Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 13
Gísli Ólafsson, skrifstofustjóri: Sjó- og vörufryggingar „FRJÁLS VERZLUN“ hefur farið þess á leit við mig að skrifa nokkur orð um sjó- og vöru- tryggingar. Tryggingargrein þessi er það yfir- gripsmikil, að í stuttri tímaritsgrein er aðeins unnt að draga fram helztu atriðin, og mun ég leitast við að gera því nokkur skil hér á eftir, en þó sérstaklega þeirri lilið, sem að kaupsýslu- mönnum snýr. Það, sem kér á eftir verður sagt, á jafnt við vátryggingar á vörum í flutningi í lofti eða á landi sem á sjó, og þegar talað er um vörukaup- anda getur það og gagnkvæmt gilt um vörusala. Til að gera málefni þetta læsilegra, hef ég valið þá leið', að skipta því í þrjá liði: 1) Opnun vátryggingar, 2) Lokun vátryggingar og 3) Tjón. Opnun vátryggingar. Þegar vörur eru keyptar gegn bankaábyrgð, þarf vátryggingaropnun (-staðfesting) að fylgja skjölum þeim, er í bankann fara. Ef vörur eru keyptar gegn eftirkröfu, sýningarvíxli eða inn- heimtu og kaupandi á að sjá um vátrygging-una, þarf hann að opna vátryggingu, áður en varan fer af stað, nema viðkomandi hafi svokallaðan OPINN VÁTRYGGINGASAMNING („Open Cover“), en venjan er, að slíkir samningar haldi vörum í vátryggingu upp að ákveðinni hámarks- upphæð með hverju flutningatæki, enda þótt vátryggjanda hafi eigi verið tilkynnt um flutn- inginn fyrirfram. Vátrygging er opnuð á þann hátt að tilkynna vátryggjendum um vörutegund, innkaupsverð og hvaðan og hvert tryggja skal svo og með hvaða vátryggingarskilmálum. Þegar opinn vá- tryggingarsamningur er gerð'ur, þarf að ákveða fyrirfram hver hámarksupphæðin skuli vera með hverju flutningatæki (ferð), svo og með hvaða skilmálum vörurnar óskast tryggðar. Vátryggingaskilmálarnir eru að sjálfsögðu margvíslegir, allt frá „Gegn algjöru tjóni ein- göngu“ (Total loss only) til „Gegn sérhverju tjóni“ (Allrisks), allt eftir vörutegund og óskum vátryggingatakans. Hér verður ekki farið út í það yfirgripsmikla verk að skýra hina einstöku skilmála eð'a hvað við á í sambandi við einstak- ar vörutegundir, enda munu vátryggingafélögin fúslega leiðbeina viðskiptamönnum sínum í þessu efni. Eg vil þó undirstrika, að tjón, sein orsakast af vörunni sjálfri (inherent vice), eru ávallt und- anþegin vátryggingunni og hinn vátryggði verð- ur alltaf að gera það, sem í hans valdi stendur svo tjón aukist ekki, og sérstaklega skal hann halda á rétti sínum gagnvart þriðja aðila, sem ótryggður væri. Nánar verður farið út í þetta atriði undir liðnum tjón hér á eftir. Lokun vátryggingar. Þegar varan er komin til landsins, verður vá- tryggingatakinn að loka vátryggingunni, hvort sem sérstök opnun hefur verið gefin út eða var- an verið tryggð samkvæmt opnum vátrygginga- samningi. Það er gert með því að tilkynna vá- tryggjandanum eftirfarandi atriði: 1. Flutningstækið, brottfarar- eða komudag þess og farmskrárnúmer. 2. Vörutekund, f. o. b. verð', ílutningsgjald að viðbættum ímynduðum ágóða (venjulegast 10 til 20%). 3. Hvaðan og hvert vörurnar skuli vátryggð- ar. 4. Staðfestingarnúmer, ef til er. Flest vátryggingafélög láta viðskiptamönnum sínum í té vátryggingabækur, sem viðkomandi FRJALS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.