegundir þeirra og fjölda, þeg- ar ákveðin eru ný íbúðarhverfi, og er þá farið eftir áætluðum íbúafjölda á tilteknu svæði. Má segja, að hin síðari ár hafi orðið breytingar til batnaðar hér hjá okkur, enda ekki annað sæm- andi nútíma þjóðfélagi. 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.