Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 3
í borgum annarra landa. Eftir að Reykjavík, upp úr síðustu aldamótum, varð aðsetur og mið- stöð verzlunar, viðskipta og siglinga, þó aðeins á byrjunarstigi þá, með á sjötta þúsund íbúa, — en var jafnframt orðin aðsetur stjórnarvalda og helztu menntastofnana, — markaðist enn skýr- ar forustuhlutverk höfuð'borgarinnar á sviði frjálsrar verzlunar á nýrri öld framfara, aukins sjálfstæðis og frelsis. Reykjavík var þá siglingamiðstöð landsins. Helztu og raunar allt það sem kalla mátti verzl- unargötur öðru fremur, var í næsta nágrenni hafnarinnar og upp frá bryggjunum. Verzlunarstaðirnir vom frá fornu fari í Aðal- stræti, og jafnframt nokkuð í Austurstræti og Hafnarstræti, en teygðu síðan smátt og smátt arma sína upp Þingholtin, Laugaveg og hins- vegar Hverfisgötuna, sem liggur nálægt því sem þjóðbrautin lá til bæjarins á sínum tíma. Þróunin hefur þannig orðið' sú, að helzti verzl- unarkjarni Reykjavíkur í hinum eldri borgar- hluta hefur öðru fremur orðið Aðalstræti, Aust- urstræti, Bankastræti og Laugavegur, en þessar verzlunargötur eru að flestu leyti sama fyrir- brigðið og getið er um að framan, og háðar sömu Iögmálum. Auðvitað hafa verzlanir tekið sér staði í flest- um hliðargötum út frá aðalgötum, og orðið fleiri og fleiri með árunum. En það raskar þó ekki þeirri staðreynd, að hversu mikið sem bærínn byggist til úthverfa, þá virðist hinn uppruna- legi gamli verzlunarkjami miðbæjarins og næsta nágrennis hafa mest að'dráttaraflið hér eins og annarsstaðar. í þessum bæjarhluta er jafnframt mest um opinbera þjónustu, skemmtistaði o. s. frv. ----o---- En hver er svo afstaða skipulagsmannanna til þessarra mála? Ég held að óhætt sé að fullyrð’a, að litið sé þannig á vandamál hinnar vaxandi byggðar, að dreifa þurfi sem mest verzlunar- byggðinni úr liinum eldri bæjarhluta þannig, að hún sé aðgengileg fyrir hin einstöku bæjarhverfi, og þá einkum úthverfin. Margur vandi er því samfara, en mestan vanda skapa kaupmennimir sjálfir oft á tíðum. I stað þess að sameina á einn stað fleiri verzlanir með margvíslegum nauðsynjum, þar sem skipu- lagið vísar á, — er eins og menn vilji heldur róa einir á báti, og koma sér fyrir sjálfstætt og mjög dreifðir. Hafa hvað eftir annað orðið' á- rekstrar við skipulagið hvað þetta snertir í hin- um nýju hverfum, þar sem á skipulagsuppdrætti AtíAL-VERZLUNARGATAN í MIÐ- BÆ AMSTERDAM. Gata þessi er nokkru mjórri en Aust- urstrœti í Reykjaitik, en er þó einhver jjöljamasta verzlunargatan. Bijreiða- akstur er þar með öllu bannaður. FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.