Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 19
SHÖRDIYR11SKILDI Ingólfur Sverrvr Gísla- son kaujnnaður andað- ist 13. janúar s. 1. Hann var Reykvíkingur að ætt, fæddur 24. apríl 1915, sonur hjónanna Ingibjargar Friðleifs- dóttur og Gísla Jóhann- essonar trésmiðs. Ungur að árum lióf hann störf við gler- augnaverzlun Iv. A. Bruun, Laugavegi 2 hér í bæ og starfað'i þar um margra ár skeið, unz hann stofnsetti sína eigin gleraugnaverzlun árið 1942, er dafnaði vel. Sýndi hann árvekni og dugnað í starfi sínu og var vel metinn. Atorka, samvizkusemi og starfsvilji ein- kenndu störf Ingólfs öðru fremur. Hann var maður trygglyndur og vinfastur og góður vinur vina sinna. Er skarð fyrir skildi við fráfall ungs manns um aldur fram. Kvæntur var hann Elínu Egilsdóttur, er lifir mann sinn, og áttu þau einn son barna. Er lagabreytingar höfðu verið samfþykktar, voru kosnir 7 menn í trúnaðarmannaráð, auk stjóm- ar og varastjórnar, og hlutu kosningu: Gvða Halldórsdóttir, Andrés Bergmann, Björgúlfur Sigurðsson, Jónas Gunnarsson, Njáll Símonar- son, Oddgeir Bárðarson og Þorsteinn Pétursson. Eggert Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs Islands, kvaddi sér hljóðs á fundinum og árnaði hinu nýja stéttarfélagi allra heilla, og kvaðst vona að samstarf þess við atvinnurekendur yrði hið farsælasta. Að lokum var samþykkt tillaga þess efnis, að fundurinn kysi fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um stofnun landssam'bands verzl- unarmanna. Vom kosnir í þá nefnd þeir Guðjón Einarsson, Ingvar N. Pálsson, Pétur Sæmund- sen, Björgúlfur Sigurðsson og Böðvar Pétursson. Eftirtektarverð nýjung Islendingar hafa löngum verið taldir bókaorm- ar miklir, ekki aðeins á bækur á sinni eigin tungu, heldur og einnig á erlendar bækur. Mun hann vera orðinn nokkuð fjölmennur hópurinn hér á landi, sem að staðaldri kaupir enskar bæk- ur sér til ánægju og afþreyingar. Sá böggull hefur þó fylgt skammrifi, að erfitt hefur verið að fylgj- ast með nýútkomnum brezkum bókum, sökum þess að nýir bókalistar hafa ekki verið á hverju strái til að leiðbeina almenningi um bókaval. I þeim efnum hefur orðið að treysta á val og inn- kaup bóksalanna. Sýnist þai sitt hverjum eins og gerist og gengur. Bókabúð Braga Brynjólfssonar hér í bæ hefur tekið upp kærkomna nýbreytni fyrir þá við- skiptamenn verzlunarinnar, sem kaupa enskar bækur að staðaldri. Hefur verzlunin tryggt sér ákveðinn eintakafjölda af brezka mánaðarritinu „Book of the month“, en tímarit þetta fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um brezkar bók- menntir og birtir skrá yfir bækur þær, sem koma út í mánuði hverjum í Bretlandi, svo og væntan- legar útgáfur. Er bókunum raðað undir tilheyr- andi flokka, útgefanda getið og verð hverrar bókar. Riti þessu dreifir Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar ókeypis út til viðskiptavina sinna.. Ef þeir svo óska eftir að kaup einhverja tiltekna bók, sem um getur í mánaðarritinu, þá þarf ekki ann- að en að gefa upp bókarheiti, höfund og útgef- anda, og bókaverzlunin sér svo um pöntun á henni. Mun þessi nýbreytni mælast vel fyrir og vera þakksamlega þegin af öllum þeim, er lesa enskar bækur að staðaldri. Á almennum launþegafundi, er haldinn var í V. R. fimmtudaginn 27. jan. s.l., var samþykkt að' segja upp gildandi samningum við atvinnu- rekendur frá og með 1. marz, samkvæmt til- lögu frá stjórn félagsins. Þá var skýrt frá því, að sameiginleg nefnd launþega og atvinnurekenda liefði til athugunar tillögurnar um lífeyrissjóð verzlunarmanna, og jafnframt voru félagarnir hvattir til að kynna sér þetta mál. (Sjá FRJÁLSA VERZLUN, 3.— 4. hefti 1954). ÍB J AIS VERZiTJN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.