Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 16
STARFSMANNA- DÁLKUR Sigurlaugur Þorkelsson tók á síðastliðnu ári við forstöðu farþegadeildar Eimskipafélags íslands h.f. Sigurlaugur hefur starfað um 13 ár hjá Eimskipa- félaginu og vann við' bókhald- ið, áður en hann tók við hinu nýja starfi. Sigurlaugur lvefur átt sæti í varastjórn V. 11. og verið formaður bókasafns- nefndar í nokkur ár. Valtýr Iiákonarson hefur nýlega tekið við störfum skrifstofustjóra á skrifstofu Eimskipa- féiags Islands h.f. í Kaupmannahöfn. Aður veitti Valtýr forstöðu farþegadeild félagsins í Reykja- vík. Daníel Gíslason hóf starf hjá O. Johnson & Kaaber í sept- ember 1953. Hann hafði áður unnið hjá Veiðarfæraverzlun- inni Geysi í 29 ár. Daníel byrj- aði þar sem sendisveinn, en hafði síðar með höndum af- greiðslu o. fl. Hann var í 3 ár í New York, í heimsstyrjöld- inni síðari, og hafð'i með höndum innkaup fyrir verzlunina. Daníel hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir V. R., m. a. sat hann í varastjórn í 3 ár og hefur verið meðstjórnandi síðan 1952. Einar Elíasson, er í 12 ár starfaði hjá Járn- vöruverzlun Jes Zimsen, tók við verzlunarstjórn Regnbogans 1. september s.l. Einar hefur lengi haft með höndum trúnaðarstörf í þágu V. R., m. a. hefur hann átt sæti í stjórn félagsins frá því 1947. FRJÁLS VERZLUN óskar eftir upplýsingum um nýjar stöðuveitingar í fyrirtækjum. -----—--------------- Wagner Walbom, er starfað hefur rúm átta ár hjá Kjötbúð Norðurmýrar, er verzlunar- stjóri fyrir hinni nýju verzlun, sem „Síld & Fiskur“ hefur opnað' að Hjarðarhaga 10. Wagner Walbom er löngu kunnur sem frábær badminton- leikari. Þau rúm átta ár, er hann hefur dvalið hér á landi, hefur hann elcki tapað einum einasta leilc, og síðastliðin þrjú ár, eða frá því hann hlaut íslenzkan ríliisborgara- rétt, Jiefur hann verið íslandsmeistari í einliða- leik, tvendarkeppni og tvíl ið'aleilc. Jóhann Möller tók við skrif- stofustjórastarfi hjá 0. John- son & Kaaber á s.l. sumri. Jó- hann hefur starfað hjá þessu sama fyrirtæki í rösldega 12 ár. VerSlaunamyndagátan »> Verð'lau n amyn d agáta FRJÁLSRAR VERZL- UNAR, sem birtist í 9.—12. hefti 1954, átti sýnilega miklum vinsældum að fagna, en virtist nolíkuð strembin. Var aðeins þriðji liluti ráðn- inganna, er blaðinu barst, réttur. Flestir flösk- uðu á annarri myndinni „vanda-m-á-l“. Rétt lausn á myndagátunni er svohljóðandi: „Heimsvandamálin hvíla þungt áherðum stjóm- vitringa stórþjóðanna. Fjölmargar ráðstefnur fjalla um þau árlega, þar á meðal þing S. Þ. (sameinuðu þjóðaima)“. Dregið var um verðlaunin úr rétturn ráðning- um, og hlutu þau eftirtaldir lesendur blaðsins: 1. verðlaun (kr. 250.00) Ásta S. Þórarinsdóttir, Langholtsvegi 182, Rvík. 2. verðlaun (bókaverðlaun) lúlíus Pólsson, Birkimel 6, Reykjavík. 3. verðlaun (bókaverðlaun) Guðlaugur Jónsson, Seyðisfirði. 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.